Viðskipti erlent

Lumia 800 fær góð viðbrögð

Gangrýnendur eru ánægðir með nýjasta snjallsíma Nokia.
Gangrýnendur eru ánægðir með nýjasta snjallsíma Nokia. mynd/AFP
Nýjasti snjallsími Nokia, Lumia 800, fór í sölu í dag. Fyrstu viðbrögð gagnrýnenda eru afar jákvæð.

Nokia hefur átt í miklum erfiðleikum á snjallsímamarkaðinum á meðan vinsældir iPhone og Samsung aukast sífellt.

Lumia 800 er fyrsta samstarfsverkefni Nokia og Microsoft. Síminn er hannaður og framleiddur af Nokia en er knúinn af öflugu stýrikerfi Microsoft.

Snjallsíminn er ódýrari en iPhone og er stýrikerfi símans sagt vera mun einfaldara en Android.

Síminn styður gögn úr Microsoft Office og hefur ýmsa tengimöguleika sem eru sérhannaðir til að vinna með öðrum vörum Microsoft.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×