Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Um helmingur þeirra sem slasast í flugeldaslysum eru börn allt niður í leikskólaaldur segir sérfræðingur í forvörnum. Góðir hanskar og flugeldagleraugu eru meðal öryggisbúnaðar sem nauðsynlegt er að hafa með þegar skjóta á upp annað kvöld. Innlent 30.12.2025 23:03
„Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Svavar Halldórsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Algalífi og fyrrverandi fréttamaður, er þakklátur fyrir að vera á lífi eftir alvarlega kransæðastíflu. Lífið hafi tekið stakkaskiptum og hann þakki nú fyrir hvern dag og hvert augnablik. Innlent 30.12.2025 22:43
Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Forsætisráðherra segir ekki ganga til lengdar að ein og sama manneskjan gegni mörgum ráðherraembættum í einu. Ríkisráð fundaði í dag en leiðtogar stjórnarflokkanna segjast mjög sáttir við sitt fyrsta ár í ríkisstjórn. Innlent 30.12.2025 21:01
Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist hafa rætt við Pétur Marteinsson, athafnamann og fyrrverandi knattspyrnumann, um hugsanlegt framboð fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Hann hefur verið orðaður við oddvitasæti. Kristrún segist hafa rætt við fleiri sem íhuga framboð fyrir flokkinn. Innlent 30.12.2025 15:48
Níu ráðherrar funda með Höllu Ríkisráðsfundur hófst klukkan þrjú á Bessastöðum í dag. Þar funda ráðherrar ríkistjórnarinnnar með forseta lýðveldisins. Innlent 30.12.2025 15:31
Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Búið er að safna um tíu milljónum króna fyrir Kjartan Guðmundsson sem enn er haldið sofandi í öndunarvél í Suður-Afríku þar sem hann lenti í bílslysi fyrr í mánuðinum. Dóttir hans og móðir létust í slysinu. Vinir Agnars hófu söfnun fyrir Kjartan en þá var þegar hafin söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést og fyrir meðferð bróður hennar sem er í meðferð í Suður-Afríku. Innlent 30.12.2025 15:18
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Áhöfn um borð í björgunarflugvélinni Tf-Sif var fengin til þess að skima eftir ferðamönnum nálægt Heklu í gærkvöldi. Ferðamennirnir fundust fljótt þrátt fyrir mikið myrkur. Innlent 30.12.2025 15:12
Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Landvernd, Ungir umhverfissinnar og sjálfboðaliðasamtökin Seeds Ísland boða til átaks á nýársdag til að plokka flugeldarusl. Átakið ber nafnið glitter, no litter, sem mætti þýða sem glimmer en ekkert rusl og vísar til flugeldanna sem verða sprengdir upp um áramót. Innlent 30.12.2025 15:02
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Það líður varla mánuður án þess að fólk nálgist Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi leiðtoga Jafnaðarmanna, og rifji upp með honum bráðfyndið augnablik í Kryddsíldinni árið 2002 þegar þeim Össuri og Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, lenti saman og ásakanir um að vera dóni gengu á víxl við mikla kátínu hinna við háborðið. Innlent 30.12.2025 13:36
Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Það kom mörgum sem til þekkja í opna skjöldu þegar fréttist í gær að Víðir Sigurðsson íþróttafréttamaður hefði fengið reisupassann uppi í Hádegismóum en hann hefur starfað á Morgunblaðinu í 26 ár. Innlent 30.12.2025 13:23
Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Um 70% landsmanna eru hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum yngri en 16 ára. Þetta sýnir glæný könnun Prósents. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla kveðst fylgjandi banni en segir bann án fræðslu stoða lítið. Innlent 30.12.2025 12:01
Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Í hádegisfréttum fjöllum við um samfélagsmiðlanotkun barna á Íslandi en ný könnun sýnir mikinn stuðning við að slík notkun verði takmörkuð eða jafnvel bönnuð. Innlent 30.12.2025 11:35
Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ, segir marga hunda hrædda við flugelda og hávaðann sem þeim fylgja og það geti haft mikil áhrif á þá í aðdraganda og á gamlárskvöldi. Hægt sé að gefa hundum töflur til að gleyma og til að róa þá. Innlent 30.12.2025 10:03
Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að falla frá reglum og lögum um samsköttun hjóna og sambúðarfólks. Innlent 30.12.2025 08:24
70 prósent landsmanna hlynnt banni Um 70 prósent Íslendinga eru hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum yngri en 16 ára. Þetta eru niðurstöður könnunar Prósents, sem gerð var dagana 12. til 29. desember. Innlent 30.12.2025 08:22
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Fjölmargir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 sem senn líður undir lok. Innlent 30.12.2025 08:00
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Starfsmenn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem sjá um samfélagsmiðla virðast afar ánægðir með utanríkisráðherrann Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, ef marka má færslu sem birtist á Facebook í morgun. Þar segir einfaldlega: „Þorgerður er afar indæl“. Innlent 30.12.2025 06:52
Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Að minnsta kosti sjö voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þeirra á meðal maður og kona sem grunuð eru um þjófnað í raftækjaverslun. Þá voru þrír menn handteknir fyrir sölu og dreifingu fíkniefna en þeir eru einnig grunaðir í öðru máli er varðar þjófnað. Innlent 30.12.2025 06:25
Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Ýmsar gjalda- og skattahækkanir og aðrar breytingar taka gildi um áramótin, en fjármagnstekjuskattur vegna leigutekna gæti í ákveðnum tilfellum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Fjármálaráðherra vill meina að ríkisstjórnin hafi ekki hækkað skatta á „venjulegt vinnandi fólk“ og segir að áhrif á heimilin ættu ekki að vera mikil. Þá kveðst hann stoltastur af þeim breytingum sem gerðar voru á veiðigjaldinu í ár, af þeim breytingum sem gerðar hafa verið á sköttum og gjöldum á árinu. Innlent 29.12.2025 23:05
Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Föður sem lenti í bílslysi í Suður-Afríku er enn haldið sofandi í öndunarvél og langur batavegur er fram undan. Vinur hans segir slysið hafa orðið á stórhættulegum vegarkafla og aðstandendur hans standa fyrir söfnun til þess að geta stutt hann á sjúkrabeðinum. Innlent 29.12.2025 19:22
Fylgi stjórnarflokkanna dalar Miðflokkurinn mælist með tæplega 22 prósenta fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup en hann bætir rúmum tveimur prósentustigum við sig milli mánaða. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna fellur um fjögur prósentustig frá síðasta þjóðarpúlsi og mælist nú 47 prósent. Innlent 29.12.2025 18:59
Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Föður sem lenti í bílslysi í Suður-Afríku er enn haldið sofandi í öndunarvél og langur batavegur er fram undan. Vinur hans segir slysið hafa orðið á stórhættulegum vegarkafla. Efnt hefur verið til söfnunar fyrir hann. Innlent 29.12.2025 18:13
Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Karlmaður sem grunaður er um að fremja rán og önnur ofbeldisbrot um miðjan nóvember afplánar nú eftirstöðvar fyrri dóma sem hann hefur hlotið. Sami maður var handtekinn í sumar eftir að hafa hleypt var af skoti á hótelinu Black Pearl í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 29.12.2025 17:25
Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Karlmaður fannst látinn utandyra í Borgarnesi á öðrum degi jóla. Ekkert bendir til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 29.12.2025 16:09