Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarboð tíunda tímanum í morgun. Talið er að boðið komi frá einkaneyðarsendi, en það gaf upp tvær staðsetningar, annars vegar inn við Meradali og hins vegar úti á sjó, suður frá Þorlákshöfn. Innlent 27.12.2024 12:48 Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Vegurinn um Holtavörðuheiði var opnaður á ný fyrir hádegi eftir að hafa verið lokaður síðan í gær. Innlent 27.12.2024 12:47 Þungar vikur framundan Stjórnendur Landspítalans búast við að næsta vikur verði þungar eftir að inflúensan tók að breiðast út. Nokkrir sjúklingar liggja á gjörgæslu og bráðamóttöku með inflúensu og hefur grímuskylda verið tekin upp á spítalanum. Innlent 27.12.2024 12:40 Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vill benda neytendum á að þeir eigi mun ríkari og rýmri skilarétt ef vörurnar sem þeir vilja skila hafa verið keyptar á netinu fremur en í hefðbundnum verslunum. Neytandi á að geta skilað vöru sem keypt er á netinu fjórtán dögum eftir að hann fær hana í hendur. Innlent 27.12.2024 12:15 Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. Innlent 27.12.2024 12:07 Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. Innlent 27.12.2024 12:06 Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. Innlent 27.12.2024 11:55 Grímuskylda og ósáttir vínsalar Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á Landspítalanum þar sem grímuskylda hefur verið tekin upp. Innlent 27.12.2024 11:36 Holtavörðuheiði enn lokuð Vegurinn um Holtavörðuheiði er ennþá lokaður og er reiknað með að staðan verði tekin á ný um hádegi. Innlent 27.12.2024 07:25 Reyndu að ræna hraðbanka Í Garðabæ eða Hafnarfirði var gerð tilraun í nótt til að ræna hraðbanka. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að tilkynnt hefði verið um eignaspjöll á hraðbankanum. Þegar upptökur voru skoðaðar kom svo í ljós að einhver hefði reynt að ræna hraðbankann en án árangurs. Innlent 27.12.2024 06:31 Komu hesti til bjargar úr gjótu Björgunarsveitir á Suðurlandi stóðu í ströngu síðdegis við að bjarga hesti sem hafði fest sig í gjótu. Innlent 26.12.2024 22:01 Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Ráðamenn Icelandair hyggjast á næstu misserum taka ákvörðun um það hvort stefnt verði á að hafa eingöngu Airbus-þotur í flugflotanum og eins hvort breiðþotur verði hluti af framtíðarflota félagsins. Innlent 26.12.2024 21:00 Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum eftir mikið fannfergi síðustu daga og er vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður. Nokkur snjóflóð féllu á vegi á Vestfjörðum í nótt. Innlent 26.12.2024 19:33 Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. Innlent 26.12.2024 18:59 Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum eftir mikið fannfergi síðustu daga og er vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður. Við ræðum við sérfræðing á sviði snjóflóða hjá Veðurstofunni en nokkur slík féllu í nótt. Innlent 26.12.2024 18:16 Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Holtavörðuheiði verður lokað á ný í kvöld vegna slæmrar veðurspár. Innlent 26.12.2024 17:38 Sex voru fluttir með þyrlunni Sex voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir að tveir bílar rákust á í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. Innlent 26.12.2024 16:30 Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sveitarfélagið Múlaþing hyggst selja Gamla ríkið að Hafnargötu 11 á Seyðisfirði. Húsinu, sem er yfir hundrað ára gamalt, fylgja friðaðar innréttingar eldri en húsið sjálft. Innlent 26.12.2024 15:15 Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Minniháttar skemmdir urðu á skíðasvæði Bláfjalla í óveðrinu sem geysað hefur undanfarna daga. Verið er að meta skemmdir og vonast er til þess að hægt verði að opna svæðið eftir helgi. Innlent 26.12.2024 14:37 Súðavíkurhlíð opin til 16 Búið er að opna fyrir umferð um Súðavíkurhlíð, en vegna snjóflóðahættu verður veginum lokað aftur klukkan 16 í dag. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu. Innlent 26.12.2024 14:18 Alvarlegt bílslys í Öræfum Harður árekstur varð í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Suðurlandi þegar klukkan var að ganga eitt. Tveir bílar rákust saman og sex manns voru um borð í báðum bílum. Innlent 26.12.2024 13:45 Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Það var rólegt í kvennaathvarfinu á aðfangadagskvöld en mikil aðsókn hefur verið í viðtalstíma athvarfsins allan mánuðinn. Framkvæmdastýran segir húsnæðið ekki anna eftirspurn og því sé beðið með eftirvæntingu eftir nýju húsi. Innlent 26.12.2024 13:32 Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum en nokkur snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíðina í nótt og lokaðist vegurinn um hlíðina. Þung færð er víða enn um landið þó jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn sé að mestu gengið niður. Þá er Öxnadalsheiði enn lokuð og óvíst hvort það takist að opna fyrir umferð um hana í dag. Innlent 26.12.2024 12:26 Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Rúta rann yfir rangan vegarhelming og hafnaði utan vegar við Þjórsárbrú. Einn lögreglubíll var kallaður til aðstoðar, en engin slys urðu á fólki og frekari viðbragðsaðilar voru ekki kallaðir til. Innlent 26.12.2024 12:12 Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Vagn með aðfangadagsmáltíðum fyrir sjúklinga á Landspítalanum komst ekki á áfangastað sinn í Fossvogi með þeim afleiðingum að rúmlega 20 sjúklingar fengu ekki máltíðir sínar. Brugðist var hratt við og fengu þeir sjúklingar jólamáltíðir starfsfólks. Innlent 26.12.2024 12:07 Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíðina í nótt og var ófært um veginn. Þung færð er enn víða um landið þó jólaveðrið hafi að mestu gengið niður. Öxnadalsheiðin er enn lokuð og óvíst hvort takist að opna fyrir umferð um hana í dag. Innlent 26.12.2024 11:46 Skógaskóli verður hótel Fyrirtæki sem rekur þrjú hótel undir Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu hefur keypt hús Héraðsskólans á Skógum af íslenska ríkinu. Til stendur að reka þar gistingu með morgunmat. Innlent 26.12.2024 11:28 Grímuskylda á Landspítalanum Grímuskylda hefur verið sett á Landspítalanum yfir hátíðarnar í ljósi þess að inflúensan sé byrjuð að herja á landsmenn í meiri mæli ofan í aðrar öndunarfæraveirur. Innlent 26.12.2024 10:21 Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Opnað var fyrir umferð um Hellisheiði og Þrenglsaveg í nótt, enn er lokað á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Þá er ófært um Ísafjarðardjúp og Steingrímsfjarðarheiði. Innlent 26.12.2024 07:36 Strætó rann á bíl og ruslaskýli Tilkynnt var um umferðarslys í gærkvöld þar sem strætó hafði runnið á mannlausa bifreið og ruslaskýli sem kastaðist í aðra bifreið. Ekki er vitað hvort slys hafi orðið á fólki. Málið heyrði undir lögreglustöð 4, en umdæmi hennar eru Grafarvogur, Mosfellsbær og Árbær. Innlent 26.12.2024 07:21 « ‹ 69 70 71 72 73 74 75 76 77 … 334 ›
Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarboð tíunda tímanum í morgun. Talið er að boðið komi frá einkaneyðarsendi, en það gaf upp tvær staðsetningar, annars vegar inn við Meradali og hins vegar úti á sjó, suður frá Þorlákshöfn. Innlent 27.12.2024 12:48
Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Vegurinn um Holtavörðuheiði var opnaður á ný fyrir hádegi eftir að hafa verið lokaður síðan í gær. Innlent 27.12.2024 12:47
Þungar vikur framundan Stjórnendur Landspítalans búast við að næsta vikur verði þungar eftir að inflúensan tók að breiðast út. Nokkrir sjúklingar liggja á gjörgæslu og bráðamóttöku með inflúensu og hefur grímuskylda verið tekin upp á spítalanum. Innlent 27.12.2024 12:40
Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vill benda neytendum á að þeir eigi mun ríkari og rýmri skilarétt ef vörurnar sem þeir vilja skila hafa verið keyptar á netinu fremur en í hefðbundnum verslunum. Neytandi á að geta skilað vöru sem keypt er á netinu fjórtán dögum eftir að hann fær hana í hendur. Innlent 27.12.2024 12:15
Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. Innlent 27.12.2024 12:07
Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. Innlent 27.12.2024 12:06
Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. Innlent 27.12.2024 11:55
Grímuskylda og ósáttir vínsalar Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á Landspítalanum þar sem grímuskylda hefur verið tekin upp. Innlent 27.12.2024 11:36
Holtavörðuheiði enn lokuð Vegurinn um Holtavörðuheiði er ennþá lokaður og er reiknað með að staðan verði tekin á ný um hádegi. Innlent 27.12.2024 07:25
Reyndu að ræna hraðbanka Í Garðabæ eða Hafnarfirði var gerð tilraun í nótt til að ræna hraðbanka. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að tilkynnt hefði verið um eignaspjöll á hraðbankanum. Þegar upptökur voru skoðaðar kom svo í ljós að einhver hefði reynt að ræna hraðbankann en án árangurs. Innlent 27.12.2024 06:31
Komu hesti til bjargar úr gjótu Björgunarsveitir á Suðurlandi stóðu í ströngu síðdegis við að bjarga hesti sem hafði fest sig í gjótu. Innlent 26.12.2024 22:01
Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Ráðamenn Icelandair hyggjast á næstu misserum taka ákvörðun um það hvort stefnt verði á að hafa eingöngu Airbus-þotur í flugflotanum og eins hvort breiðþotur verði hluti af framtíðarflota félagsins. Innlent 26.12.2024 21:00
Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum eftir mikið fannfergi síðustu daga og er vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður. Nokkur snjóflóð féllu á vegi á Vestfjörðum í nótt. Innlent 26.12.2024 19:33
Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. Innlent 26.12.2024 18:59
Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum eftir mikið fannfergi síðustu daga og er vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður. Við ræðum við sérfræðing á sviði snjóflóða hjá Veðurstofunni en nokkur slík féllu í nótt. Innlent 26.12.2024 18:16
Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Holtavörðuheiði verður lokað á ný í kvöld vegna slæmrar veðurspár. Innlent 26.12.2024 17:38
Sex voru fluttir með þyrlunni Sex voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir að tveir bílar rákust á í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. Innlent 26.12.2024 16:30
Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sveitarfélagið Múlaþing hyggst selja Gamla ríkið að Hafnargötu 11 á Seyðisfirði. Húsinu, sem er yfir hundrað ára gamalt, fylgja friðaðar innréttingar eldri en húsið sjálft. Innlent 26.12.2024 15:15
Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Minniháttar skemmdir urðu á skíðasvæði Bláfjalla í óveðrinu sem geysað hefur undanfarna daga. Verið er að meta skemmdir og vonast er til þess að hægt verði að opna svæðið eftir helgi. Innlent 26.12.2024 14:37
Súðavíkurhlíð opin til 16 Búið er að opna fyrir umferð um Súðavíkurhlíð, en vegna snjóflóðahættu verður veginum lokað aftur klukkan 16 í dag. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu. Innlent 26.12.2024 14:18
Alvarlegt bílslys í Öræfum Harður árekstur varð í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Suðurlandi þegar klukkan var að ganga eitt. Tveir bílar rákust saman og sex manns voru um borð í báðum bílum. Innlent 26.12.2024 13:45
Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Það var rólegt í kvennaathvarfinu á aðfangadagskvöld en mikil aðsókn hefur verið í viðtalstíma athvarfsins allan mánuðinn. Framkvæmdastýran segir húsnæðið ekki anna eftirspurn og því sé beðið með eftirvæntingu eftir nýju húsi. Innlent 26.12.2024 13:32
Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum en nokkur snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíðina í nótt og lokaðist vegurinn um hlíðina. Þung færð er víða enn um landið þó jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn sé að mestu gengið niður. Þá er Öxnadalsheiði enn lokuð og óvíst hvort það takist að opna fyrir umferð um hana í dag. Innlent 26.12.2024 12:26
Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Rúta rann yfir rangan vegarhelming og hafnaði utan vegar við Þjórsárbrú. Einn lögreglubíll var kallaður til aðstoðar, en engin slys urðu á fólki og frekari viðbragðsaðilar voru ekki kallaðir til. Innlent 26.12.2024 12:12
Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Vagn með aðfangadagsmáltíðum fyrir sjúklinga á Landspítalanum komst ekki á áfangastað sinn í Fossvogi með þeim afleiðingum að rúmlega 20 sjúklingar fengu ekki máltíðir sínar. Brugðist var hratt við og fengu þeir sjúklingar jólamáltíðir starfsfólks. Innlent 26.12.2024 12:07
Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíðina í nótt og var ófært um veginn. Þung færð er enn víða um landið þó jólaveðrið hafi að mestu gengið niður. Öxnadalsheiðin er enn lokuð og óvíst hvort takist að opna fyrir umferð um hana í dag. Innlent 26.12.2024 11:46
Skógaskóli verður hótel Fyrirtæki sem rekur þrjú hótel undir Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu hefur keypt hús Héraðsskólans á Skógum af íslenska ríkinu. Til stendur að reka þar gistingu með morgunmat. Innlent 26.12.2024 11:28
Grímuskylda á Landspítalanum Grímuskylda hefur verið sett á Landspítalanum yfir hátíðarnar í ljósi þess að inflúensan sé byrjuð að herja á landsmenn í meiri mæli ofan í aðrar öndunarfæraveirur. Innlent 26.12.2024 10:21
Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Opnað var fyrir umferð um Hellisheiði og Þrenglsaveg í nótt, enn er lokað á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Þá er ófært um Ísafjarðardjúp og Steingrímsfjarðarheiði. Innlent 26.12.2024 07:36
Strætó rann á bíl og ruslaskýli Tilkynnt var um umferðarslys í gærkvöld þar sem strætó hafði runnið á mannlausa bifreið og ruslaskýli sem kastaðist í aðra bifreið. Ekki er vitað hvort slys hafi orðið á fólki. Málið heyrði undir lögreglustöð 4, en umdæmi hennar eru Grafarvogur, Mosfellsbær og Árbær. Innlent 26.12.2024 07:21