Innlent

Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar

Búseti hefur lagt fram stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna grænu vöruskemmunar við Álfabakka 2. Í kærunni er farið fram á að framkvæmdirnar verði stöðvaðar. Niðurstöðu er að vænta innan fárra vikna.

Innlent

Tjáði sig um of­beldi sonarins fyrir and­látið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma ná­lægt mér aftur“

Kona á sjötugsaldri tjáði sig í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu 1. nóvember 2022 um ofbeldi af hálfu sonar hennar, sem er á fertugsaldri,  sem hafði þá verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brotið. Konan lést í október síðastliðnum en í síðustu viku var greint frá því að sonurinn hefði verið ákærður fyrir að verða henni að bana.

Innlent

Heitar um­ræður um lokun flug­brautar

Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn.

Innlent

Prammi á ferðinni á Ölfus­á vegna nýrrar brúar

Það er ekki á hverjum degi, sem það sést prammi sigla á Ölfusá við Selfoss en það gerðist þó í dag þegar byrjað var að flytja vélar og tæki í Efri Laugardælaeyju til að hefja jarðvegsrannsóknir á eyjunni en nýja Ölfusárbrúin mun meðal annars fara þar yfir.

Innlent

Sýkla­lyfja­ó­næmi raun­veru­leg ógn

Vísbendingar eru um að tilvikum alvarlegs sýklalyfjaónæmis sé að fjölga verulega hér á landi á sama tíma og Ísland er Norðurlandamethafi í sýklalyfjaávísunum. Yfirlæknir hjá Landlækni segir vaxandi áhyggjuefni að fjölónæmir sýklar nái bólfestu.

Innlent

155 milljónir til sviðslistaverkefna

Sviðslistasjóður styrkir verkefni í sviðslistum um 155 milljónir í ár. Sviðslistaráð úthlutar 98 milljónum til 12 atvinnusviðslistahópa og þeim fylgja 102 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks. 98 mánuðum var úthlutað til einstaklinga í úthlutun listamannalauna, og nemur stuðningur til sviðslista rúmlega 155 milljónum króna.

Innlent

Dagur kveður eftir 23 ár í borginni

Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri sat sinn síðasta borgarstjórnarfund í dag þar sem hann bauðst lausnar frá störfum. Dagur varð borgarfulltrúi fyrst árið 2002, og hefur verið borgarstjóri eða formaður borgarráðs undanfarin fimmtán ár.

Innlent

Rýnt í fyrsta dag Trumps í em­bætti og deilt um Reykja­víkur­flug­völl

Donald Trump undirritaði mikinn fjölda forsetatilskipana eftir að hann sór embættiseiðinn í gær en meðal fyrstu verka var að náða þá sem réðust inn í bandaríska þinghúsið í janúar 2021. Friðjón Friðjónsson, sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, kemur í myndver og skoðar þennan fyrsta dag Trumps í embætti.

Innlent

Ein­hver heimili enn keyrð á varaafli

Nokkrir viðskiptavinir RARIK á Austurlandi fá sem stendur afhent rafmagn með smærri varaflsvélum meðan verið er að gera við rafmagnslínur sem skemmdust í óveðrinu sem hófst á sunnudag. 

Innlent

Sjá auknar líkur á eld­gosi í kortunum

Landris heldur áfram á Sundhnúksgígaröðinni en en hraði landriss hefur minnkað örlítið. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að þessi breyting hafi ekki áhrif á fyrra mat Veðurstofunnar um líklega atburðarás á svæðinu og að enn megi gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni fari að aukast í lok janúar eða byrjun febrúar

Innlent

Öllum rýmingum af­létt

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi á rýmingarsvæðum á Seyðisfirði frá klukkan 14 í dag. Öllum rýmingum á Seyðisfirði hefur því verið aflétt.

Innlent

Þúsund skref auka­lega skila 15 prósent lægri dánar­tíðni

Þúsund skref aukalega á dag lækka dánartíðni fólks um fimmtán prósent. Þetta kemur fram í rannsókn þar sem tvö hundruð og tuttugu þúsund manns var fylgt eftir um árabil. Endurhæfingarlæknir segir að öll viðbótarhreyfing bæti lífslíkur fólks, sérstaklega eldri hópa.

Innlent

Á­kærður fyrir til­raun til manndráps á Vopna­firði

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri.

Innlent