Haukar langbestir á þessari öld Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. maí 2016 06:00 Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, lyftir bikarnum. vísir/vilhelm Haukar urðu í gærkvöldi Íslandsmeistarar karla í handbolta annað árið í röð þegar liðið lagði Aftureldingu, 34-31, í oddaleik að Ásvöllum í Hafnarfirði. Þetta úrslitaeinvígi var rafmagnað og sögulegt en í gærkvöldi voru það Haukarnir sem réðu lögum og lofum. Þó aðeins hafi munað þremur mörkum á endanum voru Haukar mest níu mörkum yfir í seinni hálfleiknum. Þessi Íslandsmeistaratitill hjá Haukunum er sá tíundi á þessari öld en þeir hafa nánast drottnað yfir karlahandboltanum síðan þeir unnu sinn annan Íslandsmeistaratitil eftir 57 ára bið árið 2000. Þeir standa öllum framar þegar kemur að titlasöfnun og eru svo sannarlega með besta liðið á þessari öld. Tíu titlar komnir á 16 árum en næsta lið er Fram með tvo og fjögur önnur lið skipta svo með sér brauðmolunum sem Haukar hafa skilið eftir fyrir þau. „Þetta er alveg ótrúlegt – sjáðu húsið, sjáðu stemninguna,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í samtali við Vísi rétt eftir lokaflautið er hann tók utan um blaðamann og horfði upp í kjaftfulla stúkuna. „Við spiluðum svo ótrúlega vel. Strákarnir voru alveg frábærir – algjörlega stórkostlegir,“ sagði Gunnar.Haukar fagna sigrinum innilega.vísir/vilhelmTveir með tveimur liðum Gunnar þekkir það ágætlega að vinna í oddaleik á Ásvöllum. Fyrir tveimur árum stóð hann á sama stað – bara hinum bekknum – og vann oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn sem þjálfari ÍBV á móti Haukum. Víkingurinn hefur þjálfað handbolta alveg frá blautu barnsbeini en er nú algjörlega að stimpla sig inn sem einn albesti þjálfari landsins. Haukarnir lentu í smá basli undir lokin og misstu niður góða forystu en þjálfarinn var meira en lítið sáttur með sína stráka. „Markvörðurinn þeirra fór að verja eins og svo oft áður en við náðum að halda rónni og klára þetta. Ég er svo ótrúlega stoltur af drengjunum,“ sagði Gunnar. Mikið álag var á Haukaliðinu í úrslitakeppninni og sérstaklega lokaúrslitunum en breiddin fyrir utan hjá liðinu er ekki mikil. Þar báru Janus Daði Smárason, Adam Haukur Baumruk og Elís Már Halldórsson hitann og þungann af sóknarleiknum. Þessum leik verður þó ekki lokað nema minnast á þátt Eyjamannsins Hákonar Daða Styrmissonar sem var algjörlega magnaður og skoraði tíu mörk. Þvílíkur happafengur sem hann var fyrir Haukana. „Adam, Janus og Elli spila nánast hverja einustu mínútu. Það er ótrúlegt hvernig þeir fara að þessu,“ sagði Gunnar Magnússon.Adam Haukur átti frábæra úrslitakeppni með Haukum.vísir/vilhelmVill gera betur en pabbi Adam Haukur Baumruk átti flottan leik í gær. Hann skoraði sjö mörk og átti sex stoðsendingar. Hann var magnaður í rimmunni og skoraði í heildina 39 mörk. Þar af komu 32 á heimavelli. Honum líður vel á Ásvöllum enda uppalinn í húsinu. Aðspurður hvers vegna hann skoraði 32 mörk heima en „aðeins“ sjö mörk úti svaraði Adam öskrandi af gleði: „Tilfinningin er frábær. Auðvitað spilar maður best heima fyrir framan fulla stúku þar sem allir eru að hvetja mann. Ég elska að spila svona leiki!“ Adam er eins og flestir vita sonur goðsagnarinnar Petrs Baumruk sem er húsráðandi að Ásvöllum. Hann fylgdist með syninum í kvöld og fagnaði hverju marki af krafti. Petr vann fyrstu tvo Íslandsmeistaratitla Haukanna á þessari öld en nú er Adam búinn að vinna þá tvo síðustu og búinn að jafna föður sinn. Takmarkið er skýrt. „Markmiðið er að sjálfsögðu að vinna fleiri titla en pabbi. Hann tók tvo og nú er ég kominn með tvo. Ég stefni að því að fara fram úr honum á næsta ári,“ sagði Adam Haukur Baumruk. Olís-deild karla Tengdar fréttir Jón Þorbjörn: Þetta er ógeðslega gaman "Þetta er bara svo ógeðslega gaman og mér finnst við svo eiga þetta skilið,“ segir Jón Þorbjörn Jóhannsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. 19. maí 2016 22:51 Matthías: Nú er ég hættur og skórnir komnir á hilluna "Það fór rosalega orka í þennan leik en þegar maður er kominn í oddaleik þá er maður bara á adrenalíninu í 60 mínútur,“segir Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld. 19. maí 2016 22:43 Adam Haukur: Markmiðið að vinna fleiri titla en pabbi Stórskytta Hauka er búinn að vinna jafnmarga Íslandsmeistaratitla og goðsögnin faðir sinn og ætlar að gera betur. 19. maí 2016 22:17 Gunnar: Besta leikhlé sem ég hef tekið "Þetta var frábær úrslitakeppni og frábær vetur hjá okkur,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að liðið hafi tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 19. maí 2016 22:29 Sjáðu myndasyrpu frá fagnaðarlátum Hauka Haukar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum vel og vandlega í Schenkerhöllinni að Ásvöllum í kvöld. Sjáðu frábærar myndir með fréttinni. 19. maí 2016 22:43 Þakið ætlaði af Ásvöllum þegar dollan fór á loft - Myndband Haukar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í handknattleik karla þegar liðið vann Aftureldingu í hreinum úrslitaleik um titilinn. 19. maí 2016 22:16 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 34-31 | Haukar Íslandsmeistarar í ellefta sinn Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla annað árið í röð með 34-31 sigri á Aftureldingu í oddaleik á heimavelli. 19. maí 2016 23:00 Twitter um úrslitaleikinn: "Gunnar með bogið bak af titlum" Notendur Twitter voru vel með á nótunum yfir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitaleik um Íslandsbikarinn í Olís-deild karla, en leikið var á Ásvöllum. 19. maí 2016 21:54 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Haukar urðu í gærkvöldi Íslandsmeistarar karla í handbolta annað árið í röð þegar liðið lagði Aftureldingu, 34-31, í oddaleik að Ásvöllum í Hafnarfirði. Þetta úrslitaeinvígi var rafmagnað og sögulegt en í gærkvöldi voru það Haukarnir sem réðu lögum og lofum. Þó aðeins hafi munað þremur mörkum á endanum voru Haukar mest níu mörkum yfir í seinni hálfleiknum. Þessi Íslandsmeistaratitill hjá Haukunum er sá tíundi á þessari öld en þeir hafa nánast drottnað yfir karlahandboltanum síðan þeir unnu sinn annan Íslandsmeistaratitil eftir 57 ára bið árið 2000. Þeir standa öllum framar þegar kemur að titlasöfnun og eru svo sannarlega með besta liðið á þessari öld. Tíu titlar komnir á 16 árum en næsta lið er Fram með tvo og fjögur önnur lið skipta svo með sér brauðmolunum sem Haukar hafa skilið eftir fyrir þau. „Þetta er alveg ótrúlegt – sjáðu húsið, sjáðu stemninguna,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í samtali við Vísi rétt eftir lokaflautið er hann tók utan um blaðamann og horfði upp í kjaftfulla stúkuna. „Við spiluðum svo ótrúlega vel. Strákarnir voru alveg frábærir – algjörlega stórkostlegir,“ sagði Gunnar.Haukar fagna sigrinum innilega.vísir/vilhelmTveir með tveimur liðum Gunnar þekkir það ágætlega að vinna í oddaleik á Ásvöllum. Fyrir tveimur árum stóð hann á sama stað – bara hinum bekknum – og vann oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn sem þjálfari ÍBV á móti Haukum. Víkingurinn hefur þjálfað handbolta alveg frá blautu barnsbeini en er nú algjörlega að stimpla sig inn sem einn albesti þjálfari landsins. Haukarnir lentu í smá basli undir lokin og misstu niður góða forystu en þjálfarinn var meira en lítið sáttur með sína stráka. „Markvörðurinn þeirra fór að verja eins og svo oft áður en við náðum að halda rónni og klára þetta. Ég er svo ótrúlega stoltur af drengjunum,“ sagði Gunnar. Mikið álag var á Haukaliðinu í úrslitakeppninni og sérstaklega lokaúrslitunum en breiddin fyrir utan hjá liðinu er ekki mikil. Þar báru Janus Daði Smárason, Adam Haukur Baumruk og Elís Már Halldórsson hitann og þungann af sóknarleiknum. Þessum leik verður þó ekki lokað nema minnast á þátt Eyjamannsins Hákonar Daða Styrmissonar sem var algjörlega magnaður og skoraði tíu mörk. Þvílíkur happafengur sem hann var fyrir Haukana. „Adam, Janus og Elli spila nánast hverja einustu mínútu. Það er ótrúlegt hvernig þeir fara að þessu,“ sagði Gunnar Magnússon.Adam Haukur átti frábæra úrslitakeppni með Haukum.vísir/vilhelmVill gera betur en pabbi Adam Haukur Baumruk átti flottan leik í gær. Hann skoraði sjö mörk og átti sex stoðsendingar. Hann var magnaður í rimmunni og skoraði í heildina 39 mörk. Þar af komu 32 á heimavelli. Honum líður vel á Ásvöllum enda uppalinn í húsinu. Aðspurður hvers vegna hann skoraði 32 mörk heima en „aðeins“ sjö mörk úti svaraði Adam öskrandi af gleði: „Tilfinningin er frábær. Auðvitað spilar maður best heima fyrir framan fulla stúku þar sem allir eru að hvetja mann. Ég elska að spila svona leiki!“ Adam er eins og flestir vita sonur goðsagnarinnar Petrs Baumruk sem er húsráðandi að Ásvöllum. Hann fylgdist með syninum í kvöld og fagnaði hverju marki af krafti. Petr vann fyrstu tvo Íslandsmeistaratitla Haukanna á þessari öld en nú er Adam búinn að vinna þá tvo síðustu og búinn að jafna föður sinn. Takmarkið er skýrt. „Markmiðið er að sjálfsögðu að vinna fleiri titla en pabbi. Hann tók tvo og nú er ég kominn með tvo. Ég stefni að því að fara fram úr honum á næsta ári,“ sagði Adam Haukur Baumruk.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Jón Þorbjörn: Þetta er ógeðslega gaman "Þetta er bara svo ógeðslega gaman og mér finnst við svo eiga þetta skilið,“ segir Jón Þorbjörn Jóhannsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. 19. maí 2016 22:51 Matthías: Nú er ég hættur og skórnir komnir á hilluna "Það fór rosalega orka í þennan leik en þegar maður er kominn í oddaleik þá er maður bara á adrenalíninu í 60 mínútur,“segir Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld. 19. maí 2016 22:43 Adam Haukur: Markmiðið að vinna fleiri titla en pabbi Stórskytta Hauka er búinn að vinna jafnmarga Íslandsmeistaratitla og goðsögnin faðir sinn og ætlar að gera betur. 19. maí 2016 22:17 Gunnar: Besta leikhlé sem ég hef tekið "Þetta var frábær úrslitakeppni og frábær vetur hjá okkur,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að liðið hafi tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 19. maí 2016 22:29 Sjáðu myndasyrpu frá fagnaðarlátum Hauka Haukar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum vel og vandlega í Schenkerhöllinni að Ásvöllum í kvöld. Sjáðu frábærar myndir með fréttinni. 19. maí 2016 22:43 Þakið ætlaði af Ásvöllum þegar dollan fór á loft - Myndband Haukar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í handknattleik karla þegar liðið vann Aftureldingu í hreinum úrslitaleik um titilinn. 19. maí 2016 22:16 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 34-31 | Haukar Íslandsmeistarar í ellefta sinn Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla annað árið í röð með 34-31 sigri á Aftureldingu í oddaleik á heimavelli. 19. maí 2016 23:00 Twitter um úrslitaleikinn: "Gunnar með bogið bak af titlum" Notendur Twitter voru vel með á nótunum yfir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitaleik um Íslandsbikarinn í Olís-deild karla, en leikið var á Ásvöllum. 19. maí 2016 21:54 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Jón Þorbjörn: Þetta er ógeðslega gaman "Þetta er bara svo ógeðslega gaman og mér finnst við svo eiga þetta skilið,“ segir Jón Þorbjörn Jóhannsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. 19. maí 2016 22:51
Matthías: Nú er ég hættur og skórnir komnir á hilluna "Það fór rosalega orka í þennan leik en þegar maður er kominn í oddaleik þá er maður bara á adrenalíninu í 60 mínútur,“segir Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld. 19. maí 2016 22:43
Adam Haukur: Markmiðið að vinna fleiri titla en pabbi Stórskytta Hauka er búinn að vinna jafnmarga Íslandsmeistaratitla og goðsögnin faðir sinn og ætlar að gera betur. 19. maí 2016 22:17
Gunnar: Besta leikhlé sem ég hef tekið "Þetta var frábær úrslitakeppni og frábær vetur hjá okkur,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að liðið hafi tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 19. maí 2016 22:29
Sjáðu myndasyrpu frá fagnaðarlátum Hauka Haukar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum vel og vandlega í Schenkerhöllinni að Ásvöllum í kvöld. Sjáðu frábærar myndir með fréttinni. 19. maí 2016 22:43
Þakið ætlaði af Ásvöllum þegar dollan fór á loft - Myndband Haukar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í handknattleik karla þegar liðið vann Aftureldingu í hreinum úrslitaleik um titilinn. 19. maí 2016 22:16
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 34-31 | Haukar Íslandsmeistarar í ellefta sinn Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla annað árið í röð með 34-31 sigri á Aftureldingu í oddaleik á heimavelli. 19. maí 2016 23:00
Twitter um úrslitaleikinn: "Gunnar með bogið bak af titlum" Notendur Twitter voru vel með á nótunum yfir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitaleik um Íslandsbikarinn í Olís-deild karla, en leikið var á Ásvöllum. 19. maí 2016 21:54