Viðskipti erlent

Hamborgarar gáfu vel af sér

Hagnaður McDonald's hamborgarakeðjunnar jókst á þriðja ársfjórðungi. Ástæðan er rakin til breytinga á matseðli McDonalds í Bandaríkjunum og lengri opnunartíma í Evrópu.

Viðskipti erlent

Skorið niður hjá hirð drottningar

Elísabet II, drottning Breta, má sætta sig við frystingu launa á næsta ári og árið 2012 er gert ráð fyrir að framlög breska ríkisins til hirðarinnar allrar verði skorin niður um 14% árið eftir. Þetta kemur fram á norska viðskiptavefnum e24.

Viðskipti erlent

Mesta eignaaukning hjá vogunarsjóðum í þrjú ár

Á þriðja ársfjórðungi ársins hafa vogunarsjóðir séð fram á mestu aukningu á eignum undir þeirra stjórn á síðustu þremur árum. Að meðaltali jukust eignir vogunarsjóða heimsins um rúm 5% á ársfjórðungnum. Í heildina nemur aukningin 120 milljörðum dollara eða ríflega 13.000 milljörðum kr.

Viðskipti erlent

SFO hefur lokið rannsókn á JJB Sports og Sports Direct

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar eða Serious Fraud Office (SFO) hefur lokið rannsókn sinni á viðskiptum JJB Sports og Sports Direct. SFO ákvað að gefa ekki út ákærur en segir í tilkynningu að rannsókn á einstaklingum sem tengdust þessum viðskiptum og fyrirtækjum haldi áfram.

Viðskipti erlent

Ríkasti maður Indlands fluttur í hús á 27 hæðum

Mukesh Ambani, ríkasti maður Indlands, flutti í dag nýtt hús ásamt fjölskyldu sinni. Ekki er um hefðbundið einbýlishús að ræða því nýja húsið er á 27 hæðum og á þakinu er ekki einn heldur þrír þyrlupallar. Húsið er metið á 630 milljónir punda eða jafnvirði um 111 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent

Abba-stjarna í stríði við kínverskt heilsuhæli

Abba-stjarnan Anni-Frid Reuss á nú í stríði við kínverskt qigong heilsuhæli á Skáni. Anni-Frid telur að heilsuhælið skuldi sér rúmlega 900 milljónir kr. sem hún hafi lánað heilsuhælinu. Forstjóri hælisins segir hinsvegar að um fjárfestingu sé að ræða en ekki lán.

Viðskipti erlent

Vopna- og olíusölumilljarðar streyma gegnum Danmörku

Flóknar skattareglur gera það að verkum að það er ódýrara fyrir félag á Nýja Sjálandi að eiga fyrirtæki í Kanada ef fjárstreymið liggur í gegnum eignarhaldsfélag í Danmörku. Milljarðar danskra kr. m.a. frá vopna- og olíusölu streyma gegnum Danmörku þegar alþjóðleg stórfyrirtæki fjárfesta um allan heim.

Viðskipti erlent

EQT missti af lestinni í Pandóru veislunni dönsku

Hætt er við að stjórnendur sænska fjárfestingarsjóðsins EQT séu með rauð eyru þessa dagana. Danskir fjölmiðlar hafa rifjað það upp að árið 2008 hafði EQT nær lokið við að kaupa meirihlutann í skartgripaframleiðandanum Pandóru en hættu við á síðustu stundu. Í staðinn seldi EQT alla forvinnu sína við kaupin til fjárfestingarsjóðsins Axcel.

Viðskipti erlent

James Bond líklega að skipta um eiganda

Kvikmyndaverið Lions Gate hefur lagt fram tilboð í MGM en þess hefur lengi verið vænst að þessi tvö stærstu kvikmyndaver í Hollywood myndu sameinast. MGM á nú í miklum fjárhagserfiðleikum og rambar á barmi gjaldþrots.

Viðskipti erlent