Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn 10. júlí 2016 21:30 Portúgalir fagna. vísir/epa Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. Varamaðurinn Eder tryggði Portúgölum sigur með marki í uppbótartíma, en þetta er fyrsti stóri titill Portúgala. Frakkarnir byrjuðu af krafti og þar fremstur í flokki var Moussa Sissoko sem lét mikið að sér kveða. Hann var gífurlega kraftmikill og lét finna fyrir sér inn á miðjunni. Besta færi fyrri hálfleiks kom á tíundu mínútu þegar Payet gaf boltann á Griezmann sem átti góðan skalla, en Patricio var vel á verði í markinu og blakaði boltanum yfir. Cristiano Ronaldo þurfti að fara af velli vegna meiðsla á 25. mínútu eftir að Dimitri Payet braut á honum stuttu áður, en Ronaldo brast í grát þegar hann var borinn af velli. Staðan var markalaus í hálfleik, en Griezmann fékk aftur rosalega gott skallafæri á 66. mínútu þegar hann skallaði frábæra fyrirgjöf Kingsley Coman framhjá. Nani og Quaresma áttu ágætar rispur fyrir Portúgali, en í uppbótartíma skaut Andre-Pierre Gignac í stöngina eftir að hann plataði Pepe upp úr skónum. Staðan eftir venjulegan leiktíma var markalaus og því þurfti að grípa til framlengingar. Raphael Guerreiro skaut í slána á 108. mínútu, en mínútu síðar dró til tíðinda. Varamaðurinn Eder fékk boltan fyrir utan teiginn, hristi Laurent Koscielny af sér og þrumaði boltanum í nærhornið framhjá Hugo Lloris. Eder lék með Gylfa Þór Sigurðssyni, landsliðsmanni Íslands, fyrri hluta síðasta tímabils, en hann fann ekki fjölina á Englandi og hélt til Frakklands þar sem hann gekk í raðir Lille. Frakkarnir reyndu allt hvað þeir gátu til þess að jafna metin, en allt kom fyrir ekki og Portúgal er Evrópumeistari í fótbolta 2016 í fyrsta skipti. Þeir náðu því að hefna ófaranna síðan í tapinu gegn Grikklandi í úrslitaleiknum 2004. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira
Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. Varamaðurinn Eder tryggði Portúgölum sigur með marki í uppbótartíma, en þetta er fyrsti stóri titill Portúgala. Frakkarnir byrjuðu af krafti og þar fremstur í flokki var Moussa Sissoko sem lét mikið að sér kveða. Hann var gífurlega kraftmikill og lét finna fyrir sér inn á miðjunni. Besta færi fyrri hálfleiks kom á tíundu mínútu þegar Payet gaf boltann á Griezmann sem átti góðan skalla, en Patricio var vel á verði í markinu og blakaði boltanum yfir. Cristiano Ronaldo þurfti að fara af velli vegna meiðsla á 25. mínútu eftir að Dimitri Payet braut á honum stuttu áður, en Ronaldo brast í grát þegar hann var borinn af velli. Staðan var markalaus í hálfleik, en Griezmann fékk aftur rosalega gott skallafæri á 66. mínútu þegar hann skallaði frábæra fyrirgjöf Kingsley Coman framhjá. Nani og Quaresma áttu ágætar rispur fyrir Portúgali, en í uppbótartíma skaut Andre-Pierre Gignac í stöngina eftir að hann plataði Pepe upp úr skónum. Staðan eftir venjulegan leiktíma var markalaus og því þurfti að grípa til framlengingar. Raphael Guerreiro skaut í slána á 108. mínútu, en mínútu síðar dró til tíðinda. Varamaðurinn Eder fékk boltan fyrir utan teiginn, hristi Laurent Koscielny af sér og þrumaði boltanum í nærhornið framhjá Hugo Lloris. Eder lék með Gylfa Þór Sigurðssyni, landsliðsmanni Íslands, fyrri hluta síðasta tímabils, en hann fann ekki fjölina á Englandi og hélt til Frakklands þar sem hann gekk í raðir Lille. Frakkarnir reyndu allt hvað þeir gátu til þess að jafna metin, en allt kom fyrir ekki og Portúgal er Evrópumeistari í fótbolta 2016 í fyrsta skipti. Þeir náðu því að hefna ófaranna síðan í tapinu gegn Grikklandi í úrslitaleiknum 2004.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira