Skötuveisla Eimskips til styrktar Mæðrastyrksnefnd 19. desember 2008 15:21 Að þessu sinni var skötuveisla Eimskips haldin til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Eimskipafélagið gaf eina milljón króna til starfseminar og söfnuðust að auki fimmhudruðþúsund krónur með sölu á happadrættismiðum til veislugesta. Ofan á þetta bættust svo rausnarlegar gjafir frá heildverslun Ásbjarnar Ólafssonar sem gaf Mæðrastyrksnefnd 10.000 Prins Polo stykki og Bananar færðu þeim 1 tonn af vínberjum. Í tilkynningu um málið segir að sunnlenskur bragur var á vestfirskri skötuveislu sem Eimskip hélt síðastliðinn fimmtudag. Heiðursgestir í veislunni voru vinirnir Guðni Ágústsson og Árni Johnsen sem sungu og sögðu sögur eins og þeim einum er lagið. Gylfi Sigfússon forstjóri, sem sjálfur er ættaður úr Vestmannaeyjum, greip í gítarinn og söng Kartöflurokkið, eitt af frægari lögum Árna. "Sú hefð hefur skapast hjá félaginu að bjóða viðskiptavinum sínum til skötu rétt fyrir jól" segir Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips. "Að þessu sinni var ákveðið að tóna þetta aðeins niður í samræmi við það ástand sem ríkir í þjóðfðélaginu og ákváðum við færa veisluna í mötuneyti okkar í Korngörðum og spara þannig mikla peninga sem við gátum gefið til þess þarfa stafs sem Mæðrastyrksnefnd vinnur." Segir Gylfi að lokum. Fulltúrar frá Mæðrastyrksnefnd þær Ragnhildur Guðmundsdóttir og Margrét Sigurðardóttir tóku við styrkjum sem söfnuðust frá Gylfa Sigfússyni forstjóra í veislunni. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Að þessu sinni var skötuveisla Eimskips haldin til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Eimskipafélagið gaf eina milljón króna til starfseminar og söfnuðust að auki fimmhudruðþúsund krónur með sölu á happadrættismiðum til veislugesta. Ofan á þetta bættust svo rausnarlegar gjafir frá heildverslun Ásbjarnar Ólafssonar sem gaf Mæðrastyrksnefnd 10.000 Prins Polo stykki og Bananar færðu þeim 1 tonn af vínberjum. Í tilkynningu um málið segir að sunnlenskur bragur var á vestfirskri skötuveislu sem Eimskip hélt síðastliðinn fimmtudag. Heiðursgestir í veislunni voru vinirnir Guðni Ágústsson og Árni Johnsen sem sungu og sögðu sögur eins og þeim einum er lagið. Gylfi Sigfússon forstjóri, sem sjálfur er ættaður úr Vestmannaeyjum, greip í gítarinn og söng Kartöflurokkið, eitt af frægari lögum Árna. "Sú hefð hefur skapast hjá félaginu að bjóða viðskiptavinum sínum til skötu rétt fyrir jól" segir Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips. "Að þessu sinni var ákveðið að tóna þetta aðeins niður í samræmi við það ástand sem ríkir í þjóðfðélaginu og ákváðum við færa veisluna í mötuneyti okkar í Korngörðum og spara þannig mikla peninga sem við gátum gefið til þess þarfa stafs sem Mæðrastyrksnefnd vinnur." Segir Gylfi að lokum. Fulltúrar frá Mæðrastyrksnefnd þær Ragnhildur Guðmundsdóttir og Margrét Sigurðardóttir tóku við styrkjum sem söfnuðust frá Gylfa Sigfússyni forstjóra í veislunni.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira