Viðskipti erlent

Surface lendir 26. október

Nýjasta spjaldtölva Microsoft, Surface, fer í almenna sölu í átta löndum seinna í þessum mánuði. Fyrirtækið svipti hulunni af spjaldtölvunni fyrir rúmu hálfu ári og hefur raftækið verið á allra vörum síðan þá.

Útlit Surface þykir afar frumlegt en einna helst er það kápa spjaldtölvunnar sem hefur vakið athygli. Þá markar Surface tímamót í 37 ára sögu Microsoft. Fyrirtækið hefur ávallt lagt höfuðáherslu á hugbúnað en í Surface sameinast í fyrsta skipti hugbúnaðar og vélbúnaður Microsoft.

Surface er stefnt til höfuðs iPad spjaldtölvunni frá Apple og mun hún kosta rúmlega 60 þúsund krónur. Mismunandi útgáfur standa neytendum til boða, með mismiklu geymsluplássi.

Fyrstu löndin til að fá Surface eru Bandaríkin, Kanada, Kína, Frakkland, Þýskaland, Ástralía, Bretland og´Hong Kong.

Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Surface hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×