Innlent

Til­hæfu­laus líkams­á­rás í annað sinn og enginn kom til að­stoðar

Leiðsögumaður var á göngu nálægt heimili sínu í Laugardalnum í Reykjavík þegar ráðist var á hana af ástæðulausu. Hún biðlar til fólks að sýna umhyggju en enginn þeirra sem voru á ferli kom henni til aðstoðar eftir árásina. Þetta er í annað skipti sem ráðist hefur verið á hana í þau sjö ár sem hún hefur búið á Íslandi. 

Innlent

Keyptu að­stoð vegna leið­réttingar landsframlags og hring­ferðar ráð­herra

Kostnaður umhverfis- orku, og loftslagsráðuneytisins vegna kaupa á þjónustu frá almannatenglum og auglýsingastofum hefur numið hátt í einni milljón króna á þessu ári, sem er um fjögur hundruð þúsund krónum minna en ráðuneytið varði í slíka þjónustu í fyrra. Ráðuneytið naut meðal annars aðstoðar slíkra sérfræðinga í tengslum við hringferð ráðherra um orkumál í fyrra og vegna leiðréttingar á landsákvörðuðu framlagi Íslands gagnvart Parísarsamningnum.

Innlent

Frumkvæðisvinna lög­reglu að loka fjórum af­hendingar­stöðum

Það var að eigin frumkvæði lögreglu sem ráðist var í lokanir fjögurra verslana á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna gruns um ólöglega sölu áfengis á hátíðardögum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna gætu átt sekt yfir höfði sér fyrir brot á reglugerð um smásölu og áfengisveitingar, að sögn Árna Friðleifssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent

„Fara þarf í raun­veru­legar að­gerðir“

„Fara þarf í raunverulegar aðgerðir, sem skila raunverulegum árangri í loftlagsmálum”, segir formaður Bændasamtakanna og bætir við að það hafi verið jákvæð skref í vetur þegar veittur var fjárfestingastuðningur til ylræktarbænda til að draga úr orkukostnaði.

Innlent

Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins

Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir Kjartan Guðmundsson, manninn sem liggur þungt haldinn á spítala í Suður Afríku í kjölfar umferðarslyss. Maðurinn er faðir drengs í meðferð í Suður Afríku en systir drengsins og föðuramma létust í slysinu.

Innlent

Landeldi í vexti og lög­regla lokar áfengisverslunum

Samherji gæti tvöfaldast að stærð nái áform í landeldi fram að ganga að sögn forstjóra félagsins. Félagið hyggist ráðast í þrjátíu milljarða króna fjárfestingu í greininni á næstu misserum með innlendum og erlendum fjárfestum.

Innlent

Ekki talinn tengjast aukinni eld­virkni

Jaðrskjálfti af stærð 3,1 varð við Kleifarvatn laust fyrir klukkan tvö í nótt. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skjálftann ekki tengjast auknum líkum á eldvirkni.

Innlent

Lög­regla lokaði Smá­ríkinu og Nýju vínbúðinni

Lögregla gerði rassíu á starfsstöðvar Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar síðdegis í dag og var þeim gert að loka afhendingarstöðum sínum. Fyrirtækin verða sektuð en lögregla sagði heimsendingar í lagi þó hátíðardagur sé.

Innlent

Stöðvuðu menn í of­beldis­hug við landa­mærin

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði menn á Keflavíkurflugvelli í vor sem voru komnir hingað til lands til að fremja ofbeldisverk. Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að ekki hafi verið um að ræða hryðjuverk gegn almenningi, heldur ákveðinn ofbeldisverknað tengdan skipulagðri brotastarfsemi.

Innlent

Dæmdur fyrir líkams­árás í mat­salnum

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann í matsal vinnubúða verktakafyrirtækis við Gufufjörð í Reykhólahreppi í febrúar síðastliðnum.

Innlent

Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug

„Þetta var núllpokaflug,“ var svarið sem flugfreyjurnar Edda Björk Friðriksdóttir og Eva María Hilmarsdóttir gáfu eftir lendingu Dash 8 Q400-vélar Icelandair á Akureyri þegar spurt var hvort einhverjir ælupokar voru notaðir í fluginu frá Reykjavík. Í flugstjórnarklefanum sátu þeir Jóhann Ingi Sigtryggsson flugstjóri og Egill Andri Jóhannesson flugmaður.

Innlent

Töpuðu tæpum hundrað milljónum

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tæpum hundrað milljónum króna árið 2024. Framlög lögaðila til flokksins voru tugir milljóna króna en kostnaðurinn við Alþingiskosningarnar var rúmlega 170 milljónir króna.

Innlent

Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu

Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðisbundið fangelsi fyrir að bakka bíl sínum á konu. Hann þarf einnig að greiða konunni þrjá og hálfa milljón króna en hún þurfti að liggja á sjúkrahúsi í marga mánuði eftir atvikið.

Innlent

Þörf á að skerpa á verk­lagi spítalans í heimilis­of­beldis­málum

Eigi heilbrigðisstarfsmenn erfitt með að túlka ákvæði laga um þagnarskyldu með réttum hætti er tilefni til að skýra það frekar. Það er afstaða Landspítalans samkvæmt svörum. Einnig er það afstaða spítalans að vert sé að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum og að það eigi að vera samræmt þvert á alla heilbrigðisþjónustu.

Innlent

Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis

Engin guðþjónusta verður í boði í Mýrakirkju í dag vegna rafmagnsleysis í Dýrafirði. Presturinn segist ætla að nýta tækifærið og vera heima með börnunum á jóladag.

Innlent

Klæðning fauk af Stjórnsýslu­húsinu og skemmdi bíla

Foktjón varð á Ísafirði í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær, aðfangadag. Lögreglumenn á Ísafirði urðu varir við að nokkrir lausir munir höfðu fokið og að í tveimur tilvikum að minnsta kosti hafi orðið skemmdir á mannlausum bílum sem stóðu á bílastæði við Hafnarstræti á Ísafirði.

Innlent

Skiluðu hagnaði á kosningaári

Framsóknarflokkurinn skilaði tæpum áttatíu milljón krónum í hagnað árið 2024. Ársreikningur þeirra fyrir árið hefur verið samþykktur og birtur á vef Ríkisendurskoðunar.

Innlent