Viðskipti innlent

Tvær hópuppsagnir í ágúst
Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í ágúst þar sem 65 starfsmönnum var sagt upp störfum.

Netárás skýri truflanir á þjónustu SaltPay
Fjármálafyrirtækið SaltPay segir að síðdegis í dag hafi verið gerð tölvuárás á fyrirtækið sem varð til þess að talsverðar truflanir hafa orðið á þjónustufyrirtækisins. Þetta segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Ingvar hættur hjá Orkuveitunni
Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitu Reykjavíkur til síðustu tíu ára, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitunni.

Telur galið að stóru fjölmiðlarnir fái ríkisstyrki
Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Vodafone og Stöð 2 segir að sér finnist það galið að fyrirtæki á borð við Sýn og Árvakur, sem reki stóra fjölmiðla, njóti sérstaks ríkisstuðnings. Taka þurfi á fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði og erlendra aðila sem starfi samkvæmt öðrum leikreglum en innlend fyrirtæki á auglýsingamarkaði.

Ráðin sérfræðingar hjá Expectus
Giovanna Steinvör Cuda, Hafdís Mist Bergsteinsdóttir og Ottó Rafn Halldórsson hafa verið ráðin sérfræðingar hjá ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækinu Expectus.

Magnús reyndist sannspár og áskriftin að Viaplay hækkar um 69 prósent
Viaplay hefur hækkað verðið á heildarpakka sínum úr 1.599 krónum í 2.699 krónur og nemur hækkunin 69 prósentum. Í tilkynningu Viaplay til viðskiptavina sinna kemur fram að aukið framboð á efni þýði að verð á áskrift komi til með að hækka. Viaplay býður einnig upp á ódýrari áskriftarleið sem inniheldur ekki íþróttaefni.

Arion hækkar vexti eftir ákvörðun Seðlabankans
Inn- og útlánavextir hjá Arionbanka hækka í dag eftir að Seðlabankinn hækkaði nýlega stýrivexti. Bankinn er annar stóru bankanna sem hækkar vexti í kjölfar stýrivaxtahækkunarinnar en Landsbankinn reið á vaðið í fyrradag.

FÍ og Heimsferðir leggja fram nýjar tillögur til að greiða fyrir samruna
Ferðaskrifstofa Íslands hefur afturkallað samrunatilkynningu sína er varðar fyrirhuguð kaup á Heimsferðum. Samkeppniseftirlitið hefur haft mögulegan samruna til rannsóknar en lætur nú málinu lokið.

Selja hlut sinn í P/F Magn fyrir tíu milljarða króna
Stjórn Skeljungs tekið ákvörðun um að hefja einkaviðræður við Sp/f Orkufelagið um sölu á öllu hlutafé í P/F Magn, dótturfélagi Skeljungs á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs Sp/f Orkufelagið.

N1, Olís, Sky Lagoon og KFC vinsæl meðal handhafa ferðagjafarinnar
Alls hafa 128.892 Íslendingar sótt svokallaða ferðagjöf en 85.079 hafa verið notaðar og 70.778 fullnýttar. Samkvæmt mælaborði ferðaþjónustunnar nemur upphæð notaðra gjafa 411 milljónum króna.

Tap Sýnar tvöfaldaðist á öðrum ársfjórðungi
Sýn tapaði 117 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 60 milljónir á sama tímabili í fyrra. Ef horft er til fyrri helmings 2021 dregst tap saman milli ára og fer úr 410 milljónum í 348 milljónir.

Pétur Jakob Pétursson ráðinn til HPP, prótínverksmiðju Héðins
Pétur Jakob Pétursson hefur verið ráðinn markaðs- og sölustjóri hjá HPP, en HPP er háþróuð prótínverksmiðja sem hönnuð var frá grunni og smíðuð hjá Héðni. Með HPP geta sjávarútvegsfyrirtæki fullnýtt aflann hundrað prósent með framleiðslu á lýsi og fiskmjöli, jafnt á landi sem um borð í skipum.

Karl Eskil ráðinn til að stýra heimasíðu og miðlum Samherja
Karl Eskil Pálsson fjölmiðlamaður hefur verið ráðinn til Samherja og mun hann miðla fréttum á heimasíðu og samfélagsmiðlum félagsins, auk þess sem hann mun sinna innri vef Samherja þar sem upplýsingum og fræðsluefni er komið til starfsfólks.

Ársreikningum skilað fyrr og betur
Alls hafði 16.290 ársreikningum verið skilað til ársreikningaskrár fyrir reikningsárið 2020 á fimmtudaginn í síðustu viku. Á sama tíma á síðasta ári hafði 15.504 ársreikningum skilað til ársreikningaskrár og jafngildir þetta því fjölgun á skiluðum ársreikningum um fimm prósent milli ára.

Grímuskyldan afnumin í Bónus
Frá og með deginum í dag verður ekki grímuskylda í verslunum Bónus. Framkvæmdastjóri Bónus segist finna fyrir mikilli grímuþreytu meðal almennings.

Aríel tekur við formennsku í Sjómannadagsráði
Aríel Pétursson, varaformaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins frá síðasta aðalfundi sem fram fór í vor, tók í dag við formennsku í ráðinu af Hálfdani Henrýssyni. Hálfdán hefur starfað með Sjómannadagsráði óslitið í 34 ár.

Einbeita sér að áfangastöðum þar sem eftirspurn er sterk
Icelandair mun fljúga til 25 áfangastaða í vetraráætlun flugfélagsins sem nær frá 1. október til 31. mars. Félagið gerir hlé á flugi áfangastaða á borð við Helsinki og Glasgow þar sem eftirspurn hefur ekki náð sér á strik.

Bein útsending: Ársfjórðungsuppgjör Play
Play mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan 8:30.

Krónan afnemur grímuskyldu
Krónan mun afnema grímuskyldu í verslunum sínum á morgun, 1. september. Telja forsvarsmenn keðjunnar að viðskiptavinum og starfsfólki sé nú treystandi til að meta sjálft hvort þörf sé á grímu.

Sjóðsstaða sterkari en áætlað var þrátt fyrir fjórðu bylgjuna
Handbært fé frá rekstri flugfélagsins Play er meira en áætlanir gerðu ráð fyrir eftir fyrri árshelming. Þá er sjóðsstaða sterkari og eftirspurn eftir flugi sögð vaxandi.

Landsbankinn ríður á vaðið og hækkar vexti
Landsbankinn hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,20 prósentustig. Tæp vika er liðin frá stýrivaxtahækkun Seðlabankans og er Landsbankinn fyrstur stóru viðskiptabankanna til að tilkynna vaxtabreytingar í kjölfarið.

Frosti nýr framkvæmdastjóri Olís
Frosti Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Olíuverzlunar Íslands ehf. og mun hefja störf föstudaginn 3. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum.

Nýjasta leik CCP tekið vel í Kína
Á þremur vikum hafa þrjár milljónir manna spilað nýjasta leik CCP í Kína. Fyrirtækið segir viðtökurnar við símaleiknum EVE Echoes frábærar.

Ragnheiður Erlingsdóttir nýr framkvæmdastjóri Zik Zak
Ragnheiður Erlingsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Zik Zak. Hún tekur við starfinu af Skúla Malmquist, sem var ráðinn framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins í júlí.

Ráðinn framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga
Gunnar Örn Petersen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga. Hann tekur við starfinu af Elíasi Blöndal Guðjónssyni.

Makrílafli innan lögsögu Íslands dregist verulega saman í sumar
Makrílstofninn í Norðaustur-Atlantshafi mælist nærri sextíu prósentum minni en í fyrra og hefur ekki mælst minni í áratug. Makrílafli innan lögsögu Íslands hefur einnig snarminnkað í sumar og hafa útgerðir þurft að sækja megnið af makrílnum alla leið í Smuguna.

Samningar lausir og framhaldið velti á umbótum hjá KSÍ
Icelandair fundaði með forsvarsfólki Knattspyrnusambands Íslands í dag um stöðu mála innan sambandsins. Samningar milli Icelandair og KSÍ eru nú lausir en Icelandair segir að sambandið verði að sýna fram á áætlun um umbætur áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi samstarf.

Stuðningsaðili óskar eftir samtali við KSÍ vegna frétta síðustu daga
Coca-Cola á Íslandi, CCEP, hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu Knattspyrnusambands Íslands í íslensku samfélagi í kjölfar frétta síðustu daga. Hefur félagið í bréfi óskað eftir samtali við fulltrúa KSÍ um málið.

Ráðinn viðskiptaþróunarstjóri hjá Datera
Datera hefur ráðið til sín Hjalta Má Einarsson sem viðskiptaþróunarstjóra og hefur hann þegar hafið störf.

Kafaði ofan í hvað einkenni ferðir Íslendinga til Kanarí
„Það er alveg skýrt að fyrir Íslendinga hefur Kanarí fyrst og fremst aðdráttarafl vegna sólarinnar og strandanna. Það er miklu minni áhugi á menningartengdri ferðaþjónustu og söfnin, heldur en ég hafði fyrirfram gert ráð fyrir.“