Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Dagur, enga frasapólitík hér“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir hagsmunaöfl leggja „þagnarhönd“ yfir umræðu um evruna og ESB. Hann vill að Ísland gangi í ESB og taki upp evruna því að hann telur það tryggja lægri vexti. Varaformaður Framsóknarflokksins telur skynsamlegra að ráðast í kerfisbreytingar hér heima til að bregðast við háu vaxtastigi.

Innlent
Fréttamynd

Píratar kjósa for­mann í lok mánaðar

Píratar munu aftur reyna að kjósa sér sinn fyrsta formann eftir að formgalli varð til þess að fresta þurfti aukaaðalfundi flokksins í október. Annar aukaaðalfundur flokksins verður því haldinn 29. nóvember. Að minnsta kosti tveir borgarfulltrúar sækjast eftir því að verða fyrsti formaður flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að flýja lög­reglu en endaði uppi á kanti

Lögregla veitti ökumanni bifreiðar eftirför í hverfi 105 í Reykjavík í nótt þar sem hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglubifreiðarinnar og endaði ökumaður bifreiðarinnar á því að aka upp á kant með þeim afleiðingum að bifreiðin skemmdist.

Innlent
Fréttamynd

Engin á­stæða til að breyta neinu

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að halla sér frekar til hægri eða vinstri til að bregðast við auknu fylgistapi að sögn formanns flokksins sem kynnti nýja ásýnd á sérstökum fundi í dag. Engar breytingar voru boðaðar á stefnu flokksins sem lítur til fortíðar.

Innlent
Fréttamynd

Fölsuð megrunar­lyf lík­lega á leið til landsins

Töluverð hætta er á því að skipulagðir glæpahópar nýti sér eftirspurn eftir megrunarlyfjum hér á landi og komi fölsuðum lyfjum í umferð, að mati sérfræðings. Dæmi eru um að fólk hafi látið lífið við neyslu lyfja sem það keypti á netinu, í því skyni að grennast.

Innlent
Fréttamynd

Brosið fer ekki af Hrunamönnum

Brosið fer ekki af íbúum á Flúðum og í sveitunum þar í kring því nú er búið að opna nýja og glæsilega heilsugæslustöð á staðnum þar sem ellefu vinna, þar af þrír fastráðnir læknar.

Innlent
Fréttamynd

Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar

Töluverð hætta er á að skipulagðir glæpahópar nýti sér eftirspurn eftir megrunarlyfjum og komi fölsuðum lyfjum í umferð. Sérfræðingur segir dæmi um að fólk hafi látið lífið neyslu slíkra lyfja sem það keypti á netinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 

Innlent
Fréttamynd

Í beinni: Skyndifundur Sjálf­stæðis­manna á Grand Hotel

Sjálfstæðismenn funda í dag á Grand Hotel í Reykjavík en flokksformaðurinn Guðrún Hafsteinsdóttir boðaði til fundarins með skömmum fyrirvara á mánudagskvöld undir þeim formerkjum að hún ætlaði að kynna „nýja ásýnd flokksins“ og ræða leiðina „í átt að stærra Íslandi.“

Innlent
Fréttamynd

Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum

Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir alltaf hægt að gera betur í starfsemi meðferðarheimila, eftir að starfsmenn og skjólstæðingar á meðferðarheimilinu Bjargey lýstu brestum á starfinu. Hún segir meðferðar heimilið nýtt og því eðlilegt að enn sé verið að móta starfið.

Innlent
Fréttamynd

Menningar­verð­laun Árborgar til hjóna á Eyrar­bakka

Hjónin Magnús Karel Hannesson og Inga Lára Baldvinsdóttir á Eyrarbakka eru handhafar menningarverðlaun Árborgar fyrir árið í ár, en þau hafa á undanförnum áratugum auðgað menningarlíf í sveitarfélaginu svo sómi er að. Þau eru líka ný búin að gefa um bók um „Horfin hús á Eyrarbakka og þróun byggðarinnar frá 1878 til 1960”.

Innlent
Fréttamynd

Happ­drætti Há­skólans sýknað af tug­milljóna kröfu Catalinu

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Happdrætti Háskóla Íslands af 47 milljóna kröfu veitinga- og skemmtistaðarins Catalinu. Málið laut að þóknun fyrir rekstur spilakassa á veitingastaðnum. Rekendur Catalinu höfðu samið um að þóknunin næmi 1,6 prósentu af veltu vélanna en í ljós kom að hlutfallið næmi tveimur prósentum hjá öðrum rekstraraðilum og Catalina krafðist að fá greiddan mismuninn.

Innlent
Fréttamynd

Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lög­reglu­mönnum

Lögreglu var í nótt tilkynnt um mann sem veittist að dyravörðum í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð en þegar hleypa átti manninum út réðst hann á lögreglumennina sem voru einmitt að fara að sleppa honum. Margt var um slagsmál í borginni í gær.

Innlent