Viðskipti erlent

Apple stöðvar sölu á iPhone í Kína vegna uppþots

Mynd/AP
Tölvurisinn Apple hefur ákveðið að stöðva sölu á iPhone símunum vinsælu í Kína eftir að til uppþots kom þegar nýjasti síminn, iPhone 4s var kynntur í höfuðborginni Beijing. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman fyrir utan búðina. Þegar búðin opnaði ekki á áður auglýstum tíma brutust út mikil ólæti. Meðal annars létu menn eggjum rigna á búðina. Apple ákvað að hætta við opnun búðarinnar og nú hefur fyrirtækið gefið út yfirlýsingu að allar Apple vörur verði teknar úr sölu um tíma. Viðskiptavinir geta þó enn keypt símana eftirsóttu í gegnum netið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×