Handbolti

Fréttamynd

Guðjón Valur með sjö mörk

Handknattleiksmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson, nýkjörinn íþróttamaður ársins, skoraði sjö mörk - ekkert þeirra úr vítaköstum - fyrir lið sitt Gummersbach í útisigri á Hildesheim í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Aðrir Íslendingar í Gummersbach komust ekki á blað í leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Alexander Petterson með átta mörk

Íslenski landsliðsmaðurinn Alexander Petterson átti stórleik fyrir lið sitt Grosswallstadt gegn meisturum Kiel í þýska handboltanum í dag. Petterson skoraði átta mörk í leiknum sem voru þó til lítils þar sem Kiel hafði betur, 30-25.

Handbolti
Fréttamynd

Góður sigur hjá Gummersbach

Guðjón Valur Sigurðsson lét fara óvenju lítið fyrir sér þegar Gummerbach bar sigurorð af Dusseldorf í þýska handboltanum á útivelli í kvöld, 28-27. Guðjón Valur skoraði þrjú mörk og Sverre Jacobsen eitt. Róbert Gunnarsson og Guðlaugur Arnarson skoruðu ekki. Fjölmargir leikir fóru fram í Þýskalandi í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Gummersbach upp í þriðja sæti

Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson skoruðu sjö mörk hvor þegar Gummerbach bar sigurorð af Minden í viðureign liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Með sigrinum komst Gummersbach upp að hlið Hamburg í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliðum Flensburg og Kiel.

Handbolti
Fréttamynd

Yoon var óstöðvandi

Suður-Kóreu maðurinn Kyung-Shin Yoon átti magnaðan leik fyrir Hamburg gegn Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag og skoraði alls 18 mörk. Hamburg sigraði í leiknum á útivelli, 37-33.

Handbolti
Fréttamynd

Tap hjá Viggó í síðasta leiknum

Viggó Sigurðsson mátti þola tap í sínum síðasta leik sem þjálfari Flensburg í þýska handboltanum í dag. Lið hans sótti þá meistara Kiel heim og lá naumlega, 36-34. Með sigrinum komst Kiel að hlið Flensburg á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Ciudad deildarbikarmeistari

Ciudad Real tryggði sér í kvöld sigur í spænska deildarbikarnum með sigri á Portland San Antonio í úrslitaleik 29-27 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 13-12. Ólafur Stefánsson komst ekki á blað hjá Evrópumeisturunum, en Alberto Entrerrios skoraði 7 mörk og gamla kempan Talant Dujshebaev skoraði 6 mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Ciudad Real og Portland San Antonio leika til úrslita

Ólafur Stefánsson og félagar hans í Ciudad Real á Spáni komust í gær í úrslitaleikinn í spænska bikarnum með 33-32 sigri á Barcelona í undanúrslitum. Ólafur Stefánsson skoraði 5 mörk fyrir Ciudad í leiknum og er liðið að leika til úrslita í fjórða skiptið í röð. Sigfús Sigurðsson skoraði 3 mörk fyrir Ademar Leon sem tapaði fyrir Portland San Antonio í hinum undanúrslitaleiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Alfreð velur 19 manna æfingahóp

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari valdi í dag 19 manna æfingahóp fyrir lokaundirbúininginn fyrir HM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í næsta mánuði. 16 þessara leikmanna munu svo mynda HM hóp Íslands. Af þessum 19 leikmönnum leika fjórir hérlendis.

Handbolti
Fréttamynd

Flensburg og Kiel efst

Viggó Sigurðsson stýrði liði Flensburg í toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar lið hans lagði Magdeburg á útivelli 34-29. Þetta var næst síðasti leikur liðsins undir stjórn Viggós en síðasti leikur hans með liðið verður sýndur beint á Sýn á Þorláksmessu.

Handbolti
Fréttamynd

Norðmenn Evrópumeistarar

Kvennalið Noregs varði í dag Evrópumeistaratitil sinn í handknattleik kvenna þegar liðið sigraði Rússa í úrslitaleik mótsins 27-24 eftir að hafa leitt í hálfleik 16-12. Frakkar hirtu þriðja sætið með sigri á Þjóðverjum í bronsleiknum 29-25.

Handbolti
Fréttamynd

Auðvelt hjá Gummersbach

Gummersbach skellti sér í kvöld í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með auðveldum útisigri á Balingen 34-26. Guðjón Valur sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir Gummersbach, Róbert Gunnarsson 5 og Guðlaugur Arnarsson 1 mark.

Handbolti
Fréttamynd

Sýn hefur beinar útsendingar frá þýska handboltanum

Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn frá leikjum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Sýnt verður beint frá öllum helstu leikjunum í þessari sterkustu deildarkeppni í heimi og verður þar kastljósinu beint sérstaklega að Íslendingaliðunum, sem orðin eru ófá.

Handbolti
Fréttamynd

Kóreumenn æfir yfir dómgæslu

Fimmfaldir Asíumeistarar í handbolta, Suður-Kóreumenn, eru æfir yfir dómgæslunni í handboltakeppninni á leikunum að þessu sinni og náði gremja þeirra hámarki þegar liðið tapaði 40-28 fyrir Katar í undanúrslitum mótsins. Kóreumenn vilja meina að brögð séu í tafli.

Handbolti
Fréttamynd

Magdeburg skuldar Arnóri rúmar þrjár milljónir

Landsliðsmaðurinn í handbolta, Arnór Atlason, markahæsti leikmaðurinn í dönsku úrvalsdeildinni, segir að fyrrverandi félag hans, Magdeburg í Þýskalandi, skuldi honum þrjár og hálfa milljón króna samkvæmt starfslokasamningi en þýska félagið neitar að borga.

Handbolti
Fréttamynd

Spánarslagur í 8-liða úrslitunum

Í morgun var dregið í 8-liða úrslit í Evrópukeppnunum í handbolta, en þar eru nokkrir íslenskir leikmenn í eldlínunni. Núverandi Evrópumeistararnir í Ciudad Real, liði Ólafs Stefánssonar, mæta löndum sínum í Portland San Antonio í þessari umferð.

Handbolti
Fréttamynd

Gott kvöld hjá Íslendingum

Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöl og segja má að þar voru íslensku leikmennirnir áberandi eins og svo oft áður. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 8 mörk og Einar Örn Jónsson 3 þegar hans menn í Minden unnu sjaldgæfan útisigur á Melsungen 27-28.

Handbolti
Fréttamynd

Gummersbach og Ciudad áfram

Íslendingaliðið Gummersbach vann í dag sigur á rússneska liðinu Medvedi 32-29 í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta, en leikið var í Þýskalandi. Segja má að leikurinn hafi verið formsatriði fyrir lærisveina Alfreðs Gíslasonar eftir sex marka sigur í útileiknum. Róbert Gunnarsson skoraði 7 mörk fyrir Gummersbach, Guðjón Valur Sigurðsson 7 og varnarjaxlinn Guðlaugur Arnarsson 1.

Handbolti
Fréttamynd

Kiel upp að hlið Flensburg á toppnum

Kiel komst í dag upp að hlið Flensburg á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta þegar liðið skellti Lemgo 37-30 á heimavelli sínum. Logi Geirsson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo í leiknum en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað. Þrír leikir eru á dagskrá í deildinni síðar í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Dramatískur sigur Flensburg

Lærisveinar Viggós Sigurðssonar í Flensburg tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta þegar liðið vann 10 marka sigur á Celje Lasko á heimavelli sínum 36-26. Celje vann fyrri leik liðanna einnig með 10 marka mun á heimavelli, en þýska liðið fer áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Handbolti
Fréttamynd

Gummersbach steinlá fyrir Nordhorn

Fjórir leikir voru háðir í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach töpuðu stórt fyrir Nordhorn á útivelli 42-31 og lét Alfreð hafa eftir sér eftir leikinn að sínir menn gætu gleymt því að gera eitthvað í Meistaradeildinni um næstu helgi ef þeir ætluðu sér að spila svona áfram.

Handbolti
Fréttamynd

Súrt tap hjá Lemgo

Íslendingalið Lemgo er úr leik í EHF keppninni í handbolta eftir súrt tap fyrir franska liðinu Dunkerque. Franska liðið vann fyrri leik liðanna 35-30, en Lemgo vann leikinn í kvöld 31-27 og var því aðeins marki frá því að fara áfram í keppninni þar sem liðið átti titil að verja frá í fyrra. Logi Geirsson var markahæstur í liði Lemgo með 7 mörk ásamt Filip Jicha.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur með þrjú í sigri Ciudad

Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk fyrir Ciudad Real sem lagði danska liðið GOG af velli í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag, 33-28. Þetta var fyrri viðureign liðanna.

Handbolti
Fréttamynd

Slæmt tap Viggó og félaga

Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska handknattleiksliðinu Flensborg reið ekki feitum hesti frá heimsókn sinni til Celje Lasko í Meistaradeildinni í kvöld og tapaði stórt, 41-31.

Handbolti
Fréttamynd

Góð staða Gummersbach

Íslendingaliðið Gummersbach vann frækinn sigur á Chehovski Medved frá Rússlandi í Meistaradeild Evrópu í dag, 31-37. Þetta var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar og er óhætt að segja að Gummersbach standi vel að vígi.

Handbolti
Fréttamynd

Kvennaliðin í sókn

Íslensk félagslið í kvennaflokki eru í ágætri sókn samkvæmt nýjum styrkleikalista sem Handknattleikssamband Evrópu gaf út í dag. Kvennaliðin á Íslandi eru þar í 19. sæti á styrkleikalistum og vinna sig upp um sjö sæti frá því listinn var síðast birtur, en karlaliðin falla um eitt sæti og eru í 22. sæti.

Handbolti
Fréttamynd

Handboltamenn stofna G-14

Handknattleiksforystan í Evrópu hefur nú fetað í fótspor kollega sinna í knattspyrnunni og hefur stofnað sitt eigið G-14 samband. Það er samband 14 stærstu félagsliða Evrópu sem koma frá 8 löndum og verður samtökunum ætlað að bæta tengsl félagsliða við Alþjóða- og Evrópusambandið í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Ciudad Real fagnaði sigri

Ciudad Real tryggði sér í dag sigur í EHF Ofurbikarnum í handbolta þegar liðið lagði Íslendingalið Gummersbach frá Þýskalandi í úrslitaleik keppninnar 36-31 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 18-13. Ólafur Stefánsson skoraði 4 mörk fyrir Ciudad í leiknum og gamla brýnið og þjálfari liðsins Talant Duishebaev skorað sjálfur 5 mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Gummersbach - Ciudad Real í beinni á Eurosport

Leikur Íslendingaliðanna Gummersbach og Ciudad Real í EHF Ofurbikarnum í handbolta er nú hafinn og er sýndur beint á Eurosport sjónvarpsstöðinni. Fyrr í dag lagði Lemgo rússneska liðið Medvedi 37-33 þar sem Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 3 mörk. Logi Geirsson gat ekki leikið með Lemgo vegna meiðsla.

Handbolti
Fréttamynd

Kiel og Flensburg á toppnum

Nokkrir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Kiel og Flensburg eru efst og jöfn eftir leiki kvöldsins en þau unnu bæði leiki sína nokkuð örugglega.

Handbolti