Viðskipti erlent

Internet Explorer fær einkamálatakka

Mynd/Getty

Microsoft hefur í hyggju að búa til eins konar einkamálatakka af nýjustu uppfærslu sinni af Internet Explorer. Með því að ýta á einn taka verður þá hægt að takmarka hve miklar upplýsingar aðrir geta orðið sér úti um veraldarvefsnotkun manns. Hafa takkarnir nöfnin „sporahreinsun" (cleartracks) og „í einrúmi" (inprivate).

Komin er eins konar „beta" útgáfa eða prufuútgáfa af nýjustu uppfærslu Internet Explorer á alnetið. Heitir sú útgáfa IE8 en hún kemur út seinna í ár. Gera þessir tveir takkar í hinni nýju útgáfu manni kleift að eyða því hvaða síður maður heimsækir út af vafranum. Notendur geta notað sér þennan möguleika ef þeir vilja ekki að aðrir sem nota sömu tölvu sjái hvaða vefsíður þeir eru að skoða.

Safari, vafri hugbúnaðarfyrirtækisins Apple er þegar með nokkurs konar einkamálsstillingar í sínum vafra og verið er að vinna að svipuðu hjá Mozilla Firefox.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×