Innlent

Verk­takar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi

Framkvæmdasýslan - ríkiseignir, rifti síðastliðinn föstudag verksamningi við verktakafyrirtækið Húsheild ehf. um byggingu hjúkrunarheimilis að Höfn í Hornafirði, og er riftunin sögð byggja á skýrum vanefndum verktaka. Húsheild ehf. segir að Framkvæmdasýslan hafi með háttalagi sínu siglt verkinu í strand og hyggst félagið leita réttar síns eftir riftunina.

Innlent

Fugla­flensa greinist í refum

Skæð fuglaflensa af gerðinni H5n5 hefur greinst í þremur sýnum sem tekin voru úr veikum refum að undanförnu. Sama gerð skæðrar fuglainflúensu greindist í fuglum á Norðvesturlandi í september.

Innlent

Sakar Krabba­meins­fé­lagið um að vera í raun fjár­mála­fyrir­tæki

Einar Páll Svavarsson og Guðrún Einarsdóttir kona hans eru hætt að styrkja Krabbameinsfélag Íslands eftir að Guðrún greindist með alvarlegt krabbamein. Eftir að hafa skoðað fjárhagsstöðu félagsins segir Einar Páll að frekar sé um viðburða- og fjármálafyrirtæki að ræða heldur en hjálparsamtök. Þeirra fjárframlag rennur nú til Ljóssins.

Innlent

Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tví­buranna og Samúels Jóa

Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Samúels Jóa Björgvinssonar og tvíburanna Elíasar og Jónasar Shamsudin. Tvíburarnir hluti tveggja og hálfs árs dóma í Landsrétti fyrir fíkniefnalagabrot og Samúel Jói þriggja ára. Ríkissaksóknari óskaði eftir áfrýjunarleyfi og krefst allt að sjö ára fangelsis.

Innlent

Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka

Jens Garðar Helgason, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi orð Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í ræðustól Alþingis í dag. Ummælin sem Jens Garðar var ósáttur við féllu í opinberri heimsókn forseta til Kína, þar sem Halla vitnaði í Maó Zedong. Hann sagði embætti forseta mögulega þurfa leiðbeiningar frá Stjórnarráðinu vegna málsins.

Innlent

Nýr land­nemi á Ís­landi ratar í heimspressuna

Fréttir af komu moskítóflugunnar til Íslands hafa nú ratað í heimspressuna. Fjölmiðlar í Bretlandi og Danmörku hafa meðal annars greint frá komu þessa nýja landnema til Íslands í dag og sett í samhengi við áhrif loftlagsbreytinga.

Innlent

Máttu neita karl­manni um leyfi í kvennaverkfalli

Kærunefnd jafnréttismála telur að Íslenskar orkurannsóknir, Ísor, hafi mátt mismuna karlmanni á grundvelli kyns, með því að veita honum ekki leyfi til þess að taka þátt í kvennaverkfalli. Leyfi frá störfum sem konum og kynsegin fólki var veitt til að taka þátt hafi verið sértækar aðgerðar sem fælu ekki í sér brot gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Innlent

Mið­flokkurinn rýkur upp

Fylgi Miðflokksins rýkur upp um tæp fimm prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu en fylgi Samfylkingar dregst saman í fyrsta sinn frá kosningum. Formaður Miðflokksins upplifir pólitíska vakningu í samfélaginu.

Innlent

Þúsundir fé­laga í Eflingu segjast líða skort

Fjárhagsstaða félagsmanna í stéttarfélaginu Eflingu er mun lakari en félaga í öðrum stéttarfélögum og þúsundir þeirra segjast líða verulegan skort. Efling segir að tveir af hverjum fimm félagsmönnum sínum lifi við fátækt.

Innlent

Ungt fólk í bílnum og annað al­var­lega slasað

Rannsókn alvarlegs umferðarslyss sem varð á hringveginum austan við Kirkjubæjarklaustur í gær stendur enn yfir og fólkið sem var í bílnum sem valt út af veginum er enn á sjúkrahúsi eftir því sem lögreglan á Suðurlandi kemst næst, og er annað þeirra talsvert mikið slasað.

Innlent

Bein út­sending: Ás­geir situr fyrir svörum í þinginu

Peningastefnunefnd Seðlabanka hefur skilað efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skýrslu sinni vegna fyrri hluta ársins. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri situr fyrir svörum á opnum fundi nefndarinnar ásamt Þórarni G. Péturssyni, varaseðlabankastjóra peningastefnu.

Innlent

Starfs­leyfi skot­vallar á Álfs­nesi enn á ný fellt úr gildi

Úrskurðarnefnd hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að samþykkja starfsleyfi fyrir skotvelli á Álfsnesi sem lengi hefur verið deilt um. Heilbrigðiseftirlitið er sagt hafa átt að krefjast þess að hljóðmælingar færu fram á vellinum áður en það tók afstöðu til leyfisins.

Innlent

Réðst á opin­beran starfs­mann

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mann sem hafði beitt opinberan starfsmann ofbeldi í hverfi 201 í Kópavogi. Maðurinn var handtekinn vegna málsins og er hann vistaður í fangageymslu sökum ástands síns. 

Innlent

Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra

Moskítófluga sem fannst um helgina í Kjós er af tegund sem er sérlega lunkin við að halda sér á lífi á veturna. Sérfræðingur segir tímaspursmál hvenær hún verði búin að dreifa sér um land allt. Koma flugunnar veldur heilbrigðisyfirvöldum ekki hugarangri.

Innlent

Fag­fólk flýi skólana verði ekkert gert

Óöryggi í starfi er ein helsta ástæða þess að kennarar skipta um starfsvettvang og dæmi eru um alvarleg ofbeldisbrot barna gegn kennurum. Sérfræðingur í hegðunarvanda barna segir að bregðast þurfi við sem allra fyrst.

Innlent

„Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“

Móðir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði í sínum fyrsta túr á sjó segir erfitt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð skipverja á bátnum hefðu getað bjargað lífi hans. Hún og barnsfaðir hennar hafa tapað máli gegn útgerðinni á tveimur dómstigum, en ætla sér alla leið með málið hvað sem það kostar.

Innlent