Árni Steinn og Einar í Selfoss Stefán Árni Pálsson skrifar 7. maí 2016 17:46 Árni Steinn og Einar ásamt Magnúsi Matthíassyni, formanni Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl Handknattleiksmennirnir Árni Steinn Steinþórsson og Einar Sverrisson skrifuðu báðir undir tveggja ára samning við Selfoss í dag og munu leika með liðinu í Olís-deild karla á næsta tímabili. Þetta kemur fram á vef Sunnlenska. Selfoss komst upp í Olís-deildina í vikunni eftir rosalegt einvígi við Fjölni. Árni kemur til liðsins frá Sönderjyske í Danmörku þar sem hann hefur verið í eitt ár, en áður var hann í fjögur ár í röðum Hauka. Einar hefur verið á láni hjá ÍBV undanfarin tvö ár. „Hún er ástæðan fyrir því að ég ákvað að koma heim, fara í skólann, fá meðhöndlun hjá Jónda og ná mér alveg. Svo þegar Selfoss komst upp á miðvikudaginn þá breyttust plönin aðeins, og ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur heim. Það er miðað við að ég geti verið kominn í fullan kontakt um miðjan október en ég get ekki sagt nákvæmlega til um það hvenær ég spila fyrsta leik. Það verður fyrir jól," segir Árni í samtali við sunnlenska.is. „Ég er mjög spenntur fyrir komandi leiktíð og mjög glaður að þetta hafi gengið í gegn. Það var stuttur fyrirvari á þessu og ég er búinn að eiga tvö frábær tímabil hjá ÍBV. Fyrir mér var þetta alltaf annað hvort ÍBV eða Selfoss. Ég kann ótrúlega vel að meta allt sem Eyjamenn hafa gert fyrir mig og ég hef bætt mig sem handboltamaður og lært mikið þar. Ég kveð þá með sorg og söknuði því ég vildi gjarnan vera þar áfram. Ég átti mjög erfitt með mig í dag og í gær en á endanum tel ég að ég hafi tekið rétta ákvörðun,“ sagði Einar í samtali við sunnlenska.is. „Ég var mjög ánægður fyrir hönd Selfoss þegar liðið fór upp og það er ánægjulegt að liðið sé komið aftur í efstu deild þar sem það á heima. Það skiptir máli núna að fara ekki aftur niður, halda liðinu uppi. Það hlýtur að vera fyrsta markmið liðsins. Það er klárlega mikill munur á deildunum þannig að við verðum að leggja okkur alla fram.“ Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Handknattleiksmennirnir Árni Steinn Steinþórsson og Einar Sverrisson skrifuðu báðir undir tveggja ára samning við Selfoss í dag og munu leika með liðinu í Olís-deild karla á næsta tímabili. Þetta kemur fram á vef Sunnlenska. Selfoss komst upp í Olís-deildina í vikunni eftir rosalegt einvígi við Fjölni. Árni kemur til liðsins frá Sönderjyske í Danmörku þar sem hann hefur verið í eitt ár, en áður var hann í fjögur ár í röðum Hauka. Einar hefur verið á láni hjá ÍBV undanfarin tvö ár. „Hún er ástæðan fyrir því að ég ákvað að koma heim, fara í skólann, fá meðhöndlun hjá Jónda og ná mér alveg. Svo þegar Selfoss komst upp á miðvikudaginn þá breyttust plönin aðeins, og ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur heim. Það er miðað við að ég geti verið kominn í fullan kontakt um miðjan október en ég get ekki sagt nákvæmlega til um það hvenær ég spila fyrsta leik. Það verður fyrir jól," segir Árni í samtali við sunnlenska.is. „Ég er mjög spenntur fyrir komandi leiktíð og mjög glaður að þetta hafi gengið í gegn. Það var stuttur fyrirvari á þessu og ég er búinn að eiga tvö frábær tímabil hjá ÍBV. Fyrir mér var þetta alltaf annað hvort ÍBV eða Selfoss. Ég kann ótrúlega vel að meta allt sem Eyjamenn hafa gert fyrir mig og ég hef bætt mig sem handboltamaður og lært mikið þar. Ég kveð þá með sorg og söknuði því ég vildi gjarnan vera þar áfram. Ég átti mjög erfitt með mig í dag og í gær en á endanum tel ég að ég hafi tekið rétta ákvörðun,“ sagði Einar í samtali við sunnlenska.is. „Ég var mjög ánægður fyrir hönd Selfoss þegar liðið fór upp og það er ánægjulegt að liðið sé komið aftur í efstu deild þar sem það á heima. Það skiptir máli núna að fara ekki aftur niður, halda liðinu uppi. Það hlýtur að vera fyrsta markmið liðsins. Það er klárlega mikill munur á deildunum þannig að við verðum að leggja okkur alla fram.“
Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira