Innlent

Fréttamynd

Fann að eitt­hvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin

Lykilsönnunargagn í stórfelldu fíknefnamáli er myndefni úr leynilegri upptöku lögreglu. Þetta myndefni var sýnt í aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Í málinu eru þrír menn ákærðir fyrir vörslu mikils magns MDMA sem er samanlagt talið hljóða upp á 25 þúsund neysluskammta.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bíða þess að samningur um neyslurými verði endur­nýjaður

Frá því að neyslurýmið Ylja opnaði í ágúst á síðasta ári hafa um 140 einstaklingar leitað þangað. Meðalaldur notenda er um 38 ára og flestir karlmenn. Verkefnið er tímabundið og rennur samningur við ráðuneytið um rekstur rýmisins út í apríl. Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar og félagslegra verkefna hjá Rauða krossinum, segir unnið hörðum höndum að því að endurnýja samninginn. Tölurnar sýni að þörfin sé mikil.

Innlent
Fréttamynd

Eldur á Álfhólsvegi

Eldur kviknaði í bíl á Álfhólsvegi í Kópavogi á sjötta tímanum. Bíllinn er upp við bílskúr og annar bíll við hlið hans. Slökkvilið er langt komið með að ráða niðurlögum hans.

Innlent
Fréttamynd

Ekki á­kveðið hvort hún ætli í vara­for­manninn ef hún tapar

„Ég vona að flokkurinn fái val um fólk til að velja í forystuna. Ég hef sýnt að ég víla ekki fyrir mér að biðja um embætti og treysti mér til þess að sinna því, stíga inn í framtíðina og líta inn á við á sama tíma og ekki síst að vera öflugur málsvari sjálfstæðisstefnunnar. Og ég ætla að gefa sjálfstæðismönnum það val á landsfundi.“ 

Innlent
Fréttamynd

Hefð fyrir ungum for­mönnum en ekki konum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun tilkynna um framboð sitt til formanns flokksins í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem þekkir sögu flokksins vel, segir að ýmislegt megi lesa í samsetningu hópsins sem verður viðstaddur. Óljóst er með mótframboð en hann bendir á að allt geti gerst fram á síðustu stundu.

Innlent
Fréttamynd

Ás­laug ætlar í for­manninn

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra ætlar að sækjast eftir kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Byssu­maðurinn hafi miðað á aðra í hópnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með mikinn viðbúnað í gær vegna tilkynningar um ungmenni með skotvopn. Byssumannsins er enn leitað. Hann meðhöndlaði byssuna í kringum hóp annarra ungmenna og hefur lögreglu tekist að bera kennsl á einhver þeirra. 

Innlent
Fréttamynd

Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti

Anna María Flygenring geitabóndi á bænum Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er ekki bara með geiturnar sínar til gamans og yndisauka, nei, því hún vinnur fatnað úr geitafiðunni eins og geitavesti, sem hún klæðist þegar hún sinnir geitunum sínum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er ein­hver samfélagsmiðlasýki“

Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um hætturnar sem fylgt geta tálbeituaðferðum. Myndbönd sem sýna ungmenni ganga í skrokk á meintum barnaníðingum eru í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Enginn megi vera krýndur for­maður

Spennan magnast fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins en þingmenn telja allar líkur á að barist verði um formannsembættið. Fyrsti frambjóðandinn mun tilkynna framboð sitt á morgun.

Innlent