„Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. október 2020 11:48 Guðrún Sólveig leikskólastjóri Rauðhóls. Vísir/Vilhelm „Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar felur í sér að börn og starfsfólk fái tækifæri til að nýta eigin styrkleika og blómstra þannig í leik og starfi,“ segir Guðrún Sólveig leikskólastjóri Rauðhóls en Rauðhóll er einn þeirra vinnustaða sem nýtt hafa sér aðferðarfræði jákvæðrar sálfræði. Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins. Þar eru starfræktar tíu deildir á þremur starfstöðvum. Starfsfólk er um sjötíu talsins og er samfélagsleg ábyrgð vinnustaðarins mikil áhersla í starfi skólans. „Við höfum lagt mikið á okkur að vera jákvætt afl í hverfinu okkar,“ segir Guðrún. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið á Vísi um það hvernig hægt er að nýta jákvæða sálfræði á tímum kórónufaraldurs. Í þessu öðru viðtali af þremur er rætt við Guðrúnu Sólveigu, sem meðal annars segir okkur frá þróunarverkefninu „ Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar.“ Raða saman fólki sem passar saman Með hvaða hætti hefur leikskólinn nýtt sér jákvæða sálfræði í stjórnun og starfi? „Ég hef ávallt haft trú á einstaklingnum og unnið í styrkleikum starfsmanna. Hjálpað þeim að vinna í þeim og fundið bjargir til þess að styrkja þá. Fólkið okkar vinnur í teymum og erum við óhrædd við að breyta teymum og finna út með hvaða fólki viðkomandi blómstrar í starfi. Virkja alla og finna hlutverk fyrir alla skiptir miklu máli,“ segir Guðrún. Að sögn Guðrúnar skiptir líðan starfsfólks ekki síst máli þegar mikil streita er í samfélaginu eins og nú er þegar áskoranirnar eru margar. Í vinnuumhverfi okkar er ekki möguleiki á að vinna heima heldur verða allir að mæta daglega og ganga inn í kvíðann eða óttann sinn og takast á við hann. Við komum til móts við það ef einhverjir treysta sér ekki í vinnu vegna ótta tengdan covid-19 ástandinu. Það er mikilvægt að fólk geti viðurkennt og rætt saman um líðan sína og fengið jákvæða endurgjöf frá samstarfsfólki sínu. Á Rauðhóli ríkir skilningur á að fólk er eins mismunandi og það er margt, segir Guðrún og ó vel að mikilvægt er að hlúa vel að starfsfólki og vera vakandi yfir því hvernig fólki líður. „Það þarf að gefa mikið af sér í svona nánu starfi með börnum og er það erfitt ef fólki líður ekki vel,“ segir Guðrún. Húmor og gleði mikilvæg Til að vel takist til segir Guðrún stjórnendur þurfa að vinna jafnt og þétt að því að jákvæður andi ríki á vinnustaðnum. Í þeirri vinnu felist mikil ábyrgð. Starfsfólk þurfi líka að vita hversu mikilvægt það er.„Fólk verður að finna að á það sé hlustað og skoðanir þeirra og vangaveltur hafi gildi,“ segir Guðrún. Á Rauðhóli er lausnamiðuð hugsun ríkjandi á vinnustaðnum þar sem teymi hika ekki við að „stökkva“ á lausnir. Gleðin skiptir líka miklu máli. Húmor og gleði er mjög stór þáttur í starfsandanum og enn og aftur hafa stjórnendur mikið um það að segja. Að hafa húmor fyrir sjálfum sér er góður eiginleiki og höfum við nóg af honum,“ segir Guðrún. Þróunarverkefnið „Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ er dæmi um verkefni þar sem innleidd var aðferðarfræði jákvæðrar sálfræði. Markmið verkefnisins var að styrkja og þróa starfshætti leikskólans með því að innleiða aðferðafræði sálfræðingsins Mihaly Csikszentmihaly um flæði (e.flow). „Starfsfólk Rauðhóls hélt ráðstefnu um flæði haustið 2018. En hjá okkur starfar ungverskur kennari sem setti sig í samband við Mihaly Csikszentmihaly og bauð honum til landsins. Mihaly er einn af frumkvöðlum jákvæðrar sálfræði í heiminum,“ segir Guðrún um upphafið að verkefninu. Um þetta má betur læra af heimasíðu um flæði sem var útbúin sérsérstaklega með fjölbreyttu efni tengt hugmyndafræðinni, sjá nánar hér. Hver finnst þér vera helsti ávinningurinn? Þetta hefur leitt af sér að leikskólinn hefur laðað að sér hæfileikaríkt og metnaðarfullt starfsfólk,“ segir Guðrún Góðu ráðin Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilsa Tengdar fréttir Hjónabandsráðgjöf, lífstílsráðgjöf og fleira fyrir starfsfólk Velferðaþjónusta er orðin að veruleika á sumum vinnustöðum. Hér er dæmi um innleiðingu velferðarþjónustu hjá Samkaup sem nær yfir 1400 starfsmenn um land allt. 23. september 2020 09:01 Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum. 23. september 2020 15:31 Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Nýjum kynslóðum á vinnumarkaði finnst eðlilegt að ræða tilfinningar og tilfinningagreind er eitt af því sem er alltaf að taka meira og meira pláss er meðal þess sem Guðrún Snorradóttir segir um hvers vegna tilfinningagreind skiptir miklu máli. 10. september 2020 09:00 Útkoman oft sú að stjórnendur hlusta bara á Já-fólkið Of margir íslenskir stjórnendur hlusta ekki nógu vel. Að því leytinu til eru þeir ekki ólíkir öðrum stjórnendum. Seinni hluti viðtals við Torben Nielsen og Jensínu K. Böðvarsdóttir hjá Valcon. 7. september 2020 09:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar felur í sér að börn og starfsfólk fái tækifæri til að nýta eigin styrkleika og blómstra þannig í leik og starfi,“ segir Guðrún Sólveig leikskólastjóri Rauðhóls en Rauðhóll er einn þeirra vinnustaða sem nýtt hafa sér aðferðarfræði jákvæðrar sálfræði. Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins. Þar eru starfræktar tíu deildir á þremur starfstöðvum. Starfsfólk er um sjötíu talsins og er samfélagsleg ábyrgð vinnustaðarins mikil áhersla í starfi skólans. „Við höfum lagt mikið á okkur að vera jákvætt afl í hverfinu okkar,“ segir Guðrún. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið á Vísi um það hvernig hægt er að nýta jákvæða sálfræði á tímum kórónufaraldurs. Í þessu öðru viðtali af þremur er rætt við Guðrúnu Sólveigu, sem meðal annars segir okkur frá þróunarverkefninu „ Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar.“ Raða saman fólki sem passar saman Með hvaða hætti hefur leikskólinn nýtt sér jákvæða sálfræði í stjórnun og starfi? „Ég hef ávallt haft trú á einstaklingnum og unnið í styrkleikum starfsmanna. Hjálpað þeim að vinna í þeim og fundið bjargir til þess að styrkja þá. Fólkið okkar vinnur í teymum og erum við óhrædd við að breyta teymum og finna út með hvaða fólki viðkomandi blómstrar í starfi. Virkja alla og finna hlutverk fyrir alla skiptir miklu máli,“ segir Guðrún. Að sögn Guðrúnar skiptir líðan starfsfólks ekki síst máli þegar mikil streita er í samfélaginu eins og nú er þegar áskoranirnar eru margar. Í vinnuumhverfi okkar er ekki möguleiki á að vinna heima heldur verða allir að mæta daglega og ganga inn í kvíðann eða óttann sinn og takast á við hann. Við komum til móts við það ef einhverjir treysta sér ekki í vinnu vegna ótta tengdan covid-19 ástandinu. Það er mikilvægt að fólk geti viðurkennt og rætt saman um líðan sína og fengið jákvæða endurgjöf frá samstarfsfólki sínu. Á Rauðhóli ríkir skilningur á að fólk er eins mismunandi og það er margt, segir Guðrún og ó vel að mikilvægt er að hlúa vel að starfsfólki og vera vakandi yfir því hvernig fólki líður. „Það þarf að gefa mikið af sér í svona nánu starfi með börnum og er það erfitt ef fólki líður ekki vel,“ segir Guðrún. Húmor og gleði mikilvæg Til að vel takist til segir Guðrún stjórnendur þurfa að vinna jafnt og þétt að því að jákvæður andi ríki á vinnustaðnum. Í þeirri vinnu felist mikil ábyrgð. Starfsfólk þurfi líka að vita hversu mikilvægt það er.„Fólk verður að finna að á það sé hlustað og skoðanir þeirra og vangaveltur hafi gildi,“ segir Guðrún. Á Rauðhóli er lausnamiðuð hugsun ríkjandi á vinnustaðnum þar sem teymi hika ekki við að „stökkva“ á lausnir. Gleðin skiptir líka miklu máli. Húmor og gleði er mjög stór þáttur í starfsandanum og enn og aftur hafa stjórnendur mikið um það að segja. Að hafa húmor fyrir sjálfum sér er góður eiginleiki og höfum við nóg af honum,“ segir Guðrún. Þróunarverkefnið „Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ er dæmi um verkefni þar sem innleidd var aðferðarfræði jákvæðrar sálfræði. Markmið verkefnisins var að styrkja og þróa starfshætti leikskólans með því að innleiða aðferðafræði sálfræðingsins Mihaly Csikszentmihaly um flæði (e.flow). „Starfsfólk Rauðhóls hélt ráðstefnu um flæði haustið 2018. En hjá okkur starfar ungverskur kennari sem setti sig í samband við Mihaly Csikszentmihaly og bauð honum til landsins. Mihaly er einn af frumkvöðlum jákvæðrar sálfræði í heiminum,“ segir Guðrún um upphafið að verkefninu. Um þetta má betur læra af heimasíðu um flæði sem var útbúin sérsérstaklega með fjölbreyttu efni tengt hugmyndafræðinni, sjá nánar hér. Hver finnst þér vera helsti ávinningurinn? Þetta hefur leitt af sér að leikskólinn hefur laðað að sér hæfileikaríkt og metnaðarfullt starfsfólk,“ segir Guðrún
Góðu ráðin Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilsa Tengdar fréttir Hjónabandsráðgjöf, lífstílsráðgjöf og fleira fyrir starfsfólk Velferðaþjónusta er orðin að veruleika á sumum vinnustöðum. Hér er dæmi um innleiðingu velferðarþjónustu hjá Samkaup sem nær yfir 1400 starfsmenn um land allt. 23. september 2020 09:01 Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum. 23. september 2020 15:31 Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Nýjum kynslóðum á vinnumarkaði finnst eðlilegt að ræða tilfinningar og tilfinningagreind er eitt af því sem er alltaf að taka meira og meira pláss er meðal þess sem Guðrún Snorradóttir segir um hvers vegna tilfinningagreind skiptir miklu máli. 10. september 2020 09:00 Útkoman oft sú að stjórnendur hlusta bara á Já-fólkið Of margir íslenskir stjórnendur hlusta ekki nógu vel. Að því leytinu til eru þeir ekki ólíkir öðrum stjórnendum. Seinni hluti viðtals við Torben Nielsen og Jensínu K. Böðvarsdóttir hjá Valcon. 7. september 2020 09:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Hjónabandsráðgjöf, lífstílsráðgjöf og fleira fyrir starfsfólk Velferðaþjónusta er orðin að veruleika á sumum vinnustöðum. Hér er dæmi um innleiðingu velferðarþjónustu hjá Samkaup sem nær yfir 1400 starfsmenn um land allt. 23. september 2020 09:01
Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum. 23. september 2020 15:31
Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Nýjum kynslóðum á vinnumarkaði finnst eðlilegt að ræða tilfinningar og tilfinningagreind er eitt af því sem er alltaf að taka meira og meira pláss er meðal þess sem Guðrún Snorradóttir segir um hvers vegna tilfinningagreind skiptir miklu máli. 10. september 2020 09:00
Útkoman oft sú að stjórnendur hlusta bara á Já-fólkið Of margir íslenskir stjórnendur hlusta ekki nógu vel. Að því leytinu til eru þeir ekki ólíkir öðrum stjórnendum. Seinni hluti viðtals við Torben Nielsen og Jensínu K. Böðvarsdóttir hjá Valcon. 7. september 2020 09:00