Bylting bankanna 27. ágúst 2004 00:01 Greinilegt er að margfræg úttekt Davíðs Oddssonar á sparifé sínu í KB banka í fyrravetur hefur ekki dugað til að stöðva þá byltingu sem bankinn og forustumenn hans standa fyrir. Enda hefur forsætisráðherra trúlega hvorki ætlast til þess né búist við því. Úttektin var jú mótmæli gegn hinum nýja alþjóðavædda viðskiptamóral. Mótmæli gegn því að ágirnd og gróði hafa breyst úr lesti í dyggð. Mótmæli gegn því að hin nýju öfl nálgast fjármálamarkaðinn úr allt öðrum áttum en áður hafði þekkst. Samt hafði Davíð verið einn þeirra sem hvað ákafast talaði fyrir frelsisbyltingunni á sínum tíma og átti drjúgan þátt í að koma henni af stað. Gamla klisjan segir einmitt að byltingin éti börnin sín. En bylting forráðamanna KB banka á íslensku samfélagi náði nýjum hæðum með tilboðin um 4.4% húsnæðislán í vikunni. Hér er í raun um svo viðamikla og margslungna aðgerð að ræða að langt verður þar til áhrif hennar verða að fullu komin í ljós. Þau áhrif munu m.a. teygja sig inn á vettvang stjórnmálanna, byggðamála og efnahagslegs stöðugleika, fyrir utan að hafa ómæld bein áhrif á persónulega hagi þúsunda landsmanna. Þetta síðast nefnda – persónulegir hagir manna – er sennilega upphafsreitur þessarar húsnæðislánabyltingar. Tilboð KB banka og allra hinna í kjölfarið, er einfaldlega svo hagstætt stórum hópum manna að viðbúið er að uppgreiðslur hjá Íbúðalánasjóði verði mjög verulegar. Skilmálarnir eru hins vegar bestir fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri þannig að Íbúðalánasjóður gæti hæglega breyst úr almennum lánasjóði yfir í eins konar brjóstvörn byggðastefnunnar í landinu. Raunar benti Seðlabankinn á það í vikunni að svo gæti farið að Íbúðalánasjóður lenti í vandræðum ef þessi þróun gengur mjög langt, enda ekki gott að eiga við stöðuna ef öll bestu veðin flytjast yfir til bankakerfisins. Seðlabankinn virtist hins vegar tregur til að lýsa áhyggjum sínum af þessu vaxtalækknunarfrumkvæði KB banka og hinna bankanna. Bankinn fagnaði lækkun langtímavaxta og talaði um að það væri tímabært, en viðurkenndi þó einungis með semingi að þessi aðgerð kynni að vinna gegn vaxtastefnu Seðlabankans. Tilfellið er, og það sjá þeir sem vilja sjá, að möguleikar Seðlabankans til að stjórna peningamálum eru sífellt að minnka – líka á sviði skammtímavaxta. Nýju húsnæðislánin eru einfaldlega þannig úr garði gerð að þau bjóða upp á umtalsverða viðbótarlántöku á góðum kjörum. Þetta er í raun lántökuhvetjandi aðgerð á sama tíma og Seðlabankinn er af veikum mætti að reyna að vega upp á móti þensluáhrifum virkjanaframkvæmda með því að hvetja til sparnaðar og aðhalds og hækka vextina. Það er jafnan talað um tvö stjórntæki í peningamálum, Seðlabankann og ríkisfjármálin. Og þegar menn verða vitni að vanmætti Seðlabankans á þessu sviði þá beinist kastjósið vitaskuld að ríkisfjármálunum og sparnaðarmöguleikum þar. Einhverjir myndu trúlega vilja byrja niðurskurðinn á að leggja Seðlabankann niður, enda mætti hann sín einskis í hringiðu alþjóðavædds fjármálamarkaðar í landinu. Afar ólíklegt er þó að slík tillaga komi fram, (jafnvel þótt Jón Baldvin sé "kannski" á leið inn í pólitíkina aftur!) en átakalínur um fyrirhugaðar skattalækkanir milli stjórnarflokkanna hljóta að skerpast all verulega við þetta. Famsóknarmenn hafa sem alkunna er verið mun ragari en sjálfsæðismenn við að skera niður til að mæta fyrirhuguðum skattalækkunum og eru áhöld um hvort og að hve miklu leyti skattalækkanirnar eru inni í fjármálafrumvarpinu sem kynnt hefur verið. Hafi verið ástæða til að stíga varlega til jarðar á þessu sviði áður en húsnæðislánaútspil bankanna kom fram, þá er enn ríkari ástæða til þess nú. Hins vegar getur ríkisstjórnin heldur ekki skorast undan boðaðri skattalækkun, sem þýðir að niðurskurðarvandinn er orðinn brýnni og pólitískt eldfimari en nokkru sinni fyrr. Byltingin á fjármálamarkaðnum er staðreynd og þessi bylting hefur ekki einvörðungu breytt peningamálum og efnahagslífinu í landinu. Hún hefur líka umturnað starfsumhverfi stjórnmálanna. Fyrir utan að vera hálfgerður stuldur á helsta kosningamáli Framsóknar, þá eru nýju húsnæðislánin dæmi um það hvernig alþjóðavæðingin hefur leitt til þess að sífellt fleiri þættir íslensks efnahagslífs lúta í raun ekki lengur hefðbundnum hagstjórnartækjum lýðræðislega kjörinna stjórnvalda. Þar ráða sífellt meiru alþjóðlegir markaðskraftar, sem gera hefðbundnar hagstjórnaraðgerðir - kannski ekki alveg gagnslausar - en smáar í samanburðinum. Þær verða næstum táknrænar, eins og þegar forsætisráðherra tók út 400.000 krónurnar sínar úr KB banka í fyrra. Það er svo aftur alveg sérstök umræða hvort sé betra fyrir okkur, að vera stjórnað af alþjóðlegum markaðsöflum eða innlendum pólitíkusum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Greinilegt er að margfræg úttekt Davíðs Oddssonar á sparifé sínu í KB banka í fyrravetur hefur ekki dugað til að stöðva þá byltingu sem bankinn og forustumenn hans standa fyrir. Enda hefur forsætisráðherra trúlega hvorki ætlast til þess né búist við því. Úttektin var jú mótmæli gegn hinum nýja alþjóðavædda viðskiptamóral. Mótmæli gegn því að ágirnd og gróði hafa breyst úr lesti í dyggð. Mótmæli gegn því að hin nýju öfl nálgast fjármálamarkaðinn úr allt öðrum áttum en áður hafði þekkst. Samt hafði Davíð verið einn þeirra sem hvað ákafast talaði fyrir frelsisbyltingunni á sínum tíma og átti drjúgan þátt í að koma henni af stað. Gamla klisjan segir einmitt að byltingin éti börnin sín. En bylting forráðamanna KB banka á íslensku samfélagi náði nýjum hæðum með tilboðin um 4.4% húsnæðislán í vikunni. Hér er í raun um svo viðamikla og margslungna aðgerð að ræða að langt verður þar til áhrif hennar verða að fullu komin í ljós. Þau áhrif munu m.a. teygja sig inn á vettvang stjórnmálanna, byggðamála og efnahagslegs stöðugleika, fyrir utan að hafa ómæld bein áhrif á persónulega hagi þúsunda landsmanna. Þetta síðast nefnda – persónulegir hagir manna – er sennilega upphafsreitur þessarar húsnæðislánabyltingar. Tilboð KB banka og allra hinna í kjölfarið, er einfaldlega svo hagstætt stórum hópum manna að viðbúið er að uppgreiðslur hjá Íbúðalánasjóði verði mjög verulegar. Skilmálarnir eru hins vegar bestir fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri þannig að Íbúðalánasjóður gæti hæglega breyst úr almennum lánasjóði yfir í eins konar brjóstvörn byggðastefnunnar í landinu. Raunar benti Seðlabankinn á það í vikunni að svo gæti farið að Íbúðalánasjóður lenti í vandræðum ef þessi þróun gengur mjög langt, enda ekki gott að eiga við stöðuna ef öll bestu veðin flytjast yfir til bankakerfisins. Seðlabankinn virtist hins vegar tregur til að lýsa áhyggjum sínum af þessu vaxtalækknunarfrumkvæði KB banka og hinna bankanna. Bankinn fagnaði lækkun langtímavaxta og talaði um að það væri tímabært, en viðurkenndi þó einungis með semingi að þessi aðgerð kynni að vinna gegn vaxtastefnu Seðlabankans. Tilfellið er, og það sjá þeir sem vilja sjá, að möguleikar Seðlabankans til að stjórna peningamálum eru sífellt að minnka – líka á sviði skammtímavaxta. Nýju húsnæðislánin eru einfaldlega þannig úr garði gerð að þau bjóða upp á umtalsverða viðbótarlántöku á góðum kjörum. Þetta er í raun lántökuhvetjandi aðgerð á sama tíma og Seðlabankinn er af veikum mætti að reyna að vega upp á móti þensluáhrifum virkjanaframkvæmda með því að hvetja til sparnaðar og aðhalds og hækka vextina. Það er jafnan talað um tvö stjórntæki í peningamálum, Seðlabankann og ríkisfjármálin. Og þegar menn verða vitni að vanmætti Seðlabankans á þessu sviði þá beinist kastjósið vitaskuld að ríkisfjármálunum og sparnaðarmöguleikum þar. Einhverjir myndu trúlega vilja byrja niðurskurðinn á að leggja Seðlabankann niður, enda mætti hann sín einskis í hringiðu alþjóðavædds fjármálamarkaðar í landinu. Afar ólíklegt er þó að slík tillaga komi fram, (jafnvel þótt Jón Baldvin sé "kannski" á leið inn í pólitíkina aftur!) en átakalínur um fyrirhugaðar skattalækkanir milli stjórnarflokkanna hljóta að skerpast all verulega við þetta. Famsóknarmenn hafa sem alkunna er verið mun ragari en sjálfsæðismenn við að skera niður til að mæta fyrirhuguðum skattalækkunum og eru áhöld um hvort og að hve miklu leyti skattalækkanirnar eru inni í fjármálafrumvarpinu sem kynnt hefur verið. Hafi verið ástæða til að stíga varlega til jarðar á þessu sviði áður en húsnæðislánaútspil bankanna kom fram, þá er enn ríkari ástæða til þess nú. Hins vegar getur ríkisstjórnin heldur ekki skorast undan boðaðri skattalækkun, sem þýðir að niðurskurðarvandinn er orðinn brýnni og pólitískt eldfimari en nokkru sinni fyrr. Byltingin á fjármálamarkaðnum er staðreynd og þessi bylting hefur ekki einvörðungu breytt peningamálum og efnahagslífinu í landinu. Hún hefur líka umturnað starfsumhverfi stjórnmálanna. Fyrir utan að vera hálfgerður stuldur á helsta kosningamáli Framsóknar, þá eru nýju húsnæðislánin dæmi um það hvernig alþjóðavæðingin hefur leitt til þess að sífellt fleiri þættir íslensks efnahagslífs lúta í raun ekki lengur hefðbundnum hagstjórnartækjum lýðræðislega kjörinna stjórnvalda. Þar ráða sífellt meiru alþjóðlegir markaðskraftar, sem gera hefðbundnar hagstjórnaraðgerðir - kannski ekki alveg gagnslausar - en smáar í samanburðinum. Þær verða næstum táknrænar, eins og þegar forsætisráðherra tók út 400.000 krónurnar sínar úr KB banka í fyrra. Það er svo aftur alveg sérstök umræða hvort sé betra fyrir okkur, að vera stjórnað af alþjóðlegum markaðsöflum eða innlendum pólitíkusum!
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun