Skallinn sem hvarf 22. júní 2004 00:01 Kristján Hjálmarsson upplifði erfiða tíma þegar hárið fór að þynnast Ég er og hef lengi verið með há kollvik. Þau plaga mig ekki. En það gerði skallinn sem ég fékk einu sinni. Ég veit ekki hvað kom fyrir. Einn daginn var ég bara kominn með myndarlegt tungl á hnakkann og hárlausa rönd aftan við vinstra eyra. Ég vissi ekki af þessu hárleysi mínu fyrr en besti vinur minn benti mér á það. Í kjölfarið fylgdu andvökunætur og ég fann hvernig kvenhylli minni hrakaði dag frá degi. Þá voru góð ráð dýr. Tunglið stækkaði og stækkaði. Áðurnefndur vinur minn sýndi mér mikinn skilning og einstakan stuðning. Bjó til súlurit sem sýndi hlutfall hárs og skalla og sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggur fyrr en skallasúlan væri orðinn stærri en hin. Hárgreiðslumaðurinn sem ég fer yfirleitt til sýndi mér einnig mikinn stuðning -- klippti mig þannig að ég gat greitt yfir tunglið. Ég taldi sjálfum mér trú um að skallinn væri vel falinn. Svo reyndist hins vegar ekki vera. Þannig gekk lífið fyrir sig í nokkra mánuði og tunglið stækkaði og stækkaði. Í annað eða þriðja sinn sem ég fór til hárgreiðslumannsins sagði hann mér að það væri ekkert að hársverðinum. Ráðlagði mér því að leita til læknis sem ég og gerði. Læknirinn sýndi mér einnig mikinn stuðning. Skoðaði skallann og hló. Sagði að ég þyrfti sterakrem sem átti að bera á blettinn -- eins og að sá fræjum. Ég fór að ráðum læknisins og títtnefndur vinur minn líka. Hann vildi einnig fá að taka þátt í að græða landið. Og viti menn, að nokkrum vikum liðnum hvarf skallinn. Sjaldan eða aldrei hefur mér verið eins létt, og hárið vex sem aldrei fyrr að kollvikunum undanskildum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Kristján Hjálmarsson upplifði erfiða tíma þegar hárið fór að þynnast Ég er og hef lengi verið með há kollvik. Þau plaga mig ekki. En það gerði skallinn sem ég fékk einu sinni. Ég veit ekki hvað kom fyrir. Einn daginn var ég bara kominn með myndarlegt tungl á hnakkann og hárlausa rönd aftan við vinstra eyra. Ég vissi ekki af þessu hárleysi mínu fyrr en besti vinur minn benti mér á það. Í kjölfarið fylgdu andvökunætur og ég fann hvernig kvenhylli minni hrakaði dag frá degi. Þá voru góð ráð dýr. Tunglið stækkaði og stækkaði. Áðurnefndur vinur minn sýndi mér mikinn skilning og einstakan stuðning. Bjó til súlurit sem sýndi hlutfall hárs og skalla og sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggur fyrr en skallasúlan væri orðinn stærri en hin. Hárgreiðslumaðurinn sem ég fer yfirleitt til sýndi mér einnig mikinn stuðning -- klippti mig þannig að ég gat greitt yfir tunglið. Ég taldi sjálfum mér trú um að skallinn væri vel falinn. Svo reyndist hins vegar ekki vera. Þannig gekk lífið fyrir sig í nokkra mánuði og tunglið stækkaði og stækkaði. Í annað eða þriðja sinn sem ég fór til hárgreiðslumannsins sagði hann mér að það væri ekkert að hársverðinum. Ráðlagði mér því að leita til læknis sem ég og gerði. Læknirinn sýndi mér einnig mikinn stuðning. Skoðaði skallann og hló. Sagði að ég þyrfti sterakrem sem átti að bera á blettinn -- eins og að sá fræjum. Ég fór að ráðum læknisins og títtnefndur vinur minn líka. Hann vildi einnig fá að taka þátt í að græða landið. Og viti menn, að nokkrum vikum liðnum hvarf skallinn. Sjaldan eða aldrei hefur mér verið eins létt, og hárið vex sem aldrei fyrr að kollvikunum undanskildum.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun