Þjóðkirkjan 2.0 Atli Fannar Bjarkason skrifar 29. október 2015 07:00 „Við þurfum app!“ Séra Helgi var staðinn upp úr sæti sínu og baðaði höndum til himins eins og undir lokin á velheppnaðri sunnudagsmessu. Hann leit á kollega sína sem virtust ekki sannfærðir og þögðu. „Unga fólkið lítur varla upp frá símunum sínum. Ég segi, ef unga fólkið er ekki til í að horfa til himins, þá látum við himnaríki horfa á það.“ Algjör þögn var í salnum og séra Helgi starði á kollega sína. Hann var byrjaður að svitna þegar séra Kristinn stóð hægt upp og byrjaði að klappa saman risavöxnum lófum sínum. Á meðan takturinn í klappinu þyngdist og krafturinn jókst tóku prestarnir við sér, stóðu upp einn af öðrum og byrjuðu að klappa. Loks byrjaði nýútskrifaður guðfræðingur að hrópa nafn Helga og salurinn tók undir: „Helgi! Helgi! Helgi!“ Séra Helga leið vel – senn myndi eyðimerkurgöngu þjóðkirkjunnar ljúka. Tárin tóku að streyma niður vanga hans og hann horfði þakklátur út í salinn á æsta fulltrúa almættisins kyrja nafn hans. Í gær var hann lærisveinn en nú leið honum eins og Jesú Kristi endurholdguðum. Áður en séra Helgi tók til máls á ný rétti séra Guðný upp hönd og bað um orðið: „En hvernig komum við appinu í síma unga fólksins? Með heilögum mætti?“ Salurinn horfði með spyrjandi augnaráði á nýskipaðan leiðtoga sinn, sem brosti og gekk hægum skrefum að séra Guðnýju. Hann rétti út hönd sína og strauk blíðlega yfir kinn hennar: „Ríki og kirkja tengjast órjúfanlegum böndum. Ríkið á bankana, bankarnir eiga fyrirtækin og fyrirtækin selja símana. Trúna fengum við í vöggugjöf og appið fá framtíðarkynslóðir frítt með þegar þær kaupa síma.“ Séra Guðný stóð hægt upp og starði forviða í himinblá augu séra Helga. „Þú ert snillingur,“ hvíslaði hún og þrýsti líkama hans að sínum. Þau grétu og salurinn trylltist úr fögnuði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun
„Við þurfum app!“ Séra Helgi var staðinn upp úr sæti sínu og baðaði höndum til himins eins og undir lokin á velheppnaðri sunnudagsmessu. Hann leit á kollega sína sem virtust ekki sannfærðir og þögðu. „Unga fólkið lítur varla upp frá símunum sínum. Ég segi, ef unga fólkið er ekki til í að horfa til himins, þá látum við himnaríki horfa á það.“ Algjör þögn var í salnum og séra Helgi starði á kollega sína. Hann var byrjaður að svitna þegar séra Kristinn stóð hægt upp og byrjaði að klappa saman risavöxnum lófum sínum. Á meðan takturinn í klappinu þyngdist og krafturinn jókst tóku prestarnir við sér, stóðu upp einn af öðrum og byrjuðu að klappa. Loks byrjaði nýútskrifaður guðfræðingur að hrópa nafn Helga og salurinn tók undir: „Helgi! Helgi! Helgi!“ Séra Helga leið vel – senn myndi eyðimerkurgöngu þjóðkirkjunnar ljúka. Tárin tóku að streyma niður vanga hans og hann horfði þakklátur út í salinn á æsta fulltrúa almættisins kyrja nafn hans. Í gær var hann lærisveinn en nú leið honum eins og Jesú Kristi endurholdguðum. Áður en séra Helgi tók til máls á ný rétti séra Guðný upp hönd og bað um orðið: „En hvernig komum við appinu í síma unga fólksins? Með heilögum mætti?“ Salurinn horfði með spyrjandi augnaráði á nýskipaðan leiðtoga sinn, sem brosti og gekk hægum skrefum að séra Guðnýju. Hann rétti út hönd sína og strauk blíðlega yfir kinn hennar: „Ríki og kirkja tengjast órjúfanlegum böndum. Ríkið á bankana, bankarnir eiga fyrirtækin og fyrirtækin selja símana. Trúna fengum við í vöggugjöf og appið fá framtíðarkynslóðir frítt með þegar þær kaupa síma.“ Séra Guðný stóð hægt upp og starði forviða í himinblá augu séra Helga. „Þú ert snillingur,“ hvíslaði hún og þrýsti líkama hans að sínum. Þau grétu og salurinn trylltist úr fögnuði.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun