Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Loðnumælingar gefa ekki á­stæðu til bjart­sýni

Bráðabirgðaniðurstöður bergmálsmælinga Hafrannsóknarstofnunar sýna að heildarmagn fullorðinnar loðnu sem myndar veiðistofn vertíðarinnar, er aðeins um tveir þriðju þess sem mældist í september 2024. Það er því fyrirséð að þessar mælingar sem lokið er við nægja ekki til að breyta fyrri ráðgjöf um að engar veiðar verði leyfðar veturinn 2024/2025.

Viðskipti innlent


Fréttamynd

Ari nýr tækni­stjóri

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Tern Systems hefur gengið frá ráðningu Ara Guðfinnssonar í starf tæknistjóra til að leiða nýtt tæknisvið innan fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn deila Musk og Altman

Elon Musk og Sam Altman, forstjóri OpenAI sem gerir út ChatGPT, eru enn að deila. Altman sakaði Musk um að segja ósatt eftir að Musk hélt því fram að nýtt fyrirtæki sem á að reisa gagnaver fyrir gervigreind OpenAI skorti fjármagn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Inn­kalla brauð vegna brots úr peru

Myllan hefur ákveðið með tilliti til neytendaverndar og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að innkalla heil Heimilisbrauð 770 grömm með best fyrir 27.01.2025 vegna aðskotahlutar sem sást á röntgenmyndum við hefðbundið gæðaeftirlit. Mögulega er um að ræða brot úr peru.

Neytendur
Fréttamynd

MrBeast gerir til­boð í TikTok

YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ís­lands­banki og VÍS skrifa undir sam­starfs­samning

Íslandsbanki og VÍS skrifuðu í dag undir samstarfssamning. Rauði þráðurinn í samstarfinu er að viðskiptavinir, sem eru í viðskiptum við bæði félög, njóta sérstaks ávinnings í vildarkerfum beggja félaga og eiga að njóta betri kjara og fríðinda. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu.

Neytendur
Fréttamynd

„Svarið er ein­fald­lega: Svona höfum við alltaf gert þetta“

„Í fyrsta lagi eru allt of margir starfsmenn að vinna fyrir hið opinbera, sem síðan eru með meiri hlunnindi en aðrir og þó á sambærilegum launum. Auðvitað eru margir í afar mikilvægum störfum en það þarf að fara að hugsa hlutina frá grunni og endurskipuleggja reksturinn“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Prís.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Kaffi Kjós til sölu

Kaffi Kjós við Meðalfellsveg er til sölu. Kaffihúsið hefur verið rekið frá árinu 1998 og eigendur segja samfélagið á svæðinu vona að veitingarekstur haldi þar áfram.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tóm­hentur frá Strass­borg

Íslenska ríkið var í dag sýknað af öllum kröfum Birkis Kristinssonar, fyrrverandi knattspyrnumanns og viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis, í BK-44 málinu svokallaða fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, fer hins vegar ekki tómhentur frá Strassborg.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Karen inn fyrir Þórarin

Karen Áslaug Vignisdóttir hefur verið sett aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu hjá Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram á vef bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Af­koma Arion lengst yfir spám greinenda

Drög að uppgjöri Arion banka fyrir fjórða ársfjórðung 2024 liggja nú fyrir og samkvæmt þeim er afkoma fjórðungsins um 8,3 milljarðar króna, sem leiðir til 13,2 prósenta arðsemi eiginfjár á árinu 2024. Afkoma fjórðungsins er um 28 prósentum yfir meðaltalsspá greiningaraðila.

Viðskipti innlent