Grænmetisætur eru umhverfisvænni Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 11. júlí 2014 11:00 Vísir/Getty Þeir sem eru vegan eiga sinn þátt í því að bjarga umhverfinu, það er að segja, matarsiðir þeirra eru umhverfisvænni en þeirra sem borða kjöt. Sumir eru vegan af siðferðislegum ástæðum og sniðganga ekki einungis matvæli sem innihalda dýraafurðir heldur allar vörur sem koma af eða eru unnar úr dýrum og ganga til að mynda ekki í fatnaði úr silki, leðri eða ull. Í nýrri rannsókn sem var birt í Climate Change kemur í ljós að kjötætur eru ábyrgar fyrir næstum fimmtíu prósent meiri losun gróðurhúsalofttegunda en grænmetisætur og um hundrað prósent meira losun gróðurhúsalofttegunda en þeir sem eru vegan. Rannsóknin tók mið af 55,000 kjötætum, fiskætum, grænmetisætum og þeirra sem eru vegan, en rannsóknin var gerð í Bretlandi og gerði ráð fyrir þátttakendur innbyrtu um það bil 2000 kaloríur á dag. Í rannsókninni segir að ástæða þess að dýraafurðir valdi meiri losun gróðurhúsalofttegunda sé sú að dýr framleiða metan, auk þess sem framleiðsla dýrafóðurs veldur losun gróðurhúsalofttegunda. Þeir sem standa að baki rannsókninni segja að með því að borða minna kjöt og dýraafurðir geti það átt stóran þátt í því að minnka gróðurhúsaáhrif. Heilsa Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Þeir sem eru vegan eiga sinn þátt í því að bjarga umhverfinu, það er að segja, matarsiðir þeirra eru umhverfisvænni en þeirra sem borða kjöt. Sumir eru vegan af siðferðislegum ástæðum og sniðganga ekki einungis matvæli sem innihalda dýraafurðir heldur allar vörur sem koma af eða eru unnar úr dýrum og ganga til að mynda ekki í fatnaði úr silki, leðri eða ull. Í nýrri rannsókn sem var birt í Climate Change kemur í ljós að kjötætur eru ábyrgar fyrir næstum fimmtíu prósent meiri losun gróðurhúsalofttegunda en grænmetisætur og um hundrað prósent meira losun gróðurhúsalofttegunda en þeir sem eru vegan. Rannsóknin tók mið af 55,000 kjötætum, fiskætum, grænmetisætum og þeirra sem eru vegan, en rannsóknin var gerð í Bretlandi og gerði ráð fyrir þátttakendur innbyrtu um það bil 2000 kaloríur á dag. Í rannsókninni segir að ástæða þess að dýraafurðir valdi meiri losun gróðurhúsalofttegunda sé sú að dýr framleiða metan, auk þess sem framleiðsla dýrafóðurs veldur losun gróðurhúsalofttegunda. Þeir sem standa að baki rannsókninni segja að með því að borða minna kjöt og dýraafurðir geti það átt stóran þátt í því að minnka gróðurhúsaáhrif.
Heilsa Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira