Allir á Saga Class 5. október 2004 00:01 Það eru breyttir tímar. Náungi sem enginn þekkti fyrir fáum árum er búinn að eignast megnið af Flugleiðum. Þeir þora ekki að einkavæða Landsímann af því þeir eru hræddir um að hann geti lent í vitlausum höndum. Kunningi minn, Birgir Hermannsson, segir að orðið auðvald eigi ekki síður við nú en í gamla daga. Styrmi Gunnarssyni óar við vexti stórfyrirtækjanna - það þykir kannski ekki fínt að segja það, en stundum hallast ég á að vera á sama máli og hann. Ég var á leiðinni heim til Íslands með kvöldflugi frá London fyrir nokkrum vikum. Sat á matsölustað innarlega í brottfararsalnum á Heathrow, í almenningnum. Sé hvar taka að streyma að kunnugleg andlit úr viðskiptasíðum íslenskra blaða - allt fór þetta fólk inn í lyftu steinsnar frá mér sem flutti það upp á næstu hæð fyrir ofan. Fyrst kom liðið frá Baugi, heil hersveit, svo Bjöggar og co, Landsbankamenn, síðast KB-gengið, eða ég sá ekki betur. Ég fór að rannsaka þetta og sá á skilti að uppi væri "bisnesslounge". Ekki sá ég neina aðra en Íslendinga fara þangað upp. Ég sat niðri og saup kaffi úr pappamáli - uppi hefur verið glatt á hjalla eins og á árshátíð hjá Kauphöllinni. Svo streymdi allt þetta gjörvilega viðskiptafólk aftur út, gekk ákveðnum skrefum eftir löngum göngunum, og þegar í flugvélina kom tók við stærsti Saga Class sem ég hef nokkurn tíma séð, náði aftur fyrir miðja flugvél. Aftast sat ég svo með konu og barni á 16 þúsund króna netsmellsmiðanum mínum. Ef vélin hefði hrapað hefði Kolkrabbinn getað náð aftur völdum á Íslandi. Það er ekki góð tilfinning að vera í flugvél og skynja að maður er eini farþeginn sem hefur borgað miðann sjálfur. Ég hef einu sinni lent í svona áður. Það var á leið til London fyrir rúmum áratug. Þá var vélin troðfull af glöðu listafólki og ráðuneytisstarfsmönnum sem voru á leið á menningarkynningu í London. Ég fann mjög til smæðar minnar í þeirri ferð. --- --- --- Nú hefur enn verið efnt til mikillar íslenskrar menningarhátíðar á erlendri grund - í þetta sinn í höfuðborg Frakklands. Stór hluti ráðamanna héðan hefur verið í samfelldum kokkteilboðum í París síðan á föstudaginn í síðustu viku - yfirleitt með öðrum Íslendingum ef reynsla mín lýgur ekki. Vitur maður sagði í frægum sjónvarpsþætti fyrir mörgum árum að orðið "landkynning" væri ekki til í öðru tungumáli en íslensku. Stöntið með ísjakann úr Jökulsárlóni er svosem ágætt, en fréttir herma að vísindasýningin í tengslum við þetta sé lítil og léleg - og að þeir sem borguðu brúsann (þar á meðal Decode) séu ekki kátir yfir því. --- --- --- En ef það er satt að hinir ungu bisnessjöfrar fari um heiminn á Saga Class og kaupi fyrirtæki sem þeir svo skíra nöfnum amerískra klámstjarna - ja, þá veit ég ekki á hvaða plani þetta er. Kolkrabbinn var þó stundum dálítið kúltíveraður - norræn goðafræði var eiginlega frekar hans deild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Það eru breyttir tímar. Náungi sem enginn þekkti fyrir fáum árum er búinn að eignast megnið af Flugleiðum. Þeir þora ekki að einkavæða Landsímann af því þeir eru hræddir um að hann geti lent í vitlausum höndum. Kunningi minn, Birgir Hermannsson, segir að orðið auðvald eigi ekki síður við nú en í gamla daga. Styrmi Gunnarssyni óar við vexti stórfyrirtækjanna - það þykir kannski ekki fínt að segja það, en stundum hallast ég á að vera á sama máli og hann. Ég var á leiðinni heim til Íslands með kvöldflugi frá London fyrir nokkrum vikum. Sat á matsölustað innarlega í brottfararsalnum á Heathrow, í almenningnum. Sé hvar taka að streyma að kunnugleg andlit úr viðskiptasíðum íslenskra blaða - allt fór þetta fólk inn í lyftu steinsnar frá mér sem flutti það upp á næstu hæð fyrir ofan. Fyrst kom liðið frá Baugi, heil hersveit, svo Bjöggar og co, Landsbankamenn, síðast KB-gengið, eða ég sá ekki betur. Ég fór að rannsaka þetta og sá á skilti að uppi væri "bisnesslounge". Ekki sá ég neina aðra en Íslendinga fara þangað upp. Ég sat niðri og saup kaffi úr pappamáli - uppi hefur verið glatt á hjalla eins og á árshátíð hjá Kauphöllinni. Svo streymdi allt þetta gjörvilega viðskiptafólk aftur út, gekk ákveðnum skrefum eftir löngum göngunum, og þegar í flugvélina kom tók við stærsti Saga Class sem ég hef nokkurn tíma séð, náði aftur fyrir miðja flugvél. Aftast sat ég svo með konu og barni á 16 þúsund króna netsmellsmiðanum mínum. Ef vélin hefði hrapað hefði Kolkrabbinn getað náð aftur völdum á Íslandi. Það er ekki góð tilfinning að vera í flugvél og skynja að maður er eini farþeginn sem hefur borgað miðann sjálfur. Ég hef einu sinni lent í svona áður. Það var á leið til London fyrir rúmum áratug. Þá var vélin troðfull af glöðu listafólki og ráðuneytisstarfsmönnum sem voru á leið á menningarkynningu í London. Ég fann mjög til smæðar minnar í þeirri ferð. --- --- --- Nú hefur enn verið efnt til mikillar íslenskrar menningarhátíðar á erlendri grund - í þetta sinn í höfuðborg Frakklands. Stór hluti ráðamanna héðan hefur verið í samfelldum kokkteilboðum í París síðan á föstudaginn í síðustu viku - yfirleitt með öðrum Íslendingum ef reynsla mín lýgur ekki. Vitur maður sagði í frægum sjónvarpsþætti fyrir mörgum árum að orðið "landkynning" væri ekki til í öðru tungumáli en íslensku. Stöntið með ísjakann úr Jökulsárlóni er svosem ágætt, en fréttir herma að vísindasýningin í tengslum við þetta sé lítil og léleg - og að þeir sem borguðu brúsann (þar á meðal Decode) séu ekki kátir yfir því. --- --- --- En ef það er satt að hinir ungu bisnessjöfrar fari um heiminn á Saga Class og kaupi fyrirtæki sem þeir svo skíra nöfnum amerískra klámstjarna - ja, þá veit ég ekki á hvaða plani þetta er. Kolkrabbinn var þó stundum dálítið kúltíveraður - norræn goðafræði var eiginlega frekar hans deild.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun