Fer Disney í samkeppni við Netflix? Daníel Freyr Birkisson skrifar 6. desember 2017 16:06 Walt Disney stofnaði fyrirtækið ásamt bróður sínum, Roy, árið 1923. getty Talið er að teiknimyndaframleiðandinn og fjölmiðlafyrirtækið Disney hafi lagt fram risatilboð í framleiðslufyrirtækið 21st Century Fox með það að leiðarljósi að fara í samkeppni við streymiþjónustuna Netflix. Heimildarmenn vestanhafs segja að viðræðurnar séu langt á leið komnar og gæti kaupverð numið allt að 60 milljörðum dala – 6.280 milljarðar íslenskra króna. Þess má geta að verg landsframleiðsla (VLF) Íslands árið 2016 var 2.420 milljarðar króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Með kaupunum fengi Disney hlut í meirihluta í Hulu, hluta í Sky, kvikmyndaframleiðsluver, fréttarásir auk fjölda annarra rása. Auk þess á 21st Century Fox kvikmyndarétt fjölda mynda, til dæmis að X-Men myndunum. Hulu er streymiþjónusta í anda Netflix og á Disney nú þegar 30 prósent í henni en myndi með kaupunum eignast meirihluta. Talið er að Disney myndi notfæra sér Hulu til þess að fara í samkeppni við Netflix sem hingað til hefur verið ráðandi á þeim markaði. Um væri að ræða risastóran samruna og fylgjast forsvarsmenn Neflix eflaust áhyggjufullir með samningaviðræðum Disney, sem um áratugabil hefur verið einn stærsti kvikmyndaframleiðandi á markaðinum. Disney var stofnað af bræðrunum Walt og Roy Disney árið 1923. Það rekur í dag fjölda fyrirtækja, sjónvarpsstöðva og skemmtigarða víða um heim. Disney Netflix Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Talið er að teiknimyndaframleiðandinn og fjölmiðlafyrirtækið Disney hafi lagt fram risatilboð í framleiðslufyrirtækið 21st Century Fox með það að leiðarljósi að fara í samkeppni við streymiþjónustuna Netflix. Heimildarmenn vestanhafs segja að viðræðurnar séu langt á leið komnar og gæti kaupverð numið allt að 60 milljörðum dala – 6.280 milljarðar íslenskra króna. Þess má geta að verg landsframleiðsla (VLF) Íslands árið 2016 var 2.420 milljarðar króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Með kaupunum fengi Disney hlut í meirihluta í Hulu, hluta í Sky, kvikmyndaframleiðsluver, fréttarásir auk fjölda annarra rása. Auk þess á 21st Century Fox kvikmyndarétt fjölda mynda, til dæmis að X-Men myndunum. Hulu er streymiþjónusta í anda Netflix og á Disney nú þegar 30 prósent í henni en myndi með kaupunum eignast meirihluta. Talið er að Disney myndi notfæra sér Hulu til þess að fara í samkeppni við Netflix sem hingað til hefur verið ráðandi á þeim markaði. Um væri að ræða risastóran samruna og fylgjast forsvarsmenn Neflix eflaust áhyggjufullir með samningaviðræðum Disney, sem um áratugabil hefur verið einn stærsti kvikmyndaframleiðandi á markaðinum. Disney var stofnað af bræðrunum Walt og Roy Disney árið 1923. Það rekur í dag fjölda fyrirtækja, sjónvarpsstöðva og skemmtigarða víða um heim.
Disney Netflix Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira