Lögreglumál

Fréttamynd

Ábending um hvarf Geirfinns er enn til rannsóknar í Eyjum

Settur ríkissaksóknari vísaði ábendingu um afdrif Geirfinns Einarssonar til frekari rannsóknar og meðferðar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þar er málið enn og unnið að gagnaöflun. Teknar voru skýrslur af tveimur vitnum 2016 um meinta atburði í Vestmannaeyjum daginn eftir hvarf Geirfinns í Keflavík.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan lagði hald á mikið magn vopna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ásamt sérsveit Ríkislögreglustjóra fóru í gær og lögðu hald á nokkurt magn vopna í húsi í Kjós. Vopnin voru í vörslu manns sem ekki var skráður fyrir þeim eða ekki voru skráð.

Innlent
Fréttamynd

Mikill eldur logaði í íbúð í Jórufelli

Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir miðnætti eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í íbúð á þriðju hæð, í blokk í Jórufelli.

Innlent
Fréttamynd

Send í bankann með eina milljón í senn

Tugir eru grunaðir um aðild að afar umfangsmiklu peningaþvætti á höfuðborgarsvæðinu, sem talið er nema hundruðum milljóna króna. Þá eru þrír í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Töldu ekki tilefni til gæsluvarðhalds yfir manninum í Austurbæjarskóla

Ekki þótti tilefni til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa farið inn í Austurbæjarskóla á miðjum skóladegi í upphafi þessa mánaðar, platað stúlku í fimmta bekk upp á aðra hæð skólans, þar sem hann þuklaði á henni og hafði uppi kynferðislega tilburði.

Innlent