Fótbolti

Dramatískur sigur At­letico lyfti þeim í þriðja sætið

Smári Jökull Jónsson skrifar
Memphis Depay og Antoine Griezmann fagna sigurmarki Atletico í kvöld.
Memphis Depay og Antoine Griezmann fagna sigurmarki Atletico í kvöld. Vísir/Getty

Atletico Madrid er komið á ný í þriðja sæti spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Rayo Vallecano á heimavelli í kvöld.

Barcelona náði þriðja sætinu af Atletico Madrid fyrr í dag eftir sigur á Osasuna. Liðin eru nokkuð á eftir toppliðunum Girona og Real Madrid en fjögur efstu lið deildarinnar fara í Meistaradeildina á næsta tímabili.

Varnarmaðurinn Reinildo kom Atletico í 1-0 með marki á 35. mínútu eftir sendingu frá Rodrigo Riquelme en Alvaro Garcia jafnaði fyrir Vallecano skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks.

Það virtist allt stefna í dýrmæt stig í súginn hjá Atletico. Á lokamínútu venjulegs leiktíma skoraði hins vegar Memphis Depay sigurmark heimaliðsins eftir sendingu Antoine Griezmann. Lokatölur 2-1 og Atletico jafnar því Barcelona að stigum og fer upp í 3. sætið á markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×