Innlent

Greiða at­kvæði um verk­fall á Grundar­tanga

Undirbúningur er hafinn að atkvæðagreiðslu á um vinnustöðvun félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness sem starfa í álveri Norðuráls á Grundartanga. Stéttarfélagið segist skynja lítinn samningsvilja af hálfu fyrirtækisins og því sé vinnustöðvun það eina í stöðunni.

Innlent

Kæra skóg­rækt við Húsa­vík vegna rasks á varp­lendi fugla

Fuglaverndarsamtök hafa kært framkvæmdir við skógrækt utan við Húsavík sem áttu sér stað í fyrra til lögreglu. Þau halda því fram að lög um náttúru- og dýravernd hafi verið brotin þar sem framkvæmdirnar hafi raskað varplendi fugla. Framkvæmdastjóri skógræktarfyrirtækisins segir að gætt hafi verið að því að engin hreiður væru á svæðinu.

Innlent

Loka­æfing fyrir al­myrkva

Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði.

Innlent

Vilja að bæjar­stjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjar­full­trúar

Fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Samfylkingar lögðu fram breytingartillögu á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær sem felur í sér að laun bæjarstjóra lækki um tíu prósent eins og laun annarra kjörinna fulltrúa. Bæjarstjóri segir að laun lykilstjórnenda verði skoðuð. Til að byrja með verði þau fryst út árið og hækkuð í samræmi við þingfararkaup en ekki launavísitölu. 

Innlent

Saka lög­regluna um að rægja Kín­verja

Talsmaður kínverska sendiráðsins á Íslandi gagnrýnir fullyrðingar fulltrúa ríkislögreglustjóra um njósnir Kínverja og sakar hann um að dreifa rógburði um Kína. Þótt talsmaðurinn segi sendiráðið á móti ummælum hans hafnar hann þeim ekki berum orðum.

Innlent

Verður aflífaður eftir allt saman

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur úrskurðað að hundur af gerðinni American Akita, sem hefur bitið mann og þrjá hunda, skuli aflífaður eftir allt saman. Eigandi hundsins kærði ákvörðun heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar um aflífun en þeirri kröfu hefur nú verið hafnað af úrskurðarnefndinni.

Innlent

Vara við þjófum sem dul­búa sig sem ferða­menn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við þjófum sem hafa verið á ferðinni á miðborgarsvæðinu undanfarna daga. Þeir eru sagðir vera erlendir ríkisborgarar og herja á ferðamenn og hafa borist tilkynningar um slík mál við Hallgrímskirkju og nágrenni hennar.

Innlent

Skoða hvort hægt sé að flýta upp­byggingu í Úlfarsárdal

Nýr starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar og verkalýðsfélaganna BSRB og ASÍ á að skoða nýjar leiðir til þess að auka framboð og hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Hópurinn á að skila sínum tillögum í maí. Starfshópurinn mun skoða sérstaklega hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfársárdal auk þess sem hann á að kortleggja helstu möguleika á uppbyggingu næstu 10 til 15 árin.

Innlent

Sól­myrkvi á laugar­daginn

Deildarmyrkvi á sólu verður vel sjáanlegur frá Íslandi á laugardag, verði veður hagstætt. Þetta er síðasti deildarmyrkvinn sem sýnilegur er hér á landi fyrir almyrkvann í ágúst 2026.

Innlent

Sigaði löggunni á blaðbera

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að fólk væri að reyna að komast inn til þess sem hringdi í Hafnarfirði. Lögreglumenn voru sendir á vettvang og kom í ljós að um blaðburðarfólk væri að ræða.

Innlent

Gengur þreyttur en stoltur frá borði

Magnús Karl Magnússon beið nauman ósigur í seinni umferð rektorskjörs Háskóla Íslands í dag. Hann óskar nýkjörnum rektor til hamingju og segist ganga þreyttur en sáttur frá borði.

Innlent

„Þetta er yfir­þyrmandi til­finning“

Silja Bára R. Ómarsdóttir, nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, segist ekki oft orðlaus en að hún sé það nú. Hún bar nauman sigur úr býtum í seinni umferð rektorskjörsins með rétt rúm 50 prósent.

Innlent

Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa

Fyrrverandi formaður Sameykis sem þáði sjötíu milljóna króna starfslokagreiðslu frá félaginu telur ekkert óeðlilegt við hana. Forseti ASÍ segir greiðsluna hins vegar seint falla undir heilbrigða skynsemi. Fjallað verður um umdeildar starfslokagreiðslu stéttafélagsins um í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Upp­hæðin kom Þór­arni í opna skjöldu

Fyrrverandi formaður Sameykis segist ekki verða var við mikla gagnrýni eftir að í ljós kom í aðdraganda aðalfundar félagsins að hann hefði gert starfslokasamning við stjórn félagsins sem kvað á um það að hann verði áfram á launum næstu tvö árin og hálft.

Innlent