Neytendur

Inn­kalla graf­lax vegna lis­teríu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Neytendum sem keypt hafa vörurnar er bent á að neyta þeim ekki.
Neytendum sem keypt hafa vörurnar er bent á að neyta þeim ekki. Matvælastofnun

Matvælastofnun varar við neyslu á Úrvals graflaxi frá Eðalfiski vegna bakteríunnar listeríu sem fannst í laxinum. Eðalfiskur hefur ákveðið að innkalla vörurnar.

Matvælastofnun segir að neysla á listeríumenguðum matvælum valdi almennt ekki sjúkdómi í heilbrigðum einstaklingum. Áhættuhópar þurfi þó að vara sig en þar undir falli barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn, aldraðir og einstaklingar með skert ónæmiskerfi.

Á vef landlæknis segir að bakterían geti borist út í blóð og valdið blóðsýkingu og þá geti hún sótt í miðtaugakerfið og leitt til heilahimnubólgu. Meðal einkenna eru hiti, höfuðverkur, ógleði, uppköst og blóðþrýstingsfall.

Innköllun á graflaxinum á við um eftirfarandi framleiðslulotur:

Vöruheiti: Úrvals grafnar sneiðar, Úrvals grafinn lax (bitar), Úrvals grafinn lax (flök)

Framleiðandi: Eðalfiskur ehf, Vallarási 7-9, 310 Borgarnesi

Lotunúmer: IB22038041046, IB22038041049 og IB22038042048

Siðasti notkunardagur: 13.3.2022-11.4.2022

Dreifing: Verslanir Krónunnar, Fjarðarkaup og í Kolaportinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×