Viðskipti erlent

Apple frumsýnir iPad Mini

Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki síðustu mánuði um að fyrirtækið hefði þróað nýja útgáfu af iPad spjaldtölvunni.
Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki síðustu mánuði um að fyrirtækið hefði þróað nýja útgáfu af iPad spjaldtölvunni. MYND/APPLE
Tæknirisinn Apple hefur boðið blaðamönnum og áhrifafólki úr tækniheiminum að sækja ráðstefnu 23. október næstkomandi. Ljóst er að Apple mun kynna nýja spjaldtölvu á fundinum, iPad Mini.

Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki síðustu mánuði um að fyrirtækið hefði þróað nýja útgáfu af iPad spjaldtölvunni. Hingað til hefur Apple þó ekki viljað staðfesta þetta.

Með minni og ódýrari útgáfu af iPad spjaldtölvunni er Apple í raun að lýsa yfir stríði á hendur samkeppnisaðilum sínum. Google og Samsung hafa bæði lagt mikla áherslu á meðfærilegar spjaldtölvur þar sem skjástærðin er í flestum tilfellum í kringum sjö tommur.

Þar að auki vill Apple þrýsta á Microsoft. Hugbúnaðarrisinn mun frumsýna nýjustu spjaldtölvu sína, Surface, 26. október næstkomandi og þar með taka fyrsta skref sitt inn á spjaldtölvumarkaðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×