Fótbolti

Dramatík og mörk fyrir norðan þegar Þór sigraði Magna

Ísak Hallmundarson skrifar
Þórsarar unnu Eyjafjarðarslaginn.
Þórsarar unnu Eyjafjarðarslaginn. thorsport.is

Þór vann Magna 4-3 í Eyjafjarðarslagnum í Lengjudeildinni í dag. 

Magnamenn komust yfir strax á fyrstu mínútu leiksins þegar Costelus Lautaru skoraði en Þórsarar voru fljótir að snúa taflinu við, Sigurður Marinó Kristjánsson jafnaði metin á 19. mínútu og Loftur Páll Eiríksson og Guðni Sigþórsson bættu við mörkum fyrir hálfleik. Staðan 3-1 fyrir Akureyringum í hálfleik.

Kairo Edwards-John skoraði tvívegis fyrir Magna snemma í síðari hálfleik og jafnaði metin áður en Jóhann Helgi Hannesson skoraði það sem reyndist sigurmark Þórs í leiknum á 72. mínútu.

Kairo Edwards-John fékk þó tækifæri til að jafna leikin í blálokin og þar með skora þrennu en hann misnotaði vítaspyrnu. 4-3 sigur Þórs staðreynd sem þýðir að Grenivíkingar eru enn í fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir, með jafnmörg stig og Þróttur og Leiknir F. Þórsarar sigla lygnan sjó í 5. sæti með 31 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×