Fótbolti

For­setinn keypti heil­síðu til að reyna að lokka Modric heim

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Forseti Dinamo Zagreb vill ólmur fá Luka Modric heim.
Forseti Dinamo Zagreb vill ólmur fá Luka Modric heim. Mateo Villalba/Getty Images

Velimir Zajec, forseti króatíska félagsins Dinamo Zagreb, fór heldur óhefðbundna leið til að reyna að sannfæra fyrrum leikmann félagsins um að snúa aftur heim.

Luka Modric er líklega stærsta stjarnan sem hefur komið frá Dinamo Zagreb, en hann hóf feril sinn hjá liðinu árið 2003 eftir að hafa leikið í unglingastarfi félagsins í þrjú ár. Hann var síðan keyptur til Tottenham árið 2008 áður en hann hélt til Real Madrid fjórum árum síðar.

Modric er, eins og flestir knattspyrnuáhugamenn vita, enn leikmaður Real Madrid. Með spænska stórveldinu hefur hann unnið allt sem hægt er að vinna, ásamt því að hafa verið valinn besti leikmaður heims árið 2018.

Nú er Modric hins vegar orðinn 38 ára gamall og því farið að styttast í annan endann á ferlinum. Forseta Dinamo Zagreb finnst því vera kominn tími til að Modric snúi aftur heim áður en skórnir fara á hilluna.

Zajec fór heldur óhefðbundina leið til að láta Modric vita af áhuga Dinamo Zagreb. Hann keypti heilsíðuauglýsingu í spænska dagblaðinu Marca þar sem hann sendi Modric skýr skilaboð.

„Gaktu til liðs við okkur! Það er skynsamlegt, skynsamlegasti hlutur í heimi,“ segir í auglýsingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×