Fótbolti

Hjörtur að fá aukna samkeppni hjá Bröndby?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörtur í leik með Bröndby á síðustu leiktíð.
Hjörtur í leik með Bröndby á síðustu leiktíð.
Hjörtur Hermannsson gæti verið að fá meiri samkeppni um miðvarðarstöðuna hjá danska félaginu Bröndby en Ekstra Bladet greindi frá þessu fyrr í dag.

Bröndby er að skoða möguleg kaup á varnarmanninum Frederik Sørensen sem leikur með þýska B-deildarliðinu, FC Köln. Hann er 26 ára Dani.

Það er þó ekki alveg klárt að Sørensen gangi í raðir Bröndby því hann er á samning hjá Köln sem er afar veglegur. Bröndby á því erfitt með að borga þau laun sem Sørensen vill.

Sørensen hefur spilað með Köln frá því 2015 en þar áður hafði hann verið á mála hjá Juventus, Bologna og Hellas Verona. Hann hefur spilað einn landsleik fyrir Danmörku.

Hjörtur hefur ekki verið mikið í náðinni á þessu tímabili hjá Alexander Zorninger, þýskum þjálfara liðsins. Hann hefur komið við sögu í átta leikjum af tuttugu í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en Bröndby er í þriðja sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×