Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Sex starfsmönnum mennta- og barnamálaráðuneytisins hefur verið sagt upp störfum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að ráðherra hafi innleitt nýtt skipurit og verklag í kjölfar mats á hlutverki og verkefnum ráðuneytisins. Markmið breytinganna sé að styrkja faglega stjórnsýslu, skýra ábyrgð og umboð, bæta ákvarðanatöku og tryggja að ráðuneytið sé enn betur í stakk búið til að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Innlent 21.1.2026 09:32 Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og varaformaður Viðreisnar, og forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf. sækist eftir embætti formanns Samtaka iðnaðarins. Þá segist hann hafa sagt skilið við Viðreisn og lýsir óánægju með ríkisstjórnarsamstarf flokksins með Flokki fólksins. Innlent 21.1.2026 08:31 Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um vinnuslys þar sem maður hafði „misst vinstri höndina inn í vals“ og slasast á þremur fingrum. Var hann fluttur á bráðamóttöku. Innlent 21.1.2026 06:22 Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Fyrsti frambjóðandinn til að tilkynna framboð til formanns Framsóknar steig fram í dag. Tveir til viðbótar liggja undir feldi en flokkurinn velur sér nýjan formann á flokksþingi í febrúar. Stjórnmálafræðingur segir um tímamótaákvörðun að ræða enda hafi flokkurinn aldrei verið í erfiðari stöðu. Innlent 20.1.2026 23:30 Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Fjármálaráðherra segir ríkisvaldið aldrei hafa kynnt eins mörg fjárfestingarverkefni og í ár. Stærstu útboð ársins verða hjá Landsvirkjun en mestu framkvæmdirnar hjá Vegagerðinni. Innlent 20.1.2026 22:44 Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sverrir Bergmann Magnússon, tónlistarmaður, varaþingmaður og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, hefur ráðið sig í starf samfélags- og sjálfbærnisstjóra hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Þar sem fyrirtækið starfar bæði í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ hefur hann ákveðið að hætta í bæjarstjórn og kveðst ekki bjóða sig fram aftur. Innlent 20.1.2026 22:21 Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Gleði ríkti á Norðfirði í dag þegar fyrstu loðnunni á þessari vertíð var landað hjá Síldarvinnslunni. Loðnunni er lýst sem stórri og fallegri og fer hún öll í heilfrystingu til manneldis. Innlent 20.1.2026 21:56 Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Hálfgert hættuástand skapaðist sunnan- og vestanlands fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur vegna flughálku í morgun. Rekja má fjölda umferðaróhappa og slysa til hennar. Á hádegi höfðu þrjátíu manns leitað á bráðamóttöku vegna hálkumeiðsla en í kvöld hafði sú tala hækkað í áttatíu. Innlent 20.1.2026 20:40 Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Arion banki hefur verið dæmdur til að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum sínum samtals tíu milljónir króna í vangoldin laun vegna ólögmætrar riftunar ráðningarsamnings eftir að starfsmennirnir luku störfum hjá Verði, dótturfélagi bankans, og hófu eigin rekstur. Innlent 20.1.2026 19:46 Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Fjöldi ofbeldisbrota gagnvart lögreglumönnum hefur nær tvöfaldast síðasta áratuginn. Dæmi eru um að glæpamenn hafi átt við bíla lögreglumanna og formaður Landssambands lögreglumanna kallar eftir harðari dómum vegna alvarlegra brota. Innlent 20.1.2026 19:32 Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti franskra feðgina á Edition-hótelinu í júní er lokið. Konan sem grunuð er um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana játaði á vettvangi að hafa drepið þau, og sagðist hafa ætlað að svipta sig lífi í leiðinni, en neitar sök í dag. Innlent 20.1.2026 18:31 Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Fjöldi ofbeldisbrota gegn lögreglumönnum hefur nær tvöfaldast síðasta áratuginn. Formaður Landssambands lögreglumanna hefur áhyggjur af skipulagðri brotastarfsemi og kallar eftir harðari dómum vegna alvarlegra brota. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum. Innlent 20.1.2026 18:12 Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Alexandra K. Hafsteinsdóttir, nemi í jarðfræði, hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir verkefnið Kortlagning grunnvatns á Reykjanesskaga. Verðlaunin eru veitt námsmönnum fyrir framúrskarandi starf. Innlent 20.1.2026 17:43 „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra með meiru, hundskammar Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar, og sakar um aldursfordóma. Innlent 20.1.2026 16:20 Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Brynjar Níelsson, fyrrverandi stjórnmálamaður, hefur látið lítið fyrir sér fara á Facebook, sem hafði fram til þess að hann var skipaður tímabundið dómari við héraðsdóm, verið hans helsti skotpallur. En nú er eins og allar flóðgáttir hafi brostið. Innlent 20.1.2026 15:49 „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Formaður Framsóknarflokksins segir það umhugsunarefni fyrir meirihlutann á Alþingi og ríkisstjórnina að verðbólga stefni að öllum líkindum yfir fimm prósent á næstu mánuðum og muni aukast. „Með öðrum orðum, fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist, henni hefur mistekist að ná niður verðbólgunni og vöxtunum.“ Innlent 20.1.2026 15:18 Magnús Eiríksson borinn til grafar Magnús Eiríksson, einhver dáðasti dægurlagaperlusmiður landsins, var borinn til grafar í dag. Segja má að þjóðarsorg hafi brotist út þegar andlát hans spurðist. Innlent 20.1.2026 15:08 Heitt í hamsi vegna Grænlands Staða öryggis- og varnarmála og hótanir Bandaríkjaforseta í garð Grænlands voru þingmönnum ofarlega í huga í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Á meðan þingmenn allra flokka sem kvöddu sér hljóðs um alþjóðamálin sögðust styðja Grænlendinga og að hótanir Bandaríkjaforseta væru fráleitar, þá kvað á sama tíma við nokkuð ólíkan tón milli þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu um það hvort Ísland ætti, í ljósi aðstæðna, að horfa meira til Evrópusambandsins. Innlent 20.1.2026 15:00 Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga sex ára stúlku tvívegis og eiginkonu sinni ítrekað. Hann sætir einnig ákæru fyrir að hafa ljósmyndað athæfi sitt og birt ljósmyndir af því á netinu. Innlent 20.1.2026 14:28 Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Vegagerðin segist hafa skoðað að færa þjóðveg 1 fjær Steinafjalli en telur það framtíðarlausn sem sé töluvert dýrari en hrunvarnir sem bjóða á út á næstunni. Koma þurfi upp hrunvörnum víðar en við Steinafjall þar sem erlend ferðakona lést þegar grjót hrundi á bíl hennar í fyrra. Innlent 20.1.2026 14:10 Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Borgarstjórn samþykkti í dag ályktun þar sem þau sem vistuð voru sem börn á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins á árunum 1974 til 1979 og fjölskyldur þeirra eru beðin afsökunar á þeirri meðferð sem lýst var í skýrslu vöggustofunefndar. Innlent 20.1.2026 13:54 Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Tæplega tuttugu milljónir rúmmetra af kviku hafa safnast saman undir Svartsengi frá því í síðasta gosi á Sundhnúksgígaröðinni og er enn talið líklegt að aftur gjósi á næstu vikum. Hættumat er óbreytt fram í næsta mánuð. Innlent 20.1.2026 13:43 Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Tilkynningum til lögreglu vegna heimilisofbeldis fjölgaði um tvö prósent í fyrra samanborið við síðustu þrjú ár á undan en alls fékk lögregla 2.485 slíkar tilkynningar á síðasta ári. Það jafngildir að meðaltali tæplega sjö tilkynningum á dag en flestar tilkynningar um heimilisofbeldi bárust í desember, eða 138 tilkynningar. Tilkynningum um ofbeldi foreldra gegn börnum hefur fjölgað einna mest á milli ára. Innan við þriðjungur þolenda heimilisofbeldis segist hafa tilkynnt um ofbeldið til lögreglu. Innlent 20.1.2026 13:36 „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Formaður Landsambands eldri borgara segir fréttir af aukinni áfengisdrykkju eldra fólks hafa komið verulega á óvart. Vandamálið sé falið og þörf sé á fræðslu til eldri borgara um skaðsemi áfengis. Innlent 20.1.2026 13:00 Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins hefur boðið sig fram til formanns flokksins. Þetta tilkynnti hún í morgun en hún segir flokkinn standa á tímamótum og mikilvægt að formaður flokksins eigi sæti á Alþingi. Innlent 20.1.2026 12:03 Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Fleiri en þrjátíu hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi það sem af er degi vegna flughálku sem beið landsmanna á sunnan og vestanverðu landinu. Meiðslin hafa mörg hver verið alvarleg og mörg umferðaróhöpp og slys má rekja til hálku á vegum. Innlent 20.1.2026 11:52 Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á sérstökum aukafundi að frumkvæði Íslands til að fjalla um alvarlega stöðu mannréttinda í Íran í kjölfar víðtækra mótmæla í landinu undanfarið. Innlent 20.1.2026 11:41 Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sautján starfslokasamningar hafa kostað atvinnuvegaráðuneytið og undirstofnanir þess rúmar 95 milljónir á undanförnum átta árum. Flestir starfslokasamningarnir hafa verið gerðir hjá Hafrannsóknarstofnun, alls fimm, á tímabilinu frá 2018 til 2025 sem kostað hafa stofnunina tæpar 35 milljónir. Innlent 20.1.2026 11:36 Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Í hádegisfréttum heyrum við í lækni á bráðamóttökunni út af hálkuslysunum sem töldu marga tugi í morgun eftir að borgarbúar vöknuðu upp í flughálku. Innlent 20.1.2026 11:32 Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Fyrirséð er að mikið verði að gera á bráðamóttöku Landspítalans vegna hálkuslysa og bið gæti myndast, að sögn upplýsingafulltrúa spítalans. Á þriðja tug manna höfðu leitað á móttökuna vegna slíkra slysa í morgun. Innlent 20.1.2026 10:35 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Sex starfsmönnum mennta- og barnamálaráðuneytisins hefur verið sagt upp störfum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að ráðherra hafi innleitt nýtt skipurit og verklag í kjölfar mats á hlutverki og verkefnum ráðuneytisins. Markmið breytinganna sé að styrkja faglega stjórnsýslu, skýra ábyrgð og umboð, bæta ákvarðanatöku og tryggja að ráðuneytið sé enn betur í stakk búið til að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Innlent 21.1.2026 09:32
Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og varaformaður Viðreisnar, og forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf. sækist eftir embætti formanns Samtaka iðnaðarins. Þá segist hann hafa sagt skilið við Viðreisn og lýsir óánægju með ríkisstjórnarsamstarf flokksins með Flokki fólksins. Innlent 21.1.2026 08:31
Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um vinnuslys þar sem maður hafði „misst vinstri höndina inn í vals“ og slasast á þremur fingrum. Var hann fluttur á bráðamóttöku. Innlent 21.1.2026 06:22
Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Fyrsti frambjóðandinn til að tilkynna framboð til formanns Framsóknar steig fram í dag. Tveir til viðbótar liggja undir feldi en flokkurinn velur sér nýjan formann á flokksþingi í febrúar. Stjórnmálafræðingur segir um tímamótaákvörðun að ræða enda hafi flokkurinn aldrei verið í erfiðari stöðu. Innlent 20.1.2026 23:30
Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Fjármálaráðherra segir ríkisvaldið aldrei hafa kynnt eins mörg fjárfestingarverkefni og í ár. Stærstu útboð ársins verða hjá Landsvirkjun en mestu framkvæmdirnar hjá Vegagerðinni. Innlent 20.1.2026 22:44
Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sverrir Bergmann Magnússon, tónlistarmaður, varaþingmaður og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, hefur ráðið sig í starf samfélags- og sjálfbærnisstjóra hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Þar sem fyrirtækið starfar bæði í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ hefur hann ákveðið að hætta í bæjarstjórn og kveðst ekki bjóða sig fram aftur. Innlent 20.1.2026 22:21
Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Gleði ríkti á Norðfirði í dag þegar fyrstu loðnunni á þessari vertíð var landað hjá Síldarvinnslunni. Loðnunni er lýst sem stórri og fallegri og fer hún öll í heilfrystingu til manneldis. Innlent 20.1.2026 21:56
Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Hálfgert hættuástand skapaðist sunnan- og vestanlands fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur vegna flughálku í morgun. Rekja má fjölda umferðaróhappa og slysa til hennar. Á hádegi höfðu þrjátíu manns leitað á bráðamóttöku vegna hálkumeiðsla en í kvöld hafði sú tala hækkað í áttatíu. Innlent 20.1.2026 20:40
Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Arion banki hefur verið dæmdur til að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum sínum samtals tíu milljónir króna í vangoldin laun vegna ólögmætrar riftunar ráðningarsamnings eftir að starfsmennirnir luku störfum hjá Verði, dótturfélagi bankans, og hófu eigin rekstur. Innlent 20.1.2026 19:46
Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Fjöldi ofbeldisbrota gagnvart lögreglumönnum hefur nær tvöfaldast síðasta áratuginn. Dæmi eru um að glæpamenn hafi átt við bíla lögreglumanna og formaður Landssambands lögreglumanna kallar eftir harðari dómum vegna alvarlegra brota. Innlent 20.1.2026 19:32
Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti franskra feðgina á Edition-hótelinu í júní er lokið. Konan sem grunuð er um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana játaði á vettvangi að hafa drepið þau, og sagðist hafa ætlað að svipta sig lífi í leiðinni, en neitar sök í dag. Innlent 20.1.2026 18:31
Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Fjöldi ofbeldisbrota gegn lögreglumönnum hefur nær tvöfaldast síðasta áratuginn. Formaður Landssambands lögreglumanna hefur áhyggjur af skipulagðri brotastarfsemi og kallar eftir harðari dómum vegna alvarlegra brota. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum. Innlent 20.1.2026 18:12
Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Alexandra K. Hafsteinsdóttir, nemi í jarðfræði, hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir verkefnið Kortlagning grunnvatns á Reykjanesskaga. Verðlaunin eru veitt námsmönnum fyrir framúrskarandi starf. Innlent 20.1.2026 17:43
„Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra með meiru, hundskammar Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar, og sakar um aldursfordóma. Innlent 20.1.2026 16:20
Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Brynjar Níelsson, fyrrverandi stjórnmálamaður, hefur látið lítið fyrir sér fara á Facebook, sem hafði fram til þess að hann var skipaður tímabundið dómari við héraðsdóm, verið hans helsti skotpallur. En nú er eins og allar flóðgáttir hafi brostið. Innlent 20.1.2026 15:49
„Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Formaður Framsóknarflokksins segir það umhugsunarefni fyrir meirihlutann á Alþingi og ríkisstjórnina að verðbólga stefni að öllum líkindum yfir fimm prósent á næstu mánuðum og muni aukast. „Með öðrum orðum, fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist, henni hefur mistekist að ná niður verðbólgunni og vöxtunum.“ Innlent 20.1.2026 15:18
Magnús Eiríksson borinn til grafar Magnús Eiríksson, einhver dáðasti dægurlagaperlusmiður landsins, var borinn til grafar í dag. Segja má að þjóðarsorg hafi brotist út þegar andlát hans spurðist. Innlent 20.1.2026 15:08
Heitt í hamsi vegna Grænlands Staða öryggis- og varnarmála og hótanir Bandaríkjaforseta í garð Grænlands voru þingmönnum ofarlega í huga í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Á meðan þingmenn allra flokka sem kvöddu sér hljóðs um alþjóðamálin sögðust styðja Grænlendinga og að hótanir Bandaríkjaforseta væru fráleitar, þá kvað á sama tíma við nokkuð ólíkan tón milli þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu um það hvort Ísland ætti, í ljósi aðstæðna, að horfa meira til Evrópusambandsins. Innlent 20.1.2026 15:00
Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga sex ára stúlku tvívegis og eiginkonu sinni ítrekað. Hann sætir einnig ákæru fyrir að hafa ljósmyndað athæfi sitt og birt ljósmyndir af því á netinu. Innlent 20.1.2026 14:28
Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Vegagerðin segist hafa skoðað að færa þjóðveg 1 fjær Steinafjalli en telur það framtíðarlausn sem sé töluvert dýrari en hrunvarnir sem bjóða á út á næstunni. Koma þurfi upp hrunvörnum víðar en við Steinafjall þar sem erlend ferðakona lést þegar grjót hrundi á bíl hennar í fyrra. Innlent 20.1.2026 14:10
Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Borgarstjórn samþykkti í dag ályktun þar sem þau sem vistuð voru sem börn á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins á árunum 1974 til 1979 og fjölskyldur þeirra eru beðin afsökunar á þeirri meðferð sem lýst var í skýrslu vöggustofunefndar. Innlent 20.1.2026 13:54
Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Tæplega tuttugu milljónir rúmmetra af kviku hafa safnast saman undir Svartsengi frá því í síðasta gosi á Sundhnúksgígaröðinni og er enn talið líklegt að aftur gjósi á næstu vikum. Hættumat er óbreytt fram í næsta mánuð. Innlent 20.1.2026 13:43
Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Tilkynningum til lögreglu vegna heimilisofbeldis fjölgaði um tvö prósent í fyrra samanborið við síðustu þrjú ár á undan en alls fékk lögregla 2.485 slíkar tilkynningar á síðasta ári. Það jafngildir að meðaltali tæplega sjö tilkynningum á dag en flestar tilkynningar um heimilisofbeldi bárust í desember, eða 138 tilkynningar. Tilkynningum um ofbeldi foreldra gegn börnum hefur fjölgað einna mest á milli ára. Innan við þriðjungur þolenda heimilisofbeldis segist hafa tilkynnt um ofbeldið til lögreglu. Innlent 20.1.2026 13:36
„Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Formaður Landsambands eldri borgara segir fréttir af aukinni áfengisdrykkju eldra fólks hafa komið verulega á óvart. Vandamálið sé falið og þörf sé á fræðslu til eldri borgara um skaðsemi áfengis. Innlent 20.1.2026 13:00
Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins hefur boðið sig fram til formanns flokksins. Þetta tilkynnti hún í morgun en hún segir flokkinn standa á tímamótum og mikilvægt að formaður flokksins eigi sæti á Alþingi. Innlent 20.1.2026 12:03
Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Fleiri en þrjátíu hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi það sem af er degi vegna flughálku sem beið landsmanna á sunnan og vestanverðu landinu. Meiðslin hafa mörg hver verið alvarleg og mörg umferðaróhöpp og slys má rekja til hálku á vegum. Innlent 20.1.2026 11:52
Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á sérstökum aukafundi að frumkvæði Íslands til að fjalla um alvarlega stöðu mannréttinda í Íran í kjölfar víðtækra mótmæla í landinu undanfarið. Innlent 20.1.2026 11:41
Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sautján starfslokasamningar hafa kostað atvinnuvegaráðuneytið og undirstofnanir þess rúmar 95 milljónir á undanförnum átta árum. Flestir starfslokasamningarnir hafa verið gerðir hjá Hafrannsóknarstofnun, alls fimm, á tímabilinu frá 2018 til 2025 sem kostað hafa stofnunina tæpar 35 milljónir. Innlent 20.1.2026 11:36
Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Í hádegisfréttum heyrum við í lækni á bráðamóttökunni út af hálkuslysunum sem töldu marga tugi í morgun eftir að borgarbúar vöknuðu upp í flughálku. Innlent 20.1.2026 11:32
Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Fyrirséð er að mikið verði að gera á bráðamóttöku Landspítalans vegna hálkuslysa og bið gæti myndast, að sögn upplýsingafulltrúa spítalans. Á þriðja tug manna höfðu leitað á móttökuna vegna slíkra slysa í morgun. Innlent 20.1.2026 10:35