Handbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“

Elín Klara Þorkelsdóttir spilaði afar vel þegar Haukar lögðu Hazena Kynzvart að velli, 27-22, í seinni rimmu liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta að Ásvöllum í dag. Elín Klara var allt í senn svekkt, stolt og sátt að leik loknum. 

Handbolti
Fréttamynd

„Frammi­staða á alþjóðamælikvarða“

Valur sigraði tékkneska liðið Slavia Prag með sjö mörkum í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta.Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að sjö marka sigur hafi komið á óvart og var í skýjunum með varnarleik liðsins í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Vals­konur skrefi nær undan­úr­slitum

Valskonur eru einu skrefi nær undanúrslitum í Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta eftir sjö marka sigur, 28-21, á tékkneska liðinu Slavia Prag í N1-höllinni í dag.Valskonur byrjuðu af krafti og voru samstilltar og agaðar í varnarleiknum. Tékkarnir áttu í erfiðleikum með að brjóta vörn þeirra á bak aftur og það tók gestina rúmar sjö mínútur að skora fyrsta markið.

Handbolti
Fréttamynd

Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina

Það verður stór dagur í KA-heimilinu í dag þegar stelpurnar í KA/Þór taka á móti deildarmeistaratitlinum í Grill 66 deild kvenna í handbolta. Norðanmenn ætla nefnilega líka að heiðra mikla hetju í leiðinni.

Handbolti
Fréttamynd

„Vissi ekki hvað þessi sárs­auki þýddi“

„Ég er mjög þakklátur fyrir að þetta hafi ekki verið verra því ég vissi ekki hvað ég var að fara út í þegar þessi sársauki helltist yfir mig,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, sem meiddist í fyrrakvöld í mikilvægum slag í Meistaradeild Evrópu.

Handbolti
Fréttamynd

Gríðar­leg spenna á toppnum

Þegar aðeins einn leikur er eftir í 18. umferð Olís deild karla í handbolta er gríðarleg spenna á toppi sem og botni. Íslandsmeistarar FH eru með 27 stig líkt og Fram, Valur með stigi minna á meðan Afturelding er með 25 stig.

Handbolti
Fréttamynd

Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann

Orri Freyr Þorkelsson átti frábæran leik í liði Sporting sem mátti þola eins marks tap gegn Íslendingaliði Veszprém í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta. Dómari leiksins stal hins vegar fyrirsögnunum en það leið yfir hann í fyrri hálfleik leiksins.

Handbolti
Fréttamynd

Kennir sjálfum sér um ó­farir Gísla

Bennet Wiegert, þjálfari þýska handboltafélagsins Magdeburg, viðurkennir að Gísli Þorgeir Kristjánsson hafi ekki getað æft í aðdraganda leiksins við Álaborg í gær. Meiðsli hans í leiknum séu á endanum á ábyrgð þjálfarans.

Handbolti