Umfjöllun: Frakkland - Ísland 5-2 | Ævintýrinu lokið í Frakklandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júlí 2016 20:45 Kolbeinn Sigþórsson skorar hjá Frökkum. Vísir/EPA Ævintýri íslenska landsliðsins í fótbolta á Evrópumótinu í Frakklandi lauk í kvöld þegar strákarnir okkar voru sendir heim af gestgjöfunum á Stade de France, 5-2. Því miður þurfti þetta að enda svona. Franska liðið sýndi í leiknum hversu ótrúlega gott það er þó strákarnir okkar spiluðu sinn versta leik á mótinu. Heimamenn voru betri á nær öll sviðum fótboltans, lögðu leikinn frábærlega upp og verðskulduðu sigurinn. Fyrir leikinn voru Frakkar ekki búnir að skora í fyrri hálfleik á Evrópumótinu og þeirra helstu gagnrýnendur vildu meina að þeir gætu ekki orðið meistarar ef það héldi áfram. Heimamenn svöruðu kallinu í kvöld, því miður gegn okkur, og skoruðu fjögur í fyrri hálfleik. Ísland fékk fyrsta færið þegar Gylfi Þór Sigurðsson átti ágætis skot úr teignum strax á þriðju mínútu. Það var ekki færið sem skipti máli í því heldur uppspilið sem var mjög gott en okkar menn gáfu sér tíma á boltann og byggðu upp góða sókn. Það var aftur á móti eina færið sem strákarnir sköpuðu sér úr opnum leik í fyrri hálfleik þrátt fyrir að fá að vera meira með boltann en aðrir mótherjar Íslands hafa boðið upp á. Frakkar leyfðu strákunum að senda boltann eins og þeir vildu á eigin vallarhelmingi en mættu svo í pressu þegar boltinn fór yfir miðju og unnu boltann trekk í trekk. Frakkar reyndu að vinna boltann á eigin vallarhelmingi og sækja hratt og það gekk upp á 13. mínútu þegar Oliver Giroud skoraði eftir sendingu yfir vörnina frá Blaise Matuidi. Frakkarnir voru ekkert búnir að gera fram að þessu en einstaklingsgæði tveggja leikmanna komu Frökkum í 1-0. Íslenska liðið er svo sannarlega ekki vant því að fá á sig mörk þegar boltanum er lyft yfir vörnina og síður en svo úr föstum leikatriðum. Því var það jafnvel enn furðulegra þegar Paul Pogba skoraði með flottum skalla eftir hornspyrnu á 20. mínútu. Aðdragandi þess marks var líka sending yfir vörnina sem leiddi að horninu. Íslenska vörnin ekki lík sjálfri sér. Fyrir leik var vitað að Frakkar væru allt annað skrímsli en enska liðið og það sannaðist. Didier Dechamps og hans menn voru með leikáætlun, höfðu augljóslega skoðað íslenska liðið miklu betur, sýndu því virðingu frá fyrstu mínútu með því að taka leikinn alvarlega og uppskáru eftir því. Að sleppa með 2-0 inn í hálfleikinn hefði verið eitthvað en í staðinn tvöfaldaðist forskotið. Skot fyrir utan teig frá Dimitri Payet söng í netinu á 43. mínútu og á lokamínútu seinni hálfleiks slapp Antonie Griezmann einn í gegn eftir klaufalega tilburði Kára Árnasonar og lyfti boltanum yfir Hannes. 4-0. Leik lokið eftir 45 mínútur. Ísland varð með þessu fyrsta liðið til að fá á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik. Tölfræði sem enginn vill geta státað sig af. Frakkar skutu fimm sinnum á markið í fyrri hálfleik og skoruðu fjórum sinnum. Það gekk allt upp hjá Frökkum á meðan íslenska liðið var ekki upp á sitt besta og það dugir skammt gegn liði eins og Frakklandi. Lars og Heimir gerðu tvær skiptingar í hálfleik til að reyna að fríska upp á hlutina enda ekki annað hægt. Sverrir Ingi leysti af Kára í miðverðinum og Alfreð kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson sem var á meðal skárstu leikmönnum fyrri hálfleiks. Strákarnir voru ekkert að leggja árar í bát og minnkuðu muninn á 56. mínútu þegar Kolbeinn Sigþórsson skoraði sitt 22. landsliðsmark eftir sendingu frá Gylfa Þór Sigurðsson. Snilld frá báðum; sendingin á nærstöng upp á tíu og