ÍBV og Fram skildu jöfn í Olís-deild karla í handbolta í dag þegar liðin áttust við í Vestmannaeyjum í dag.
Nokkuð jafnræði var með liðunum stóran hluta leiksins þó gestirnir úr Safamýrinni hafi haft frumkvæðið lengstum.
Framarar leiddu með tveimur mörkum í leikhléi, 11-13 og voru tveimur mörkum yfir, 21-23, þegar ein mínúta lifði leiks.
Gestirnir fóru hins vegar illa að ráði sínu á lokakaflanum á meðan Friðrik Hólm Jónsson gerði síðustu tvö mörk leiksins og tryggði heimamönnum þar með eitt stig. Lokatölur 23-23.
Kristján Örn Kristjánsson var markahæstur Eyjamanna með 5 mörk en Kristinn Hrannar Bjarkason markahæstur hjá Fram, einnig með 5 mörk.
Eyjamenn náðu í stig á siðustu stundu
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn


Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti


„Erum í basli undir körfunni“
Körfubolti



Finnur Freyr framlengdi til 2028
Körfubolti

Fleiri fréttir
