Innlent

Ráð­herra segir dóm um Hvammsvirkjun á­hyggju­efni

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir starfsfólk ráðuneytisins rýna dóm héraðsdóms frá því fyrr í dag þar sem starfsleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Dómurinn sé um 109 blaðsíður og hann geti því ekki verið með miklar yfirlýsingar fyrr en hann er búinn að lesa betur yfir hann. Hann segir líklegt að málinu verði áfrýjað.

Innlent

„Ömur­legasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“

Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir veggjalús komna til að vera á Íslandi. Eins og stendur er hann á ferðalagi um landið til að eyða veggjalús. Hann segir veggjalúsinni hafa fjölgað verulega á Íslandi síðustu misseri. „Puttalangur frá helvíti,“ segir hann samstarfsmann sinn kalla hana. Steinar Smári fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Innlent

Stjórn­sýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð

Hátt í fimm þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis á Seyðisfirði. Formaður félagasamtaka sem stendur fyrir söfnuninni segist vonast til þess að landsmenn skrifi undir og félagið fái umboð til að sýna stjórnvöldum að framkvæmdin fari gegn vilja landsmanna.

Innlent

Bjóst ekki við greiðslum frá Al­þingi

Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs ætlar að biðjast lausnar frá borginni í næstu viku. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi í síðustu kosningum eigi að vera búin að því. Óeðlilegt sé að fá bæði laun frá Alþingi og borginni. 

Innlent

Segir nafn­lausa konu fara með rangt mál um bróður hans

Kona sem æfir hjá World Class segir sér misboðið eft­ir að karl­maður gekk inn í kvenna­klefa lík­ams­rækt­ar­inn­ar í Laug­um í morg­un til að gera við kló­set­trúllu­hald­ara án þess að allir í klefanum vissu af komu hans. Björn Leifsson, eigandi World Class og bróðir mannsins, segir konuna fara með rangt mál.

Innlent

Á­kærður fyrir að drepa móður sína

Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur manni sem grunaður er um að hafa banað móður sinni í október á síðasta ári. Það staðfestir Karl Ingi Vilbergsson við mbl.is í dag.

Innlent

Brýnt að endur­skoða atkvæðagreiðslu utan kjör­fundar

Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari.

Innlent

Brottvísuninni frestað fram yfir að­gerð

Brottvísun hinnar venesúelönsku Emmu, þriggja ára stúlku sem þarf að fara í nauðsynlega aðgerð vegna mjaðmaliðhlaups, og fjölskyldu hennar hefur verið frestað þangað til hún er búin í aðgerðinni. 

Innlent

Kjörnir full­trúar þurfi að huga að í­mynd sinni

Þingmenn fengu tveggja mánaðalaun um síðustu mánaðamót. Þá fengu nokkrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á þing líka greitt frá borginni. Dæmi eru um greiðslur á fimmtu milljón. Forseti ASÍ segir að þessu sé svipað háttað á almennum markaði þegar skipt er um starf. Kjörnir fulltrúar þurfi hins vegar að velta fyrir sér ímynd sinni þegar þeir taki við tvöföldum greiðslum.

Innlent

Lítil virkni frá hrinunni

Lítil jarðskjálftavirkni hefur mælst í Bárðarbungu síðan áköf jarðskjálftahrina varð þar í gærmorgun á milli klukkan 6 og 9. Stakur skjálfti 2,4 að stærð mældist klukkan 17:17 síðdegis í gær en annars hefur verið lítil skjálftavirkni. Þó er ekki útilokað að jarðskjálftavirkni á svæðinu taki sig aftur upp á næstunni.

Innlent

Segja að ögur­stund sé runnin upp í Seyðis­firði

Félag um vernd Seyðisfjarðar segja að ögurstund sé runnin upp og hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til nýrrar ríkisstjórnar um að veita ekki leyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Þegar hafa 3387 skrifað ritað nafn sitt á listann.

Innlent

Nefndin hefur víð­tækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu

Umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninga verður afhent undribúningsnefnd Alþingis og birt opinberlega síðar í dag. Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kemur saman til fyrsta fundar síðdegis en nefndin hefur víðtækar heimildir til að rannsaka framkomin álitaefni og getur meðal annars farið fram á endurtalningu. Verðandi forseti Alþingis telur ólíklegt að kosningarnar verði ógiltar.

Innlent

Kennarar mæta aftur í Karp­húsið

Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu eftir stutt viðræðuhlé. Samninganefnd ríkisins er ekki á fundinum.

Innlent

Brúin yfir Ferjukotssíki fallin

Brúin yfir Ferjukotssíki í Borgarfirði er fallin í talsverðum vatnavöxtum. Brúin var reist árið 2023 í kjölfar þess að eldri brú skemmdist í vatnavöxtum. Heimamenn á svæðinu gagnrýndu smíði brúarinnar á sínum tíma og töldu víst að hún myndi ekki endast.

Innlent