afgreiðslan eins og hjá heimsklassa framherja. Bjartsýnustu Íslendingum dreymdi þarna um ævintýrlega endurkomu, en ekkert varð af henni. Þremur mínútum síðar skoraði Oliver Giroud fimmta mark Frakka með skalla eftir aukaspyrnu Dimitri Payets. Hannes Þór Halldórsson fór í skógarferð og Giroud stangaði boltann í autt netið. Hannes, sem er búinn að vera svo magnaður á mótinu, var langt frá sínu besta í kvöld. Strákarnir börðust áfram dyggilega studdir af mögnuðum áhorfendum sem áttu stúkuna; 8.000 á móti 68.000. Þó ekki allt hafi gengið upp, stundum ekkert, var engin uppgjöf í okkar mönnum. Á 82. mínútu trylltist allt í stúkunni þegar Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í því sem gæti verið hans síðasti landsleikur. Bláa hafið í stúkunni var enn að fagna innkomu Eiðs þegar Birkir Bjarnason bjargaði aðeins deginum hjá sér með skallamarki á 84. mínútu og lagaði stöðuna fyrir Ísland, 5-2. Það urðu lokatölur leiksins. Stærsta tap Íslands í mótsleik síðan það tapaði 2-0 gegn Króatíu ytra í frægum umspilssleik árið 2013. Einnig er þetta fyrsta þriggja marka tapið hjá íslenska landsliðinu síðan Lars Lagerbäck tók við því. Ævintýrinu er lokið í bili en þrátt fyrir þetta tap eru strákarnir fyrir löngu búnir að berja sér leið inn í hjörtu þjóðarinnar. Tapið er stórt á pappír en þeir verða ekki dæmdir fyrir þessar 90 mínútur heldur allt sem þeir hafa gert og afrekað á síðustu árum.BYRJUNARLIÐ ÍSLANDS!ICELAND STARTING LINEUP!#ISL vs #FRA @UEFAEURO pic.twitter.com/wHcxKKDLhm— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 3, 2016 Kolbeinn skorar: Stúkan syngur enn. Þetta er fallegt. Hér er mark Kolbeins. #EMÍsland #ISL https://t.co/JMCuxGRElu— Síminn (@siminn) July 3, 2016 Birkir Bjarna skorar. Birkir Bjarnason skorar. Engin uppgjöf. #EMÍsland https://t.co/ujpklLxnLI— Síminn (@siminn) July 3, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Ævintýri íslenska landsliðsins í fótbolta á Evrópumótinu í Frakklandi lauk í kvöld þegar strákarnir okkar voru sendir heim af gestgjöfunum á Stade de France, 5-2. Því miður þurfti þetta að enda svona. Franska liðið sýndi í leiknum hversu ótrúlega gott það er þó strákarnir okkar spiluðu sinn versta leik á mótinu. Heimamenn voru betri á nær öll sviðum fótboltans, lögðu leikinn frábærlega upp og verðskulduðu sigurinn. Fyrir leikinn voru Frakkar ekki búnir að skora í fyrri hálfleik á Evrópumótinu og þeirra helstu gagnrýnendur vildu meina að þeir gætu ekki orðið meistarar ef það héldi áfram. Heimamenn svöruðu kallinu í kvöld, því miður gegn okkur, og skoruðu fjögur í fyrri hálfleik. Ísland fékk fyrsta færið þegar Gylfi Þór Sigurðsson átti ágætis skot úr teignum strax á þriðju mínútu. Það var ekki færið sem skipti máli í því heldur uppspilið sem var mjög gott en okkar menn gáfu sér tíma á boltann og byggðu upp góða sókn. Það var aftur á móti eina færið sem strákarnir sköpuðu sér úr opnum leik í fyrri hálfleik þrátt fyrir að fá að vera meira með boltann en aðrir mótherjar Íslands hafa boðið upp á. Frakkar leyfðu strákunum að senda boltann eins og þeir vildu á eigin vallarhelmingi en mættu svo í pressu þegar boltinn fór yfir miðju og unnu boltann trekk í trekk. Frakkar reyndu að vinna boltann á eigin vallarhelmingi og sækja hratt og það gekk upp á 13. mínútu þegar Oliver Giroud skoraði eftir sendingu yfir vörnina frá Blaise Matuidi. Frakkarnir voru ekkert búnir að gera fram að þessu en einstaklingsgæði tveggja leikmanna komu Frökkum í 1-0. Íslenska liðið er svo sannarlega ekki vant því að fá á sig mörk þegar boltanum er lyft yfir vörnina og síður en svo úr föstum leikatriðum. Því var það jafnvel enn furðulegra þegar Paul Pogba skoraði með flottum skalla eftir hornspyrnu á 20. mínútu. Aðdragandi þess marks var líka sending yfir vörnina sem leiddi að horninu. Íslenska vörnin ekki lík sjálfri sér. Fyrir leik var vitað að Frakkar væru allt annað skrímsli en enska liðið og það sannaðist. Didier Dechamps og hans menn voru með leikáætlun, höfðu augljóslega skoðað íslenska liðið miklu betur, sýndu því virðingu frá fyrstu mínútu með því að taka leikinn alvarlega og uppskáru eftir því. Að sleppa með 2-0 inn í hálfleikinn hefði verið eitthvað en í staðinn tvöfaldaðist forskotið. Skot fyrir utan teig frá Dimitri Payet söng í netinu á 43. mínútu og á lokamínútu seinni hálfleiks slapp Antonie Griezmann einn í gegn eftir klaufalega tilburði Kára Árnasonar og lyfti boltanum yfir Hannes. 4-0. Leik lokið eftir 45 mínútur. Ísland varð með þessu fyrsta liðið til að fá á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik. Tölfræði sem enginn vill geta státað sig af. Frakkar skutu fimm sinnum á markið í fyrri hálfleik og skoruðu fjórum sinnum. Það gekk allt upp hjá Frökkum á meðan íslenska liðið var ekki upp á sitt besta og það dugir skammt gegn liði eins og Frakklandi. Lars og Heimir gerðu tvær skiptingar í hálfleik til að reyna að fríska upp á hlutina enda ekki annað hægt. Sverrir Ingi leysti af Kára í miðverðinum og Alfreð kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson sem var á meðal skárstu leikmönnum fyrri hálfleiks. Strákarnir voru ekkert að leggja árar í bát og minnkuðu muninn á 56. mínútu þegar Kolbeinn Sigþórsson skoraði sitt 22. landsliðsmark eftir sendingu frá Gylfa Þór Sigurðsson. Snilld frá báðum; sendingin á nærstöng upp á tíu og afgreiðslan eins og hjá heimsklassa framherja. Bjartsýnustu Íslendingum dreymdi þarna um ævintýrlega endurkomu, en ekkert varð af henni. Þremur mínútum síðar skoraði Oliver Giroud fimmta mark Frakka með skalla eftir aukaspyrnu Dimitri Payets. Hannes Þór Halldórsson fór í skógarferð og Giroud stangaði boltann í autt netið. Hannes, sem er búinn að vera svo magnaður á mótinu, var langt frá sínu besta í kvöld. Strákarnir börðust áfram dyggilega studdir af mögnuðum áhorfendum sem áttu stúkuna; 8.000 á móti 68.000. Þó ekki allt hafi gengið upp, stundum ekkert, var engin uppgjöf í okkar mönnum. Á 82. mínútu trylltist allt í stúkunni þegar Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í því sem gæti verið hans síðasti landsleikur. Bláa hafið í stúkunni var enn að fagna innkomu Eiðs þegar Birkir Bjarnason bjargaði aðeins deginum hjá sér með skallamarki á 84. mínútu og lagaði stöðuna fyrir Ísland, 5-2. Það urðu lokatölur leiksins. Stærsta tap Íslands í mótsleik síðan það tapaði 2-0 gegn Króatíu ytra í frægum umspilssleik árið 2013. Einnig er þetta fyrsta þriggja marka tapið hjá íslenska landsliðinu síðan Lars Lagerbäck tók við því. Ævintýrinu er lokið í bili en þrátt fyrir þetta tap eru strákarnir fyrir löngu búnir að berja sér leið inn í hjörtu þjóðarinnar. Tapið er stórt á pappír en þeir verða ekki dæmdir fyrir þessar 90 mínútur heldur allt sem þeir hafa gert og afrekað á síðustu árum.BYRJUNARLIÐ ÍSLANDS!ICELAND STARTING LINEUP!#ISL vs #FRA @UEFAEURO pic.twitter.com/wHcxKKDLhm— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 3, 2016 Kolbeinn skorar: Stúkan syngur enn. Þetta er fallegt. Hér er mark Kolbeins. #EMÍsland #ISL https://t.co/JMCuxGRElu— Síminn (@siminn) July 3, 2016 Birkir Bjarna skorar. Birkir Bjarnason skorar. Engin uppgjöf. #EMÍsland https://t.co/ujpklLxnLI— Síminn (@siminn) July 3, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti