Innlent

Ekkert bendi til að vatnið sé óneyslu­hæft

Sýnataka af neysluvatni í Hveragerði hefur ekki leitt í ljós að það sé óneysluhæft. Ábendingar höfðu borist heilbrigðiseftirlitinu um að bragð og lykt af vatninu væru ekki sem skyldi. Málið er enn til rannsóknar. 

Innlent

„Fall er farar­heill“

Guðmundur Ingi Kristinsson, sem er nýtekin við embætti mennta- og barnamálaráðherra, viðurkennir að ræða hans á opnunarsamkomu leiðtogafundar um menntamál hafi ekki verið nægjanlega góð. Hann segir viðbrögð fólks við ávarpinu eðlileg en ætlar að halda ótrauður áfram.

Innlent

Börn upp­lifi sig van­máttug í sam­skiptum við réttar­kerfið

Upplifun barna af réttarkerfinu er oft neikvæðari en mat stofnana á sinni eigin framkvæmd gefur til kynna. Niðurstöður nýrrar skýrslu umboðsmanns barna benda til þess að börn upplifi sig oft vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið og upplifi sig ekki sem raunverulega þátttakendur í málsmeðferð. Úttektin sýnir einnig að íslenskt réttarkerfi uppfyllir ekki að fullu alþjóðlegar skuldbindingar um barnvæna réttarvörslu.

Innlent

Fara í mál við ís­lenska ríkið og Arctic Sea Farm

Veiðifélag Hrútafjarðarár og Síkár og Veiðifélag Blöndu og Svartár hafa höfðað dómsmál gegn íslenska ríkinu og Arctic Sea Farm fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna leyfis Matvælastofnunar fyrir sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði.

Innlent

Undir­búa vilja­yfir­lýsingu um jarð­göng í gegnum Reynis­fjall

Sveitarfélögin Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Hornafjörður ásamt Summu rekstrarfélagi undirbúa gerð sameiginlegrar viljayfirlýsingar „vegna fjármögnunar á göngum í gegnum Reynisfjall“. Summa rekstrarfélag yrði samstarfsaðili fyrir hönd innviðasjóða í eigu nítján lífeyrissjóða og tryggingafélags.

Innlent

Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman

Kristján Markús Sívarsson var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því í lok síðasta árs verður dregið frá refsingunni.

Innlent

„Frá­leitt að halda því fram að þetta muni kné­setja út­gerðina”

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fráleitt af útgerðum að halda því fram að nauðsynlegt verði að segja upp þúsundum starfsfólks eða jafnvel flytja fiskvinnslu úr landi vegna tvöföldunar veiðigjaldsins. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað síðustu ár meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Hanna Katrín fór yfir ákvörðun stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent

Rann­saka neyslu­vatn í Hvera­gerði

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands rannsakar nú neysluvatn í Hveragerði eftir að ábendingar bárust um að skrýtin lykt og bragð væri af vatninu. Fyrstu vísbendingar úr vatnssýni ættu að berast á morgun.

Innlent

Vildi birta upp­tökur af of­beldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“

Kona sem varð fyrir grófu ofbeldi í nánu sambandi er sár og reið út í dómskerfið þar sem gerandi hennar gengur laus vegna skilorðsbundins dóms. Í fréttinni munum við birta myndefni úr öryggismyndavél sem fangaði ofbeldið og vörum um leið við því. Konan vill stíga fram og sýna umheiminum hvernig heimilisofbeldi getur litið út, það sé lífshættulegt.

Innlent

Gerandinn á­kærður fyrir manndrápstilraun á Vopna­firði

Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, steig í pontu í Alþingi í dag og lýsti áralöngu heimilisofbeldi sem hún sætti. Hún segir meðvirknina eina af grunnstoðum ofbeldis. Gerandinn er sá sami og er ákærður er fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði.

Innlent

„Þessi leið­rétting er hið rétta í stöðunni“

Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri.

Innlent

Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof

Formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra mælti á Alþingi í dag fyrir breytingum á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um breytingar á kerfinu til að styrkja afkomuöryggi fjölskyldna.

Innlent

Lík­legast að næsta gos verði stærra en fyrri gos

Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram en hægt hefur á hraða landriss síðustu vikur. Veðurstofan telur enn líklegast að kvikusöfnunartímabilinu ljúki með kvikuhlaupi eða eldgosi sem komi upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni.

Innlent

Fólk ekki fas­istar þó það eigi Teslu

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir mótmæli sem hún tók þátt í fyrir framan umboð Tesla í Vatnagörðum um helgina ekki beinast gegn eigendum Teslu bíla eða starfsfólki fyrirtækisins heldur Elon Musk, stærsta eigenda þess. 

Innlent

MAST kærir Kaldvík til lög­reglu

Matvælastofnun hefur farið fram á opinbera rannsókn lögreglu vegna meintra brota fiskeldisfyrirtækisins Kaldvík á Austfjörðum á lögum um velferð dýra. Þetta kemur fram á vefsíðu MAST.

Innlent