Kaupmaðurinn á horninu í útrás 13. september 2004 00:01 Kaupmaðurinn á horninu er orðinn að hálfgerðri goðsögn á Íslandi. Þó er einn og einn í fullu fjöri og þar á meðal er Þórður Björnsson í Hlíðakjöri við Eskihlíð. Þórður er nýlega byrjaður í bransanum og er svo bjartsýnn að hann er búinn að kaupa Sunnubúðina við Lönguhlíð líka, hvorutveggja rótgrónar hverfisverslanir. Heildsali er að taka niður pöntun hjá honum í Hlíðakjöri þegar blaðamaður ranglar inn. Þórður býður samt strax góðan dag og gerir sig kláran í afgreiðslu en er beðinn blessaður að halda áfram að kaupa inn, erindið sé bara að forvitnast um hvernig lífið gangi fyrir sig í svona lítilli búð. Þarna er ótrúlegt úrval af varningi á fáum fermetrum, allt frá brýnustu nauðsynjum eins og brauði og mjólk til meiri munaðarvara eins og hlynsýróps og freistandi kókoskex. Meira að segja nammibar úti í horni. Maður hélt það væri helst eldra fólk sem verslaði í svona hverfisbúð en þá stund sem blaðamaður staldrar við er meðalaldur kúnnanna milli tvítugs og þrítugs. “Til hamingju með nýja bílinn,” segir Þórður við einn unga manninn og fylgist greinilega með því sem er að gerast í lífi viðskiptavinanna. Ung kona er spurð af blaðamanni hvort þetta sé búðin hennar. "Mér finnst voða gott að skjótast hér inn og versla um leið og ég næ í barnið á leikskólann,” svarar hún. Þegar um hægist hjá kaupmanninum er hann tekinn tali. “Ég hef alltaf haft áhuga á búðarrekstri,” segir hann. “Frændi minn var kaupmaður. Rak Sunnukjör í húsinu sem Fréttablaðið er nú í og átti Sunnubúðina í Lönguhlíð með öðrum. Þannig að hún er að koma aftur í fjölskylduna.” Sjálfur kveðst Þórður einkum hafa starfað kringum bíla og á tímabili rekið eigin varahlutaverslun. Hann hafi farið í nám í markaðsfræði hjá Endurmenntun Háskólans fyrir fáum árum og eftir að hafa misst vinnuna sína hafi hann farið að leita sér að fyrirtæki til kaups á netinu. “Þá datt ég niður á Hlíðakjör og eftir viku var ég búinn að taka við. Það var um miðjan desember í fyrra.” Hann segist hafa fjölgað vörutegundum en vera með lítið af öllu nema mjólk og gosi. “Búðin er opin frá 10 á morgnana til 11 á kvöldin þannig að þetta er eiginlega sjoppa á kvöldin líka og þegar gott er í sjónvarpinu þá er ég með góða sölu!” segir hann brosandi. Þórður tekur við Sunnubúðinni um næstu mánaðamót. Þá verður hátíð í hverfinu. “Þegar ég byrjaði hér í Hlíðakjöri var ég með línuskautamót. Nú ætla ég að efna til ratleiks. Það verður örugglega gaman,” segir hann og snýr sér svo að næsta kúnn Atvinna Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Kaupmaðurinn á horninu er orðinn að hálfgerðri goðsögn á Íslandi. Þó er einn og einn í fullu fjöri og þar á meðal er Þórður Björnsson í Hlíðakjöri við Eskihlíð. Þórður er nýlega byrjaður í bransanum og er svo bjartsýnn að hann er búinn að kaupa Sunnubúðina við Lönguhlíð líka, hvorutveggja rótgrónar hverfisverslanir. Heildsali er að taka niður pöntun hjá honum í Hlíðakjöri þegar blaðamaður ranglar inn. Þórður býður samt strax góðan dag og gerir sig kláran í afgreiðslu en er beðinn blessaður að halda áfram að kaupa inn, erindið sé bara að forvitnast um hvernig lífið gangi fyrir sig í svona lítilli búð. Þarna er ótrúlegt úrval af varningi á fáum fermetrum, allt frá brýnustu nauðsynjum eins og brauði og mjólk til meiri munaðarvara eins og hlynsýróps og freistandi kókoskex. Meira að segja nammibar úti í horni. Maður hélt það væri helst eldra fólk sem verslaði í svona hverfisbúð en þá stund sem blaðamaður staldrar við er meðalaldur kúnnanna milli tvítugs og þrítugs. “Til hamingju með nýja bílinn,” segir Þórður við einn unga manninn og fylgist greinilega með því sem er að gerast í lífi viðskiptavinanna. Ung kona er spurð af blaðamanni hvort þetta sé búðin hennar. "Mér finnst voða gott að skjótast hér inn og versla um leið og ég næ í barnið á leikskólann,” svarar hún. Þegar um hægist hjá kaupmanninum er hann tekinn tali. “Ég hef alltaf haft áhuga á búðarrekstri,” segir hann. “Frændi minn var kaupmaður. Rak Sunnukjör í húsinu sem Fréttablaðið er nú í og átti Sunnubúðina í Lönguhlíð með öðrum. Þannig að hún er að koma aftur í fjölskylduna.” Sjálfur kveðst Þórður einkum hafa starfað kringum bíla og á tímabili rekið eigin varahlutaverslun. Hann hafi farið í nám í markaðsfræði hjá Endurmenntun Háskólans fyrir fáum árum og eftir að hafa misst vinnuna sína hafi hann farið að leita sér að fyrirtæki til kaups á netinu. “Þá datt ég niður á Hlíðakjör og eftir viku var ég búinn að taka við. Það var um miðjan desember í fyrra.” Hann segist hafa fjölgað vörutegundum en vera með lítið af öllu nema mjólk og gosi. “Búðin er opin frá 10 á morgnana til 11 á kvöldin þannig að þetta er eiginlega sjoppa á kvöldin líka og þegar gott er í sjónvarpinu þá er ég með góða sölu!” segir hann brosandi. Þórður tekur við Sunnubúðinni um næstu mánaðamót. Þá verður hátíð í hverfinu. “Þegar ég byrjaði hér í Hlíðakjöri var ég með línuskautamót. Nú ætla ég að efna til ratleiks. Það verður örugglega gaman,” segir hann og snýr sér svo að næsta kúnn
Atvinna Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp