Misheppnað Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 3. mars 2011 09:25 Þegar rætt er um og ákveðið hvernig standa beri að endurskoðun stjórnarskrárinnar er ágætt að rifja upp hvernig síðasta tilraun gekk. Í byrjun árs 2005 tók til starfa nefnd níu stjórnmálamanna. Til verksins völdust þáverandi og fyrrverandi formenn og varaformenn flokka, fólk með jafnvel langa þingreynslu og sumt lært í lögum. Afrakstur tveggja ára starfs var tillaga um að breyta einni af 81 grein stjórnarskrárinnar. Þeirri sem kveður á um hvernig breyta beri stjórnarskránni. Þessir sérlegu trúnaðarmenn stjórnmálaflokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar gátu ekki komið sér saman um annað. Niðurstaðan er nokkuð hláleg þegar litið er til þess að árið 1989 gerði varaþingmaður einn tillögu að svo til sömu breytingu. Hún fékkst ekki rædd en var alla vega lögð fram. Öfugt við tillöguna frá trúnaðarmönnunum sérlegu sem varð að engu. Fundargerðir nefndarinnar eru annars sérkennileg lesning. Þær bera ekki með sér að verkefnið hafi verið að ná samkomulagi um breytingar á stjórnarskránni. Sumt minnir raunar á stemninguna í huggulegu teboði þar sem rabbað er um heima og geima. Dæmi: 1. fundur:"Mismunandi viðhorf komu fram um hversu rækilegar fundargerðirnar ættu að vera." 4. fundur: " . . . nefndarmenn minntir á að láta ritara vita í hvaða málstofum þeir vildu sitja í pallborði". 5. fundur: " . . . nefndarmenn minntir á að láta ritara vita í hvaða málstofum þeir vildu sitja í pallborði". (Já aftur.) 6. fundur: "Þá var nefnt það sjónarmið að mikilvægt væri að gera breytingar á kjördæmaskipan í þessari lotu . . . Á hinn bóginn var því haldið fram að mikilvægt væri að færast ekki of mikið í fang." 7. fundur: "Fram kom það viðhorf að bíða mætti með það þangað til á seinustu stigum að ákveða endanlega röð ákvæða. Aðrir töldu hins vegar að þetta væri þýðingarmikið atriði sem vert væri að skoða sem fyrst." 9. fundur: "Nokkrar umræður urðu um hvernig gera ætti fundargerðirnar úr garði." 12. fundur: "Formaður kvað þessa umræðu hafa verið gagnlega. Hann ályktaði af umræðunni að það væri þörf á ítarlegri ákvæðum um hlutverk forseta." 16. fundur: "Formaður gerði að umtalsefni þá staðreynd að tíminn væri orðinn naumur til að ljúka við heildarendurskoðun á þessu kjörtímabili." 18. fundur: "Formaður lagði að lokum til að næsti fundur yrði helgaður umræðu um framhald nefndarstarfsins." 19. fundur: "Formaður gerði að umtalsefni þá staðreynd að ekki væri langur tími til stefnu áður en nefndin ætti að skila af sér." 20. fundur: "Rætt var um að gera þyrfti forsætisráðherra grein fyrir stöðu mála í starfi nefndarinnar." Alls urðu fundirnir 26 og niðurstaðan, eins og áður sagði, núll. Nú fjallar Alþingi um tillögu að skipun stjórnlagaráðs. Aðdragandi þess er þekktur og margt um hann að segja. Engu að síður hlýtur sagan að segja okkur að það sé alla vega tilraunarinnar virði að fara nýjar leiðir við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun
Þegar rætt er um og ákveðið hvernig standa beri að endurskoðun stjórnarskrárinnar er ágætt að rifja upp hvernig síðasta tilraun gekk. Í byrjun árs 2005 tók til starfa nefnd níu stjórnmálamanna. Til verksins völdust þáverandi og fyrrverandi formenn og varaformenn flokka, fólk með jafnvel langa þingreynslu og sumt lært í lögum. Afrakstur tveggja ára starfs var tillaga um að breyta einni af 81 grein stjórnarskrárinnar. Þeirri sem kveður á um hvernig breyta beri stjórnarskránni. Þessir sérlegu trúnaðarmenn stjórnmálaflokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar gátu ekki komið sér saman um annað. Niðurstaðan er nokkuð hláleg þegar litið er til þess að árið 1989 gerði varaþingmaður einn tillögu að svo til sömu breytingu. Hún fékkst ekki rædd en var alla vega lögð fram. Öfugt við tillöguna frá trúnaðarmönnunum sérlegu sem varð að engu. Fundargerðir nefndarinnar eru annars sérkennileg lesning. Þær bera ekki með sér að verkefnið hafi verið að ná samkomulagi um breytingar á stjórnarskránni. Sumt minnir raunar á stemninguna í huggulegu teboði þar sem rabbað er um heima og geima. Dæmi: 1. fundur:"Mismunandi viðhorf komu fram um hversu rækilegar fundargerðirnar ættu að vera." 4. fundur: " . . . nefndarmenn minntir á að láta ritara vita í hvaða málstofum þeir vildu sitja í pallborði". 5. fundur: " . . . nefndarmenn minntir á að láta ritara vita í hvaða málstofum þeir vildu sitja í pallborði". (Já aftur.) 6. fundur: "Þá var nefnt það sjónarmið að mikilvægt væri að gera breytingar á kjördæmaskipan í þessari lotu . . . Á hinn bóginn var því haldið fram að mikilvægt væri að færast ekki of mikið í fang." 7. fundur: "Fram kom það viðhorf að bíða mætti með það þangað til á seinustu stigum að ákveða endanlega röð ákvæða. Aðrir töldu hins vegar að þetta væri þýðingarmikið atriði sem vert væri að skoða sem fyrst." 9. fundur: "Nokkrar umræður urðu um hvernig gera ætti fundargerðirnar úr garði." 12. fundur: "Formaður kvað þessa umræðu hafa verið gagnlega. Hann ályktaði af umræðunni að það væri þörf á ítarlegri ákvæðum um hlutverk forseta." 16. fundur: "Formaður gerði að umtalsefni þá staðreynd að tíminn væri orðinn naumur til að ljúka við heildarendurskoðun á þessu kjörtímabili." 18. fundur: "Formaður lagði að lokum til að næsti fundur yrði helgaður umræðu um framhald nefndarstarfsins." 19. fundur: "Formaður gerði að umtalsefni þá staðreynd að ekki væri langur tími til stefnu áður en nefndin ætti að skila af sér." 20. fundur: "Rætt var um að gera þyrfti forsætisráðherra grein fyrir stöðu mála í starfi nefndarinnar." Alls urðu fundirnir 26 og niðurstaðan, eins og áður sagði, núll. Nú fjallar Alþingi um tillögu að skipun stjórnlagaráðs. Aðdragandi þess er þekktur og margt um hann að segja. Engu að síður hlýtur sagan að segja okkur að það sé alla vega tilraunarinnar virði að fara nýjar leiðir við endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun