Bayern bendir á sturlaða staðreynd um Glódísi: „Svo sterk“ Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2023 15:31 Glódís Perla Viggósdóttir er sannkallaður klettur í vörn Bayern München. Getty/Catherine Steenkeste Glódís Perla Viggósdóttir er ekki bara komin í hóp bestu varnarmanna heims heldur virðist hún einhver áreiðanlegasta knattspyrnukona sem fyrirfinnst. Félagslið Glódísar, þýsku meistararnir í Bayern München, bendir í dag á þá mögnuðu staðreynd að Glódís lék allar mínútur sem í boði voru með liðinu á árinu sem nú er að líða, eða alls 2.790 mínútur. Glódís lék einmitt allar mínútur sem í boði voru í deildarleikjum Bayern á síðustu leiktíð, þegar liðið varð Þýskalandsmeistari. Á almanaksárinu 2023 hefur hún spilað 22 deildarleiki, þrjá bikarleiki, og sex leiki í Meistaradeild Evrópu. Alla þessa leiki, 31 talsins, hefur Glódís spilað frá upphafi til enda. „Svo sterk,“ stendur í færslu Bayern á samfélagsmiðlum um fyrirliðann, en Glódís fékk fyrirliðabandið hjá bæði Bayern og íslenska landsliðinu á þessu ári. . ! @glodisperla hat dieses Jahr in jeder Partie 90 Minuten durchgespielt so stark. #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/UnX08e8YuR— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) December 28, 2023 Og það sem Bayern bendir ekki á er að Glódís var sömuleiðis önnur af tveimur leikmönnum Íslands sem spiluðu allar mínúturnar í Þjóðadeildinni í ár, eða sex leiki frá upphafi til enda. Hin er raunar einnig á mála hjá Bayern, en að láni hjá Leverkusen þar sem hún hefur farið á kostum í vetur, en það er Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Þannig bætast við 540 mínútur hjá Glódísi sem spilaði svo auk þess alla nema einn af sjö vináttulandsleikjum Íslands á árinu. Henni var vissulega skipt af velli í tveimur þessara leikja en eini leikurinn sem Glódís spilaði ekki á árinu var í 5-0 sigrinum gegn Filippseyjum, í Pinatar-bikarnum svokallaða. Glódís lék því allar 3.330 mínúturnar af keppnisleikjum sem í boði voru fyrir hana á árinu 2023. Ef vináttulandsleikirnir eru teknir með spilaði hún svo 3.797 af 3.960 mínútum sem í boði voru á árinu. Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Glódís og Hákon hlutu afgerandi kosningu Glódís Perla Viggósdóttir er knattspyrnukona ársins og Hákon Arnar Haraldsson er knattspyrnumaður ársins. Bæði hlutu þau nafnbótina í fyrsta sinn í fyrra og halda henni. 22. desember 2023 13:34 Fleiri konur en karlar í fyrsta sinn á topp tíu listanum: Þessi eru á topp tíu Vísir birtir í dag topp tíu listann yfir besta íþróttafólk ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna en þetta er sögulegt kjör því í fyrsta sinn í 68 ára sögu kjörsins eru karlar í minnihluta meðal þeirra tíu efstu í kjörinu. 22. desember 2023 06:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
Félagslið Glódísar, þýsku meistararnir í Bayern München, bendir í dag á þá mögnuðu staðreynd að Glódís lék allar mínútur sem í boði voru með liðinu á árinu sem nú er að líða, eða alls 2.790 mínútur. Glódís lék einmitt allar mínútur sem í boði voru í deildarleikjum Bayern á síðustu leiktíð, þegar liðið varð Þýskalandsmeistari. Á almanaksárinu 2023 hefur hún spilað 22 deildarleiki, þrjá bikarleiki, og sex leiki í Meistaradeild Evrópu. Alla þessa leiki, 31 talsins, hefur Glódís spilað frá upphafi til enda. „Svo sterk,“ stendur í færslu Bayern á samfélagsmiðlum um fyrirliðann, en Glódís fékk fyrirliðabandið hjá bæði Bayern og íslenska landsliðinu á þessu ári. . ! @glodisperla hat dieses Jahr in jeder Partie 90 Minuten durchgespielt so stark. #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/UnX08e8YuR— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) December 28, 2023 Og það sem Bayern bendir ekki á er að Glódís var sömuleiðis önnur af tveimur leikmönnum Íslands sem spiluðu allar mínúturnar í Þjóðadeildinni í ár, eða sex leiki frá upphafi til enda. Hin er raunar einnig á mála hjá Bayern, en að láni hjá Leverkusen þar sem hún hefur farið á kostum í vetur, en það er Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Þannig bætast við 540 mínútur hjá Glódísi sem spilaði svo auk þess alla nema einn af sjö vináttulandsleikjum Íslands á árinu. Henni var vissulega skipt af velli í tveimur þessara leikja en eini leikurinn sem Glódís spilaði ekki á árinu var í 5-0 sigrinum gegn Filippseyjum, í Pinatar-bikarnum svokallaða. Glódís lék því allar 3.330 mínúturnar af keppnisleikjum sem í boði voru fyrir hana á árinu 2023. Ef vináttulandsleikirnir eru teknir með spilaði hún svo 3.797 af 3.960 mínútum sem í boði voru á árinu.
Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Glódís og Hákon hlutu afgerandi kosningu Glódís Perla Viggósdóttir er knattspyrnukona ársins og Hákon Arnar Haraldsson er knattspyrnumaður ársins. Bæði hlutu þau nafnbótina í fyrsta sinn í fyrra og halda henni. 22. desember 2023 13:34 Fleiri konur en karlar í fyrsta sinn á topp tíu listanum: Þessi eru á topp tíu Vísir birtir í dag topp tíu listann yfir besta íþróttafólk ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna en þetta er sögulegt kjör því í fyrsta sinn í 68 ára sögu kjörsins eru karlar í minnihluta meðal þeirra tíu efstu í kjörinu. 22. desember 2023 06:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
Glódís og Hákon hlutu afgerandi kosningu Glódís Perla Viggósdóttir er knattspyrnukona ársins og Hákon Arnar Haraldsson er knattspyrnumaður ársins. Bæði hlutu þau nafnbótina í fyrsta sinn í fyrra og halda henni. 22. desember 2023 13:34
Fleiri konur en karlar í fyrsta sinn á topp tíu listanum: Þessi eru á topp tíu Vísir birtir í dag topp tíu listann yfir besta íþróttafólk ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna en þetta er sögulegt kjör því í fyrsta sinn í 68 ára sögu kjörsins eru karlar í minnihluta meðal þeirra tíu efstu í kjörinu. 22. desember 2023 06:00
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti