Frjósemi og flókin ættarmót 15. júní 2004 00:01 Þóra Karítas skemmti sér með ættingjum um helgina Ég komst að því um helgina að forfeður vorir og formæður notuðust lítt við getnaðarvarnir. Ég varð fyrir þessari miklu hugljómun þegar ég var stödd á ættarmóti í Þingeyjarsýslu og sá að hin mikla frjósemi forfeðra minna fæddi af sér flókna samkomu. Ljósmyndir af elstu kynslóðinni, sem blöstu við í anddyrinu, björguðu þó því sem bjargað varð. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir til að átta sig á tengslum við ókunnug ættmenni gekk ég einfaldlega beint að myndunum á borðinu og fékk viðkomandi til að benda á þann sem sá hinn sami væri runnin undan. Við myndaborðið var spáð og spekúlerað í fortíðinni, þeir eldri sögðu hinum yngri sögur og þarna náði ég í fyrsta skipti almennilega að átta mig á systkinafjölda langömmu minnar. Mitt í vel heppnuðum skyldmennafögnuðinum varð mér hugsað til ungdómsins í dag sem stuðlar að einfaldari ættarmótum framtíðarinnar með því að verjast getnaði með ýmsum leiðum og eignast í mesta lagi tvö til þrjú börn. Svo fékk ég bakþanka. Því í dag eiga flestir í staðinn tvo til þrjá eiginmenn með tilheyrandi stjúpforeldra- og hálfsystkinaflækjum. Langamma mín átti átta alsystkini og því hafði ég nóg með að reyna að læra nöfnin á þeim fjöldamörgu í mínum ættbálk sem tilheyra flstöll fortíðinni og hafa á mismunand stað á ferlinum öðlast forskeytið lang-eitthvað. Fljótlega sá ég þó að þetta var einungis byrjunin og við tóku allir afkomendurnir sem enn eru á lífi, allt niður í börn sem áttu bæði langa-langa-langafa og langa-langa-langömmu. Verst gekk mér að tengja saman ný nöfn við ný andlit. Það getur reynst afspyrnu erfitt að þekkja Palla frænda frá Pálu frænku þar sem þau eru náskyld og því frekar lík. Í lokin var ég komin á það að bregða bara á sama ráð og ónefndur ættingi sem til að einfalda málið kallaði bara alla á ættarmótinu Jóhönnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Þóra Karítas skemmti sér með ættingjum um helgina Ég komst að því um helgina að forfeður vorir og formæður notuðust lítt við getnaðarvarnir. Ég varð fyrir þessari miklu hugljómun þegar ég var stödd á ættarmóti í Þingeyjarsýslu og sá að hin mikla frjósemi forfeðra minna fæddi af sér flókna samkomu. Ljósmyndir af elstu kynslóðinni, sem blöstu við í anddyrinu, björguðu þó því sem bjargað varð. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir til að átta sig á tengslum við ókunnug ættmenni gekk ég einfaldlega beint að myndunum á borðinu og fékk viðkomandi til að benda á þann sem sá hinn sami væri runnin undan. Við myndaborðið var spáð og spekúlerað í fortíðinni, þeir eldri sögðu hinum yngri sögur og þarna náði ég í fyrsta skipti almennilega að átta mig á systkinafjölda langömmu minnar. Mitt í vel heppnuðum skyldmennafögnuðinum varð mér hugsað til ungdómsins í dag sem stuðlar að einfaldari ættarmótum framtíðarinnar með því að verjast getnaði með ýmsum leiðum og eignast í mesta lagi tvö til þrjú börn. Svo fékk ég bakþanka. Því í dag eiga flestir í staðinn tvo til þrjá eiginmenn með tilheyrandi stjúpforeldra- og hálfsystkinaflækjum. Langamma mín átti átta alsystkini og því hafði ég nóg með að reyna að læra nöfnin á þeim fjöldamörgu í mínum ættbálk sem tilheyra flstöll fortíðinni og hafa á mismunand stað á ferlinum öðlast forskeytið lang-eitthvað. Fljótlega sá ég þó að þetta var einungis byrjunin og við tóku allir afkomendurnir sem enn eru á lífi, allt niður í börn sem áttu bæði langa-langa-langafa og langa-langa-langömmu. Verst gekk mér að tengja saman ný nöfn við ný andlit. Það getur reynst afspyrnu erfitt að þekkja Palla frænda frá Pálu frænku þar sem þau eru náskyld og því frekar lík. Í lokin var ég komin á það að bregða bara á sama ráð og ónefndur ættingi sem til að einfalda málið kallaði bara alla á ættarmótinu Jóhönnu.
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun