Pólitísk rétthugsun Óttar Guðmundsson skrifar 5. janúar 2019 08:45 Stærstur hluti þjóðarinnar er tengdur einhverjum samskiptaforritum á netinu. Sömu upplýsingar fara með ofurhraða inná hvert einasta heimili. Skoðanir og álit fólks verður fyrir vikið einsleitt sakir áhrifamáttar þessarar fjölmiðlunar. Netið stuðlar að pólitískri rétthugsun þar sem ákveðnar skoðanir og álit verða ráðandi. Með samstilltu átaki netverja reynist auðvelt að berja niður alla sem leyfa sér að synda gegn straumnum. Sleggjudómar og stóryrtar yfirlýsingar fara um netið hratt sem sinueldur. Stjórnmálamenn eru lafhræddir við hópefli netsins og óttast ekkert meira en að verða dregnir fyrir dómstól alþýðunnar í kommentakerfinu. Almannarómur hefur um aldir skemmt sér við að eyðileggja mannorð ákveðinna einstaklinga. Pólitísk rétthugsun hefur alltaf verið við lýði. Fjölmargt ágætt fólk hefur á liðnum öldum bakað sér reiði samborgara sinna vegna skoðana sem ekki þóttu pólitískt réttlætanlegar. Má nefna Hallgrím Pétursson, Jónas Hallgrímsson, Sigurð Breiðfjörð, Skáld-Rósu, Hallgerði langbrók og fleiri. Þetta fólk var allt hrakyrt af samtíð sinni en fékk smám saman fulla uppreisn æru. Sagan sýknar venjulega þá sem sæta samstilltu aðkasti frá hendi þjóðar sinnar. Hallgerður var um aldir hataðasta kona Íslandssögunnar en er nú fyrirmynd annarra kvenna. Gunnar Hámundarson var ofbeldismaður á heimili og viðbrögð Hallgerðar fyllilega réttlætanleg. Fordæming sögunnar á frú Hallgerði var byggð á misskilningi og karlrembu álitsgjafanna. Flest upphlaupin á netinu eru af sama toga og galdraofsóknir 17du aldar. Smám saman átta menn sig á því að sakarefnin eru smávægileg og oft á tíðum hugarfóstur þeirra sem hæst láta. Það bylur nefnilega hæst í tómum tölvum, eins og Hallgrímur Pétursson heyrðist segja á miðilsfundi fyrir skemmstu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Stærstur hluti þjóðarinnar er tengdur einhverjum samskiptaforritum á netinu. Sömu upplýsingar fara með ofurhraða inná hvert einasta heimili. Skoðanir og álit fólks verður fyrir vikið einsleitt sakir áhrifamáttar þessarar fjölmiðlunar. Netið stuðlar að pólitískri rétthugsun þar sem ákveðnar skoðanir og álit verða ráðandi. Með samstilltu átaki netverja reynist auðvelt að berja niður alla sem leyfa sér að synda gegn straumnum. Sleggjudómar og stóryrtar yfirlýsingar fara um netið hratt sem sinueldur. Stjórnmálamenn eru lafhræddir við hópefli netsins og óttast ekkert meira en að verða dregnir fyrir dómstól alþýðunnar í kommentakerfinu. Almannarómur hefur um aldir skemmt sér við að eyðileggja mannorð ákveðinna einstaklinga. Pólitísk rétthugsun hefur alltaf verið við lýði. Fjölmargt ágætt fólk hefur á liðnum öldum bakað sér reiði samborgara sinna vegna skoðana sem ekki þóttu pólitískt réttlætanlegar. Má nefna Hallgrím Pétursson, Jónas Hallgrímsson, Sigurð Breiðfjörð, Skáld-Rósu, Hallgerði langbrók og fleiri. Þetta fólk var allt hrakyrt af samtíð sinni en fékk smám saman fulla uppreisn æru. Sagan sýknar venjulega þá sem sæta samstilltu aðkasti frá hendi þjóðar sinnar. Hallgerður var um aldir hataðasta kona Íslandssögunnar en er nú fyrirmynd annarra kvenna. Gunnar Hámundarson var ofbeldismaður á heimili og viðbrögð Hallgerðar fyllilega réttlætanleg. Fordæming sögunnar á frú Hallgerði var byggð á misskilningi og karlrembu álitsgjafanna. Flest upphlaupin á netinu eru af sama toga og galdraofsóknir 17du aldar. Smám saman átta menn sig á því að sakarefnin eru smávægileg og oft á tíðum hugarfóstur þeirra sem hæst láta. Það bylur nefnilega hæst í tómum tölvum, eins og Hallgrímur Pétursson heyrðist segja á miðilsfundi fyrir skemmstu.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun