Leikið var á Allianz Riviera í Nice, en staðan var markalaus í hálfleik fyrir framan 35 þúsund manns sem fylltu leikvanginn.
Arkadiusz Milik, framheji Ajax, skoraði eina mark leiksins eftir undirbúning Jakub Blaszczykowski.
Lokatölur urðu 1-0 sigur Pólverja, en þetta var fyrsti tapleikur Norður-Íra í síðustu tólf leikjum.
Þýskaland og Úkraína mætast svo á eftir í þessum sama riðli, en leikur þeirra hefst klukkan 19:00.
1-0! Glæsilegt mark hjá Milik! Samfélagsmiðlastjóri Símans sáttur!#POL #NIR #EMÍsland pic.twitter.com/JAAlWsbhos
— Síminn (@siminn) June 12, 2016