Breskum ferðamönnum til Íslands fækkar um 9.000 19. desember 2008 12:03 Breskum ferðamönnum sem komu til Íslands síðasta sumar fækkaði um 9.000 miðað við árið á undan. Þetta er hluti af almennri þróun í Bretlandi en samkvæmt upplýsingum frá hagstofu landsins ákváðu milljón Bretar að sitja heima síðasta sumar í stað þess að ferðast erlendis í fríum sínum. Í umfjöllun um málið á Timesonline kemur fram að ferðamannastraumurinn frá Bretlandi jókst á fyrrihluta ársins en síðan varð skarpur viðsnúningur á þeirri þróun í sumar þegar fjármálakreppan skall á með fullum þunga. Þeir staðir sem mesta fækkunin varð á komu Breta voru Grikkland þar sem breskum ferðamönnum fækkaði um yfir 100.000 miðað við árið í fyrra. En Eystrasaltsríkin fundu einnig verulega fyrir þessu. Tildæmis fækkaði komum Breta til Litháen um nær helming, úr 55.000 í 30.000 og svipaða sögu er að segja frá Eistlandi þar sem breskum ferðamönnum fækkaði úr 41.000 í 29.000. Hvað Ísland varðar komu 43.000 breskir ferðamenn til landsins á þessu ári en þeir voru 52.000 talsins í fyrra. Stór hluti af þessum fjölda kom í styttri eða helgarferðir. Og á næsta ári er reiknað með enn meiri fækkun breskra ferðamanna á erlendri grundu. Nefnir Times sem dæmi að Tui, stærsta ferðaskrifstofa Bretlands hefur fækkað ferðum sínum um 28% fyrir þennan vetur og um 16% fyrir næsta sumar. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Breskum ferðamönnum sem komu til Íslands síðasta sumar fækkaði um 9.000 miðað við árið á undan. Þetta er hluti af almennri þróun í Bretlandi en samkvæmt upplýsingum frá hagstofu landsins ákváðu milljón Bretar að sitja heima síðasta sumar í stað þess að ferðast erlendis í fríum sínum. Í umfjöllun um málið á Timesonline kemur fram að ferðamannastraumurinn frá Bretlandi jókst á fyrrihluta ársins en síðan varð skarpur viðsnúningur á þeirri þróun í sumar þegar fjármálakreppan skall á með fullum þunga. Þeir staðir sem mesta fækkunin varð á komu Breta voru Grikkland þar sem breskum ferðamönnum fækkaði um yfir 100.000 miðað við árið í fyrra. En Eystrasaltsríkin fundu einnig verulega fyrir þessu. Tildæmis fækkaði komum Breta til Litháen um nær helming, úr 55.000 í 30.000 og svipaða sögu er að segja frá Eistlandi þar sem breskum ferðamönnum fækkaði úr 41.000 í 29.000. Hvað Ísland varðar komu 43.000 breskir ferðamenn til landsins á þessu ári en þeir voru 52.000 talsins í fyrra. Stór hluti af þessum fjölda kom í styttri eða helgarferðir. Og á næsta ári er reiknað með enn meiri fækkun breskra ferðamanna á erlendri grundu. Nefnir Times sem dæmi að Tui, stærsta ferðaskrifstofa Bretlands hefur fækkað ferðum sínum um 28% fyrir þennan vetur og um 16% fyrir næsta sumar.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira