Hildur ráðin forstjóri Advania Hildur Einarsdóttir er nýr forstjóri Advania á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Ægi Má Þórissyni, sem gegnt hefur starfinu í tæp tíu ár en tekur nú við lykilhlutverki í framkvæmdastjórn Advania-samstæðunnar. Viðskipti innlent 26.2.2025 09:20
Atvinnuleysi eykst Í janúar 2025 voru 11.300 atvinnulausir samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra var 4,8 prósent, sem er aukning um heila prósentu milli mánaða. Viðskipti innlent 26.2.2025 09:14
Skipti í brúnni hjá Indó Tryggvi Björn Davíðsson er nýr framkvæmdastjóri sparisjóðsins Indó. Hann er annar stofnenda Indó. Hinn stofnandinn, Haukur Skúlason, lætur af starfi framkvæmdastjóra en mun taka að sér ráðgjafastörf fyrir stjórn fyrirtækisins. Viðskipti innlent 25.2.2025 15:22
Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur birt drög að frumvarpi um áframhaldandi stuðning til einkarekinna fjölmiðla í samráðsgátt. Frumvarpið er til eins árs og mælir fyrir um óbreytt fyrirkomulag, fyrir utan lækkun á þaki styrkja til þeirra sem mest fá. Viðskipti innlent 24.2.2025 14:10
E. coli í frönskum osti Ein framleiðslulota af franska blámygluostinum Morbier Tradition Émotion hefur verið innkölluð vegna gruns um að í henni sé að finna E. coli bakteríuna. Neytendur 24.2.2025 11:55
Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa ákveðið að efna til nýrrar loðnuleitar, þeirrar fjórðu frá áramótum. Þetta er sérstök aukaleit í von um að finna meiri loðnu og verður lagt af stað á tveimur skipum frá Austfjarðahöfnum strax í kvöld. Viðskipti innlent 24.2.2025 11:39
Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Fjölmiðlanefnd hefur slegið á fingur Árvakurs, fjölmiðlaveitu Morgunblaðsins og tengdra miðla, fyrir að birta áfengisauglýsingu á Mbl.is. Um var að ræða lítið merki bjórsins Tuborg Guld á auglýsingu fyrir tónleika Skálmaldar, sem starfsmaður Árvakurs hafði ekki séð. Fjölmiðlanefnd ákvað að beita ekki sektarheimild í málinu. Neytendur 24.2.2025 11:08
Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical André Rocha hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical, móðurfélags Össurar og fleiri leiðandi félaga á alþjóða heilbrigðistæknimarkaðnum. Viðskipti innlent 24.2.2025 10:58
Stytta skammarkrókinn til muna Forsvarsmenn World Class hafa stytt skráningarbann í hóptíma í líkamsræktarstöðvum fyrirtækisins verulega. Bannið nær nú til þriggja daga en var áður átta dagar. Neytendur 24.2.2025 10:48
Gjaldþrota meðhöndlari Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson meðhöndlari, sem var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sex konum, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp úrskurð þess efnis þann 4. febrúar síðastliðinn. Viðskipti innlent 24.2.2025 10:42
Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Auðunn Þór Sólberg Björgvinsson hefur tekið við stöðu viðskiptastjóra hjá Reitum og mun sinna fjölbreyttum verkefnum sem styðja við stefnu og markmið félagsins, meðal annars um framúrskarandi rekstur og bætta upplifun viðskiptavina. Auðunn mun sinna tilboðs- og leigusamningargerð við nýja og núverandi leigutaka, og að viðhalda og styrkja viðskiptasambönd félagsins. Viðskipti innlent 24.2.2025 09:50
Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Stófelld uppbygging gagnavera sem erlend fyrirtæki stefna að í Finnlandi er ólíkleg til þess að skila landinu miklum efnahagslegum ávinningi og er mengandi, að mati þarlends sérfræðings. Nokkur af stærstu gagnaverunum á Íslandi eru nú í eigu erlendra aðila. Viðskipti erlent 24.2.2025 09:17
Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Elín Hjálmsdóttir hefur verið ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu. Viðskipti innlent 24.2.2025 08:58
30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ „Ég var lengi á biðlista að fá að bera út Moggann og fékk það starf loksins tólf ára,“ segir Hrafnhildur Jónsdóttir, betur þekkt sem Krumma. Að minnsta kosti af Frökkunum því í Frakklandi hefur hún búið í þrjátíu ár. Atvinnulíf 24.2.2025 07:04
Bobbingastaður í bobba Fyrirtækið Hooters of America, sem rekur veitingastaðakeðjuna Hooters, er sagt vinna með lánadrottnum að því að lýsa yfir gjaldþroti á næstu mánuðum. Viðskipti erlent 23.2.2025 21:14
„Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ „Að öllu óbreyttu, þ.e.a.s. ef ekki verður gefinn út viðbótarkvóti er minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka,“ segir í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar um loðnuveiðar sem hafa farið fram síðan atvinnuvegaráðherra gaf út kvóta síðastliðinn fimmtudag. Viðskipti innlent 23.2.2025 13:34
Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin, kölluð saloon. Þar komu saman laganna verðir og glæpamennirnir og þar var rakarinn oft að vinna,“ segir Jón Aðalsteinn Sveinsson, betur þekktur sem Nonni í Quest. Atvinnulíf 23.2.2025 08:00
Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Kona sem fór í fegrunaraðgerð til að losna við svokallaðan „fýlusvip“ en sá ekki mun á andliti sínu eftir aðgerðina fær ekki endurgreitt. Þetta er niðurstaða Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Neytendur 22.2.2025 11:51
Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að afturkalla áform um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu og hefja frekari skoðun málsins. Viðskipti innlent 22.2.2025 10:39
Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Með svefnstyggan eiginmann læðist Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nox á Íslandi, fram úr tvisvar í viku fyrir ræktina en gæðastundin sem hún sá fyrir sér að yrði síðan með dótturinni í bílnum alla morgna, hefur hún lært að snúist meira um aukasvefn fyrir menntaskólanemann. Atvinnulíf 22.2.2025 10:02
Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Farþegi um borð í Airbus-flugvél Icelandair, sem gat ekki lent í Osló vegna þoku og endaði í Stokkhólmi í morgun, er ekki sáttur með vinnubrögð flugfélagsins. Litlar upplýsingar hafi fengist frá félaginu, farþegar séu settir í óþægilega stöðu og verði bæði af peningum og tíma. Neytendur 21.2.2025 21:53
Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Stjórn Landsvirkjunar samþykkti á fundi sínum fyrr í dag að kaupa þrjár lóðir austast á Bústaðavegi í Reykjavík, með það í huga að þar rísi næstu höfuðstöðvar orkufyrirtækis þjóðarinnar. Kaupverðið er 1,3 milljarðar króna. Viðskipti innlent 21.2.2025 16:49
Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Landsbankinn og eftirlitið hafa gert sátt um tiltekin skilyrði fyrir samruna félaganna tveggja. Viðskipti innlent 21.2.2025 16:16
Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Landsvirkjun, sem er að öllu leyti í eigu ríkisins, hagnaðist um 41,5 milljarða króna í fyrra og hyggst greiða eiganda sínum 25 milljarða króna í arð. Fyrirtækið mun þá hafa greitt eiganda sínum níutíu milljarða króna í arð á árunum 2021 til 2024. Viðskipti innlent 21.2.2025 14:27