Hver þarf tungu þegar vélar tala? 14. júní 2004 00:01 Freyr Bjarnason veltir fyrir sér framtíðarhorfum mannkyns Stór hluti vinnandi fólks situr fyrir framan tölvuna sína allan daginn og pikkar eitthvað inn, átta tíma á dag, fimm daga vikunnar. Stærstur hluti þessa fólks sendir tölvupóst og SMS mörgum sinnum á dag. Þegar heim er komið kveikir meirihlutinn á sjónvarpinu og slappar af í sófanum eftir erfiðan vinnudag. Síðan leggjast menn í rúmið örþreyttir og sofna án þess að hafa sagt nokkuð að ráði um kvöldið og jafnvel allan daginn. Í vinnunni fyrir skömmu fékk ég tölvupóst frá kollega mínum utan úr bæ og sendi hann áfram á vinnufélaga minn sem situr rétt hjá mér. Hann sendi mér svarpóst til baka og ég hélt síðan áfram að pikka. Ég skoðaði svarið, fór svo og fékk mér kaffi. Á leiðinni til baka horfði ég í augu vinnufélagans en hann horfði ekki til baka heldur hélt áfram að stara á skjáinn eins og við hefðum aldrei átt þessi samskipti nokkrum mínútum áður. Kinkaði ekki einu sinni kolli. Við þetta rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds og ég fór að hugsa: Er ekki miklu auðveldara en maður heldur að ganga í gegnum heilan dag og jafnvel heilu vikurnar án þess að þurfa að segja nokkurn skapaðan hlut? Láta bara vélarnar tala fyrir sig? Lífverur þróast í takt við umhverfi sitt. Ímyndið ykkur ef við færum smám saman að taka á okkur nýja mynd og tungur og eyru yrðu óþarfa hlutir hjá mannfólki framtíðarinnar. Þegar svo víða er hægt að hafa samskipti án þess að horfast í augu og opna á sér munninn er aldrei að vita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Freyr Bjarnason veltir fyrir sér framtíðarhorfum mannkyns Stór hluti vinnandi fólks situr fyrir framan tölvuna sína allan daginn og pikkar eitthvað inn, átta tíma á dag, fimm daga vikunnar. Stærstur hluti þessa fólks sendir tölvupóst og SMS mörgum sinnum á dag. Þegar heim er komið kveikir meirihlutinn á sjónvarpinu og slappar af í sófanum eftir erfiðan vinnudag. Síðan leggjast menn í rúmið örþreyttir og sofna án þess að hafa sagt nokkuð að ráði um kvöldið og jafnvel allan daginn. Í vinnunni fyrir skömmu fékk ég tölvupóst frá kollega mínum utan úr bæ og sendi hann áfram á vinnufélaga minn sem situr rétt hjá mér. Hann sendi mér svarpóst til baka og ég hélt síðan áfram að pikka. Ég skoðaði svarið, fór svo og fékk mér kaffi. Á leiðinni til baka horfði ég í augu vinnufélagans en hann horfði ekki til baka heldur hélt áfram að stara á skjáinn eins og við hefðum aldrei átt þessi samskipti nokkrum mínútum áður. Kinkaði ekki einu sinni kolli. Við þetta rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds og ég fór að hugsa: Er ekki miklu auðveldara en maður heldur að ganga í gegnum heilan dag og jafnvel heilu vikurnar án þess að þurfa að segja nokkurn skapaðan hlut? Láta bara vélarnar tala fyrir sig? Lífverur þróast í takt við umhverfi sitt. Ímyndið ykkur ef við færum smám saman að taka á okkur nýja mynd og tungur og eyru yrðu óþarfa hlutir hjá mannfólki framtíðarinnar. Þegar svo víða er hægt að hafa samskipti án þess að horfast í augu og opna á sér munninn er aldrei að vita.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun