Viðskipti erlent

Störfum fjölgar að nýju í Danmörku

Störfum fer nú fjölgandi að nýju í Danmörku. Samkvæmt upplýsingum sem Dansk Jobindex og Danske Bank hafa unnið í sameiningu voru 14.600 ný atvinnutilboð lögð fram á netið í júlímánuði. Er þetta 1.000 fleiri störf en mánuðinn áður og mesti fjöldi nýrra starfa síðan í janúar 2009.

Viðskipti erlent

Bandaríkjadalur fellur

Bandarískur dalur hefur veikst um 0,97% gagnvart íslensku krónunni það sem af er degi. Erlendir fjölmiðlar segja að hann sé í frjálsu falli þessa stundina. Til að mynda hefur breska pundið styrkst gagnvart bandaríkjadal og hefur ekki verið eins sterkt gagnvart honum síðan í febrúar.

Viðskipti erlent

Metsala á Audi bifreiðum

Audi bílaverksmiðjurnar seldu 554 939 bíla á fyrri helmingi ársins miðað við 465 804 á fyrri helmingi síðasta ár. Salan á fyrri helmingi ársins er meiri en á metárinu 2008, segir í frétt á norska viðskiptavefnum e24.no.

Viðskipti erlent

Heimsins versta starf er laust

Olíufélagið BP auglýsir um þessar mundir starf talsmanns fyrirtækisins laust til umsóknar. Talsmaðurinn á að sjá um tengsl fyrirtækisins við fjölmiðla, en fyrirtækið varð fyrir miklum álitshnekki þegar að olíupallur í Mexíkóflóa gaf sig með þeim afleiðingum að úr varð gifurlegt umhverfisslys. CNN kallar starfið sem nú er verið að auglýsa, versta starf í heimi.

Viðskipti erlent

Big Mac dýrastur á Norðurlöndunum

Það er dýrast að kaupa Big Mac hamborgara á Norðurlöndunum samkvæmt nýrri Big Mac vísitölu. Með vísitölunni er verð á Bic Mac hamborgurum borið saman þvert á landamæri. Samkvæmt henni kostar Bic Mac í Noregi 7,20 bandaríkjadali. Í Bandaríkjunum kostar samskonar borgari einungis 3,73 dali.

Viðskipti erlent

Disney seldi Miramax fyrir 79 milljarða

Walt Disney hefur selt Miramax kvikmyndaverið fyrir 660 milljónir dala, eða sem nemur 79 milljörðum íslenskra króna. Salan hefur átt sér töluvert langan aðdraganda enda ljóst að um áhrifamikið fyrirtæki á þessu sviði er að ræða. Fjölmargir höfðu áhuga á að eignast fyrirtækið þar á meðal Harvey og Bob Weinstein en þeir stofnuðu það upphaflega fyrir 31 ári síðan.

Viðskipti erlent

Microsoft leitar að svari við iPad

Steve Balmer, forstjóri Microsoft, segir að það sé forgangsatriði hjá fyrirtækinu að hanna búnað sem geti verið svar framleiðandans við Apple iPad. Balmer sagði á ráðstefnu í Seattle á dögunum að Microsoft ynni að því með fyrirtækjum á borð við HP, Lenovo, Asus, Dell og Toshiba að hanna tölvu með sömu eiginleikum og iPad. Það var breska blaðið Telegraph sem greindi frá þessu.

Viðskipti erlent

Nýtt olíuævintýri mögulega í uppsiglingu í Danmörku

Norska olíufélagið Noreco er tilbúið að eyða um 100 milljörðum kr. í að rannsaka nýtt mögulegt olíuvinnslusvæði í Norðursjó skammt undan ströndum Vestur-Jótlands. Finnist olía á þessu svæði í því magni sem Noreco telur þar vera yrðu það kærkomnar fréttir fyrir Dani.

Viðskipti erlent

Gott uppgjör hjá Deutsche Bank

Deutsche Bank skilaði góðu uppgjöri fyrir annan ársfjórðung ársins en hreinn hagnaður bankans á tímabilinu nam 1,2 milljarði evra eða tæplega 190 milljörðum kr. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður bankans 1,1 milljarði kr.

Viðskipti erlent