Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálf­stæðan rekstur en heldur eftirlaununum

Helgi Magnús Gunnarsson, sem lét nýlega af embætti vararíkissaksóknara, hefur fengið lögmannsréttindin sín afhent á ný eftir að þau höfðu legið inni í 24 ár. Hann stefnir á sjálfstæðan rekstur sem lögmaður en mögulegar tekjur sem hann hefur af honum munu engin áhrif hafa á eftirlaun hans hjá ríkinu. Níu ár eru í að hann nái eftirlaunaaldri.

Innlent
Fréttamynd

Bylting fram­undan en Land­spítalinn þurfi að hlaupa hraðar

Hægt er að stórefla forvarnir, greiningar og meðferðir sjúkdóma með því að nýta upplýsingar úr stórum gagna- og lífsýnasöfnum. Heilbrigðisráðherra telur að Ísland geti orðið leiðandi á sviðinu og undirbýr þingsályktun. Kona sem fékk vitneskju um erfðasjúkdóm með slíkri aðferð segir að alla eftirfylgni hafi vantað.

Innlent
Fréttamynd

Faðir plokksins kenndi ráð­herra að plokka

Maðurinn á bak við plokk hreyfinguna er kominn hingað til lands til að hvetja Íslendinga til að taka upp rusl á göngu og hlaupum. Hann skellti sér í kajaksiglingu með umhverfisráðherra í tilefni þessa og minnti á að þeir plokka sem róa.

Innlent
Fréttamynd

Kári Stefáns­son í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt

Hægt er að stórefla forvarnir, greiningar og meðferðir sjúkdóma með því að nýta upplýsingar úr stórum gagna- og lífsýnasöfnum. Heilbrigðisráðherra telur að Ísland geti orðið leiðandi á sviðinu og undirbýr þingsályktun. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við konu sem fékk vitneskju um erfðasjúkdóm með slíkri aðferð og leggur áherslu á að þjónusta fylgi með. Þá mætir Kári Stefánsson í beina útsendingu og ræðir þessa mögulegu byltingu í heilbrigðisþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Glímdi við veikindi fyrir and­látið sem breyttu per­sónu­leika hans

Lækn­ir hjá minn­is­mót­töku Land­spít­alans segir Hjörleif Hauk Guðmundsson, manninn sem lét lífið í Gufunesmálinu svokallaða, hafa glímt við veikindi í aðdraganda andlátsins. Þetta kom fram í framburði læknisins sem gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suður­lands í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hraðbankaþjófur játar sök

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku, hefur játað sök og hefur hann verið úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu til 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina ör­laga­ríku

Maður sem er bæði grunaður um stuld á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku og í Hamraborgarmálinu svokallaða gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað við aðalmeðferð Gufunesmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hann sagði að honum hefði verið boðið með til Þorlákshafnar kvöldið fyrir nóttina örlagaríku þegar atburðir málsins áttu sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Með mikla á­verka og mjög kaldur þegar hann fannst

Réttarmeinafræðingur, sem framkvæmdi réttarkrufningu á Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, gaf skýrslu við aðalmeðferð Gufunesmálsins svokallaða í dag. Hann sagði dánarorsökina hafa verið skaða á öndunarfærum Hjörleifs og að ofkæling hafi ekki bætt úr skák.

Innlent
Fréttamynd

Móðirin á­fram í haldi og hús­leit á Ír­landi

Gæsluvarðhald yfir frönsku konunni, sem grunuð er um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana, hefur verið framlengt um fjórar vikur. Að þeim tíma liðnum mun hún hafa mátt dúsa í gæsluvarðhaldi lengur en lög gera almennt ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Til skoðunar að flytja Sjálf­stæðis­flokkinn úr Val­höll

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins samþykkti í gærkvöldi tillögu Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns flokksins, um að skipa þriggja manna húsnæðisnefnd til þess að skoða framtíðartilhögun húsnæðismála flokksins. Heimildir Vísis herma að til skoðunar sé að flytja höfuðstöðvar flokksins úr Valhöll.

Innlent
Fréttamynd

Bylting í heil­brigðis­þjónustu og á­róður Banda­ríkja­manna

Mögulegt er að efla forvarnir, sjúkdómsgreiningar og meðferðir með heilbrigðisþjónustu sem er sniðin að hverjum og einum. Til þess er hægt að nota upplýsingar úr lífsýnasöfnum og gagnagrunnum sem Íslensk erfðagreining hefur til að mynda byggt upp. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Kára Stefánsson og heilbrigðisráðherra sem mun beita sér fyrir því að þetta verði tekið upp og telur að Íslendingar geti orðið leiðandi á sviðinu.

Innlent
Fréttamynd

Vilja halda leiðbeinandanum á­fram bak við lás og slá

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um kynferðisbrot í starfi sínu sem leiðbeinandi á leikskólanum Múlaborg. Lögregla rannsakar nú ábendingar um brot gegn fleiri börnum á leikskólanum og segir rannsókn miða vel.

Innlent
Fréttamynd

Kynna drög að nýrri stefnu í heil­brigðis­málum

Starfshópur undir formennsku Kára Stefánssonar fyrrverandi forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hefur skilað skýrslu til ráðherra með drögum að stefnu um einstaklingssniðna heilbrigðisþjónustu (EHÞ). Skýrslan verður kynnt á svokölluðum morgunverðarfundi heilbrigðisráðherra klukkan átta og verður í beinni útsendingu á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjöru­tíu ára ferli

Samband Íslands og Bandaríkjanna á sviði varnarmála hefur aldrei verið þéttara að sögn yfirmanns varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Yfirmaður þýska hersins segir öryggisógnina sem steðji að Evrópu nú vera þá mestu á sínum fjörutíu ára ferli í hernum.

Innlent