Sjö efstu bílarnir í vali á bíl ársins í Evrópu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 11. janúar 2021 07:01 Land Rover Defender 110 í sínu náttúrulega umhverfi. Tilnefningar til verðlaunanna Bíll ársins í Evrópu árið 2021 eru komnar í hús. Alls voru 29 bílar sem komu til greina en dómnefnd hefur skilað endanlegum tilnefningum og eru sjö bílar sem koma til greina. Bílarnir sjö eru í stafrófsröð: Citroën C4 Cupra Formentor Fiat New 500 Land Rover Defender Skoda Octavia Toyota Yaris Volkswagen ID.3 Dómnefnd Dómnefndin samanstendur af 60 blaðamönnum frá 23 löndum sem prófa bílana 29. Brexit hefur engin áhrif á það að Bretar eiga sex fulltrúa. Tilkynnt verður um val á Bíl ársins í Evrópu þann 1. mars. Hönnun, þægindi, öryggi, eldsneytisnotkun, aksturseiginleikar, frammistaða, notagildi, akstursánægja og verð eru meðal þess sem dómarar nota til að dæma bílana. Þar að auki er horft til tæknilegra nýjunga og hversu mikið kaupendur eru að fá fyrir peninginn. Bílar sem fáir blaðamannanna hafa ekið koma ekki til greina. Þessi regla hefur meiri áhrif nú en áður, vegna Covid. Ferrari SF90 og Rolls-Royce Ghost eru meðal bíla sem koma ekki til greina vegna þessa. Jürgen Stackmann, sölustjóri Volkswagen og ID.3. Einungis einn hreinn rafbíll Áhugavert er hversu fjölbreyttir bílar eru tilnefndir. Einungis einn hreinn rafbíll er tilnefndur, það er Volkswagen ID.3. Allar útfærslur af hinum rómaða MQB grunni Volkswagen voru meðan hinna 29 upprunalegu, það eru Skoda Octavia, Seat Leon, Volkswagen Golf og Audi A3. En Octavia er bíllinn sem hlýtur tilnefningu. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent
Bílarnir sjö eru í stafrófsröð: Citroën C4 Cupra Formentor Fiat New 500 Land Rover Defender Skoda Octavia Toyota Yaris Volkswagen ID.3 Dómnefnd Dómnefndin samanstendur af 60 blaðamönnum frá 23 löndum sem prófa bílana 29. Brexit hefur engin áhrif á það að Bretar eiga sex fulltrúa. Tilkynnt verður um val á Bíl ársins í Evrópu þann 1. mars. Hönnun, þægindi, öryggi, eldsneytisnotkun, aksturseiginleikar, frammistaða, notagildi, akstursánægja og verð eru meðal þess sem dómarar nota til að dæma bílana. Þar að auki er horft til tæknilegra nýjunga og hversu mikið kaupendur eru að fá fyrir peninginn. Bílar sem fáir blaðamannanna hafa ekið koma ekki til greina. Þessi regla hefur meiri áhrif nú en áður, vegna Covid. Ferrari SF90 og Rolls-Royce Ghost eru meðal bíla sem koma ekki til greina vegna þessa. Jürgen Stackmann, sölustjóri Volkswagen og ID.3. Einungis einn hreinn rafbíll Áhugavert er hversu fjölbreyttir bílar eru tilnefndir. Einungis einn hreinn rafbíll er tilnefndur, það er Volkswagen ID.3. Allar útfærslur af hinum rómaða MQB grunni Volkswagen voru meðan hinna 29 upprunalegu, það eru Skoda Octavia, Seat Leon, Volkswagen Golf og Audi A3. En Octavia er bíllinn sem hlýtur tilnefningu.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent