Fótbolti

Einnar nætur gaman vatt upp á sig og dómur er fallinn: „Varastu djöfla­barnið“

Aron Guðmundsson skrifar
Orla Sloan og Mason Mount
Orla Sloan og Mason Mount Vísir/Getty

Breski elti­hrellirinn, hin 21 árs gamla Orla Sloan hefur hlotið tólf vikna fangelsis­dóm, sem er skil­orðs­bundinn í 18 mánuði, auk 200 klukku­stunda sam­fé­lags­skyldu, eftir að hún var fundin sek um að hafa á­reitt bresku knatt­spyrnu­mennina Mason Mount, Ben Chilwell og Billy Gilmour.

Sloan, sem gekk undir viður­nefninu Djöfla­barnið, gerðist sek um elti­hrellis til­burði yfir nokkurra mánaða skeið á síðasta ári, hefur nýtt sér ýmsar leiðir til þess að á­reita um­rædda knatt­spyrnu­menn sem hafa það allir sam­eigin­legt að hafa á ein­hverjum tíma­bili spilað fyrir enska úr­vals­deildar­fé­lagið Chelsea.

Til­drög þessara vendinga má rekja til nóvember­mánaðar árið 2021 er Ben Chilwell hélt partý á heimili sínu í Sur­rey.

Í partýinu voru, meðal annarra, Mason Mount, Billy Gilmour og téð Sloan. Svo fór að kynni Mount og Sloan, sem var þekktur á­hrifa­valdur á sam­fé­lags­miðlum, urðu afar náin og áttu þau einnar nætur gaman nóttina í kjöl­far partýsins.

Skipti tuttugu sinnum um símanúmer

Næstu daga á eftir héldu Mount og Sloan ein­hverju sam­bandi en hann tjáði henni seinna meir að hugur sinn væri ekki á þeim stað að hann vildi halda við hana sam­bandi.

Það var þá sem sam­band þeirra tók stefnu til mun verri vegar.

Sloan hélt á­fram að senda Mount skila­boð, er á­reitið var of mikið fyrir hann á­kvað Mount að loka á síma­númer Sloan.

Orla Sloan mætir í dómsalVísir/Getty

Hún lét það ekki stoppa sig og er málið var rekið fyrir dóm­stólum kom í ljós að Sloan sótti um nýtt síma­númer um tuttugu sinnum til þess að geta haldið á­fram að vera í sam­bandi við Mount.

Upp­haf­lega sendi Sloan skila­boð á Mount sem voru á þá leið að hún vildi hitta hann, tala við hann en þegar að knatt­spyrnu­maðurinn svaraði ekki skila­boðunum, kvað við nýjan og harðari tón. Skila­boð sem gáfu til kynna að hún væri að fylgjast mjög vel með högum Mount. 

„Varist Djöflabarnið“

Fyrir dóm­stólum var það rekið að Sloan hafi gert Mount það ljóst að hún byggi yfir öðru sjálfi, Djöfla­barnið kallaði hún það.

„Ég mun gera út af við þig og Chilwell. Varastu Djöfla­barnið Mason, ég gæti um­breyst á hverri stundu,“ stóð meðal annars í skila­boðum Sloan til Mount sem voru lesin upp í dóm­sal.

Ben Chilwell, leikmaður ChelseaVísir/Getty

En Sloan á­reitti Mount ekki að­eins í gegnum texta­skila­boð. Á sam­fé­lags­miðlum birti hún sam­settar myndir af honum með öðrum konum sem fylgdu honum á sam­fé­lags­miðlum eða þekktu hann beint.

Verjandi Mount segir Sloan hafa vís­vitandi dreift lygum um Mount til vina hans, liðs­fé­laga og fjöl­skyldu­með­lima.

Óttaðist hið ófyrirsjáanlega

Í yfir­lýsingu frá Mount, sem var lesin upp í dóm­sal, segist hann hafa óttast að Sloan hefði þrá­hyggju fyrir sér.

„Ég vissi ekki hverju hún gæti tekið upp á næst. Ég hafði sam­band við lög­reglu vegna þess að hún vissi nokkurn veginn hvar ég byggi og æfði. Ég var hræddur um að ef hún næði ekki sam­bandi við mig, myndi hún allt í einu birtast á æfinga­svæði mínu.“

Eftir að Mount hafði al­gjör­lega lokað á allar sam­skipta­leiðir við Sloan, sneri hún sér að liðs­fé­lögum hans Ben Chillwell og Billy Gilmour. Greip hún til sömu ráða í á­reiti sínu á Chillwell en eftir því sem á dóms­málið leið kom það í ljós að Gilmour lenti einna verst í henni.

„Ég mun ná til þín á endanum“

Al­var­legasta á­kæran á hendur Sloan sneri að elti­hrellis til­burðum hennar og ótta um of­beldi í garð Gilmour sem hafði á þessum tíma ný­lega gengið frá fé­lags­skiptum sínum frá Chelsea til Brig­hton.

Gilmour hundsaði allar til­raunir Sloan til þess að komast í sam­band við hann. Hún sendi honum ó­grynni af texta­skila­boðum og bjó til fjöl­marga mis­munandi sam­fé­lags­miðla reikninga til þess að reyna komast í sam­band við hann.

Billy Gilmour, leikmaður BrightonVísir/Getty

Skila­boðin hafi falið í sér hótanir á þá leið að sama hversu oft Gilmour, sem brá á það ráð að breyta upp­lýsingum sínum á sam­fé­lags­miðlum, myndi grípa til þeirra ráða, þá myndi hún alltaf vita hvaða fólk fylgdi honum.

„Ég mun ná til þín á endanum,“ stóð í einum slíkum skila­boðum. Sloan setti sig í sam­band við fjöl­skyldu­með­limi Gilmour í þeim til­gangi að dreifa lygum um hann og segist hann hafa hlotið skaða vegna þessa.

„Vina­sam­bönd hafa eyði­lagst og þá veit ég ekki hverjum ég get treyst lengur. Sumar af þeim upp­lýsingum sem hún bjó yfir um mig eru að­eins á vit­orði nokkurra ein­stak­linga sem ég þekki og standa mér nærri,“ sagði í yfir­lýsingu Gilmour.

Þetta hafi allt saman haft nei­kvæð á­hrif á hans líðan sem og frammi­stöðu hans í sinni at­vinnu.

Fimm ára nálgunarbann

Auk skil­orðs­bundna fangelsis­dómsins og sam­fé­lags­skyldunnar verður Sloan látin sæta fimm ára nálgunar­banni sem meinar henni að hafa sam­band við knatt­spyrnu­mennina þrjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×