Sendiherra hefur gaman af fólki 5. júlí 2004 00:01 Hjálmar W. Hannesson hefur verið í utanríkisþjónustunni í tæp þrjátíu ár og er nú sendiherra og fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Hann er staddur á Íslandi í sumarleyfi. Hvernig lá leið hans í þetta starf? "Ég byrjaði í ársbyrjun 1976 sem sendiráðsritari í Brussel. Svo var ég sendiráðunautur í Stokkhólmi, sendifulltrúi í Vínarborg með aðsetur á Íslandi og loks sendiherra í Bonn. Þetta er einskonar tröppugangur. Stjórnmálafræði og lögfræði eru algengur grunnur og ég er stjórnmálafræðingur með áherslu á alþjóðastjórnmál." Hvað þarf sendiherra að hafa til að bera? "Sendiherra þarf að hafa gaman af að umgangast fólk, hafa áhuga á því og geta talað við það. Málakunnátta er nauðsynleg og að þekkja og geta haldið fram málstað Íslands. Í sendiráði gagnvart ríki, eins og í Kína til dæmis, er maður að kynna Ísland, halda fram gæðum íslenskrar vöru, reyna að koma á viðskipta- og menningartengslum og þess háttar. Sumir sendiherrar eru hinsvegar hjá alþjóðastofnunum og þá snýst starfið um aðra hluti. Núna er ég fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og held fram málstað og skoðunum Íslands þar." Erfitt er að lýsa hefðbundnum vinnudegi sendiherra því hann er afskaplega mismunandi milli landa og staða. "Dagurinn hjá mér núna hefst eldsnemma á morgnana því ég þarf að hringja heim í ráðuneytið áður en lokar en tímamunurinn er fimm tímar. Svo er ég á fundum hjá Sameinuðu þjóðunum frá tíu til sex og fer á skrifstofuna í fundahléi í hádeginu. Svo eru nánast alltaf móttökur á kvöldin þar sem skipst er á skoðunum og oft hægt að finna lausnir bak við tjöldin. Vinnudagurinn er því oft ansi langur og ég hef aldrei haft jafnmikið að gera og núna." Og Hjálmar hefur vissulega samanburðinn því hann hefur starfað um allan heim. "Ég byrjaði í Brussel og Stokkhólmi, kom svo heim en var alltaf með annan fótinn í Vín. Næst fór ég til Bonn og þaðan beint til Peking og stofnaði sendiráðið í Kína. Eftir það fór ég til Kanada og stofnaði sendiráðið í Ottawa og nú er ég í New York. Á öllum þessum stöðum hefur konan mín, hún Anna verið með mér, en starf maka sendiherrans er ekki síður mikilvægt en sendiherrans sjálfs. Við höfum reynt að halda í ræturnar, eigum heimili, börn og barnabörn hér á Íslandi og komum heim á hverju sumri." Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? "Þessu er erfitt að svara því það er svo margt ánægjulegt sem fylgir starfinu. En það er sennilega í fyrsta sæti að kynnast nýju fólki, framandi slóðum og menningu. Fyrst voru ferðalögin skemmtilegust en þau eru ekki efst á blaði núna get ég sagt þér. Ferðalög geta verið mjög erfið og lýjandi," segir Hjálmar og nýtur þess að halda kyrru fyrir á Íslandi í sumar. Atvinna Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Fleiri fréttir Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Sjá meira
Hjálmar W. Hannesson hefur verið í utanríkisþjónustunni í tæp þrjátíu ár og er nú sendiherra og fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Hann er staddur á Íslandi í sumarleyfi. Hvernig lá leið hans í þetta starf? "Ég byrjaði í ársbyrjun 1976 sem sendiráðsritari í Brussel. Svo var ég sendiráðunautur í Stokkhólmi, sendifulltrúi í Vínarborg með aðsetur á Íslandi og loks sendiherra í Bonn. Þetta er einskonar tröppugangur. Stjórnmálafræði og lögfræði eru algengur grunnur og ég er stjórnmálafræðingur með áherslu á alþjóðastjórnmál." Hvað þarf sendiherra að hafa til að bera? "Sendiherra þarf að hafa gaman af að umgangast fólk, hafa áhuga á því og geta talað við það. Málakunnátta er nauðsynleg og að þekkja og geta haldið fram málstað Íslands. Í sendiráði gagnvart ríki, eins og í Kína til dæmis, er maður að kynna Ísland, halda fram gæðum íslenskrar vöru, reyna að koma á viðskipta- og menningartengslum og þess háttar. Sumir sendiherrar eru hinsvegar hjá alþjóðastofnunum og þá snýst starfið um aðra hluti. Núna er ég fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og held fram málstað og skoðunum Íslands þar." Erfitt er að lýsa hefðbundnum vinnudegi sendiherra því hann er afskaplega mismunandi milli landa og staða. "Dagurinn hjá mér núna hefst eldsnemma á morgnana því ég þarf að hringja heim í ráðuneytið áður en lokar en tímamunurinn er fimm tímar. Svo er ég á fundum hjá Sameinuðu þjóðunum frá tíu til sex og fer á skrifstofuna í fundahléi í hádeginu. Svo eru nánast alltaf móttökur á kvöldin þar sem skipst er á skoðunum og oft hægt að finna lausnir bak við tjöldin. Vinnudagurinn er því oft ansi langur og ég hef aldrei haft jafnmikið að gera og núna." Og Hjálmar hefur vissulega samanburðinn því hann hefur starfað um allan heim. "Ég byrjaði í Brussel og Stokkhólmi, kom svo heim en var alltaf með annan fótinn í Vín. Næst fór ég til Bonn og þaðan beint til Peking og stofnaði sendiráðið í Kína. Eftir það fór ég til Kanada og stofnaði sendiráðið í Ottawa og nú er ég í New York. Á öllum þessum stöðum hefur konan mín, hún Anna verið með mér, en starf maka sendiherrans er ekki síður mikilvægt en sendiherrans sjálfs. Við höfum reynt að halda í ræturnar, eigum heimili, börn og barnabörn hér á Íslandi og komum heim á hverju sumri." Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? "Þessu er erfitt að svara því það er svo margt ánægjulegt sem fylgir starfinu. En það er sennilega í fyrsta sæti að kynnast nýju fólki, framandi slóðum og menningu. Fyrst voru ferðalögin skemmtilegust en þau eru ekki efst á blaði núna get ég sagt þér. Ferðalög geta verið mjög erfið og lýjandi," segir Hjálmar og nýtur þess að halda kyrru fyrir á Íslandi í sumar.
Atvinna Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Fleiri fréttir Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Sjá meira